Dec 22, 2008

Florida chilling

Kortfamilían chillar nú hérna í Florida ásamt Vallarsettinu og hafnfirðingunum hressu. Erum búin að vera hérna síðan á föstudag og þetta lofar góðu. Erum í svaka flottu húsi með sér sundlaug og fjórum baðherbergjum. Þjáumst af valkvíða þegar kemur að salernisnotkun, já lífið er ekki einfalt.

Í gær skelltu Geð-frúin og endalausa kærustuparið sér til Jacksonville til að taka þátt í hinu árlega Jacksonville Bank 1/2 marathoni, það var ansi mikið fjör. Eitthvað misreiknuðum við vegalengdirnar en Jacksonville er í þriggja tíma fjarlægð. Því var vaknað kl 3 um nóttina og hleðsla a la Ásthildur a.k.a EAS girl, sett í gang. Á meðan þessari 284 km keyrslu stóð (one way), sem var styrkt af EAS, var gúffað í sig, allskonar orkudrasli og öðru til að gíra sig upp fyrir átökin og eins til að vinna á móti svefnleysinu og jet laginu góða. Anyhow, allir hlupu og kláruðu sem var bara gaman. Þó svo hleðslan hafi farið misvel í suma (sjá mynd neðar).

Sunnudagurinn fór því í 3 tíma(hleðslu)keyrslu+21 km hlaup (character)+3 tíma heim(recovering)keyrslu+15 min bunker = sirka 9 tímar með öllu. Eftir á að hyggja þá reiknuðum við aldrei með keyrslunni hjem. Erum alltaf í núinu. Hlaupið var þó keyrslunnar virði.... character

Planið næstu daga er að chilla meira, spila tennis, halda jól, fara í bíó, fara í Disneygarða, chilla í sundlaug, sumir í sólbað, lesa (ekki skólabækur) og chilla og sofa og sofa og hlaupa... já lúxuslíf hérna hjá okkur í Florida. B-Kort sprangar um komando og ber að ofan því eins og hann segir sjálfur þá er svo heitt hérna að auka föt eru algjör óþarfi. Flottu frænkurnar dekra við litlu Ágústu Kort og fílar daman það vel. Allir eru góðir við Geða lilla sem hefur ekki tekið frí í milljón ár og er því nýliðinn í hópnum. Að öðru leyti er þetta snilld, söknum þó Draumsins góða sem hefur alltaf verið með Korturum um jól... sendum jólakveðjur til jólastráksins okkar.


Að loknu hlaupi, síþreyta frúin og Birgir Mávur í spandexinu, sem myndi slá í gegn í San Francisco
Frúin að loknu hlaupi með hleðsluna góðu, keppnispokarnir voru þokkalega vatns (ælu)heldir (character).

3 comments:

Anonymous said...

Hér var ungur maður sem starði á myndina sína af BKG, snéri sér síðan að móður sinni og sagði brostinni röddu "sérðu tár?" Værum til í að njóta samvista við ykkur - þið eruð mannbætandi félagsskapur. Til hamingju með hlaupið og ljómandi gleðileg jól.

Anonymous said...

Gleðileg jól kæra fjölskylda !

Fláráður said...

Kæru jól gleðilega fjölskylda!