Dec 11, 2008

Foreldrahæfni

Korthjónin hafa ákveðið að segja sig úr hinni árlegu parents of the year keppninni sem er alltaf í gangi hérna í USA, ástæðan er ekki sú að við óttumst tap, hroðalegt tap eða eitthvað þannig, nei nei. Við notum cultural differences spjaldið hér.

Málið er að við höfum tekið eftir því hjá öðrum foreldrum hérna í kanalandi að það er eins og það sé ákveðin offjárfesting í blessuðum börnunum hér. Þessi barna offjárfesting hefur mikil áhrif á allt sem snertir börnin, skóla og leikskóla sérstakleg. Þannig er til að mynda mikið lagt í það að barnið sé einstaklega gáfað, sé því byrjað að lesa um 3 ára, og allt það. Sem dæmi þá hefur Ágústa litla verið að fylga eigin lesson plani á leikskólanum síðan hún var 6 mánaða og núna er verið að reyna kenna gellunni stafi, nota bene stúlkan er 17 mánaða.

Foreldrakeppnin snýst þó ekki bara um getu barnanna. Heldur hversu mikið foreldrarnir geta tekið þátt í allskonar sjálfboðastarfi og öðru á vegum skólana og svo er auðvitað mikilvægt í þessu öllu saman að lúkka vel. Dæmi um það er að eftir hvert afmæli þá er sent út þakkarkort (sem er bara fallegt), þar sem afmælisgestinum er þakkað fyrir komuna og gjöfina og svo fylgir mynd af afmælisbarninu með fokking gjöfina.... við erum að tala um kannski 20-30 afmælisgesti, gjafirnar eru opnaðar eftir á hér.

Það sem fékk þó Kortfamilíuna til þess að hætta keppni þetta árið er að skólinn biður reglulega um fjölskyldumyndir sem notaðar eru í föndur og annað. Þar sem við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í fjölskyldumyndum seinustu árin, er ekki mikið í boði. Því sendum við hina árlegu fjölskyldumynd sem tekin var af okkur í Chicago seinustu jól. Eitthvað hefur myndin ekki þótt falla innan þess sem kallast family photo í skólanum hans B. því myndin fékk ekki birtingu. Nú hanga því verkefni allra nemenda, nema B. Korts, með fjölskyldumyndum á veggjum Lake Harriet skólans.

Við teljum myndina góða og lýsandi fyrir Kortfamilíuna en líklegast hafa faðmlög Geða og Draumsins ekki fallið í góðan farveg... og svo gæti vel verið að B-Kort hafi toppað það með því að segja að gæinn í miðjunni gangi undir nafninu the Dream.


Kortfamilían

8 comments:

Anonymous said...

Þetta er gott dæmi um andlegt ofbeldi gegn börnum, mér finnst þetta frábær fjölskyldumynd.

Kv. Gulla

Anonymous said...

Er þetta ekki verkefni fyrir Stefán Karl - flutti hann eineltisverkefnið ekki til USA?

Anonymous said...

Þetta er ágætismynd fyrir utan hommataktana hjá hjúkkunni...

Anonymous said...

Vá þið drepið mig!

Ég dó úr hlátri!

En vó þvílíkur skandall - hvað er í gangi í Lake Harriet skólanum!!!

kv. Ásthildur

Anders said...

Så er det tid til at flytte til et land hvor børn for lov at være børn !!! Jeg skulle til at skrive "tid til at flytte hjem" men det vist ikke så hot lige nu ??!!
I er velkommen til os i DK, her har vi også "børnehaver" og ikke "preschool" eller LeikSKOLAR. Ingen skema til børn under 6 år TAKK FYRIR!!!!

Ally said...

Ég fékk tár í augun ég hló svo mikið;)

Ætlar the Dream að taka Sörusendinguna í ár eða á ég að koma henni á sys?

Anonymous said...

Þetta er ljómandi fín mynd. Kaninn er spes!

Og gleðilega komandi át og slappa af daga.

p.s Kári bað sérstaklega að heilsa litlu sætu Kort.

Kv Eva og Kári

Kort said...

Því miður verðum við án the Dream þessi jól due to the Krepp... Þannig að best er að koma þeim á sys