Dec 31, 2008

2008 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Nú þegar við setjumst niður að skrifa þetta ágrip hér í sólskininu í Flórída er víst að þetta var athyglisvert ár fyrir Kort fjölskylduna sem og aðra Íslendinga.

Síðasta vorönn ætlaði ekki að enda. Frosthörkurnar hér voru fáranlegar, þannig að geði ávann sér mikla virðingu hermannana sem hann var að gera klaufalegar tilraunir til að hjálpa við það að leggja í eins klukkutíma hjólreiða túr í veðrinu. Viðurkenningar „nod“ frá mönnum sem sem tóku tvo túra í Nam segir allt sem segja þarf. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að sanna karlmennskuna þegar maður er kall hjúkka.

Aujarinn var formlega tekinn inní doktorsnámið á vormisserinu og tók í kjölfarið á því einhliða ákvörðun um að sinna ekki heimiliverkum eftir það „enda sæmir slíkt ekki doktors kandídat“ með orðum námsmannsins.

Vallarsettið kom með hækkandi sól og góðu gengi í lok apríl. Gáfu fátæku námsmönnunum mat og flíkur, þakkir fyrir það. Guðmóðirinn a.k.a Britney kíkti svo í stutt stopp og skellti sér í einn góðan 10 km Lake Calhoun hring.
Því næst var komið af útskriftinni hans Gilla, þar fengum við einstaklega góða gesti þegar Baunin, frú og JR komu og samfögnuðu auk ömmu pönk. Kallinn varð því formlega orðinn sérfræðingur. Sem kom fáum á óvart enda maðurinn alltaf talað sem slíkur, óháð málefninu. „Nú er akademían loksins búinn að viðurkenna það sem ég vissi alltaf" var haft eftir honum, enda hógvær með eindæmum. Þess má til gamansgeta að gilli var EKKI nakinn undir útskriftarkirtlinum þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Ekki minna tilstand var í kringum útskrift Bjöllarans úr pre-kindergarten, og hanga nú prófskírteini beggja uppá gesta baðherbergi Kortaranna. Geði hefur unnið síðan 1sta júní á CUHCC ,og orðið sér útum tilskillin prof og réttindi til að skrifa út lyf, greina geðsjúkdóma og veita einstaklings og hóp þerapíu í Minnesotafylki.

Um vorið var kíkt á klakann. Auja og krakkarnir urðu svo eftir, meðan Geði geðaðist í Ameríku. Sumarið var því býsna undarlegt fyrir þessa samheldnu fjölskyldu. Nóg var að gera á Íslandi að sjá aðra og sýna sig. Reyndar gerðist eðaldrengurinn BK heldur drýldinn um stund og Auja fór á Flexeril vegna þrálátra krampa í kjálka eftir tvær vikur heima. Á meðan tók geði móti Arnóri a.k.a Samskiptakónginum og svo Þóri a.ka. the old guy or "Óðalseigandinn" útí í Minnesota við góðan orðstír. Sérlega reyndist óðals eigandinn vinsæll og heyrist enn hvar sem hann fór „where is Thor“? Enda ekki á hverjum degi sem Séð og Heyrt stjarna kemur til fylkis hinna 10 000 vatna.

Kortfamilían naut þess vel að vera back at the old country, nóg var um glæsileg matarboð, þar sem íslenskur matur var í fyrirrúmi. Má reikna með að Kortarar hafi 2-3 rollur á samviskunni eftir það sumar. Kortarar sameinuðust again í lok júlí þegar hluti crewsins skellti sér í hið víðfræga Vesturgötuhlaup fyrir vestan. Þar var gaman, eyddum við tveimur góðum vikum fyrir vestan annarsvegar í Bolungarvík með stórlandeigandanum úr Garðabæ, pungnum honum Pálli og Co og svo hinsvegar hinum óðalsbónandum úr Mosó Þóri og co á einum af landareignum þeirra, á Hornströndum. What happens in Hornstrandir stays in Hornstrandir.

Í ágústlok sameinuðuðust svo Kortarar aftur í Minneapolis, vinna og skóli tók aftur við. Í septemberlok “Pre-krepp“ fengum við gesti eins og Kristínu Geð-hjúkku og Axis II Allý í heimsókn. Geðhjúkkurnar og frúin skelltu sér á Sigur rósar tónleika. Skemmtilegt.

Svo fór allt í fokk... Frúin skellti sér í 10 mílur í Minneapolis meditronehlaupinu, gaman. Svo fór allt í meira fokk, Gilli sveiflaðist smá og vildi fara niður í Landsbanka, banka fólksins og „hálsbrjóta einhvern“. Um svipað leyti kíkti Unnur námsráðgjafi, ektakonan hans Palla úr Garðabænum á okkur, ekki veitti okkur af hennar ráðum og peppi. Eins skemmdi hálfa lambið ekki fyrir.

Haustönnin einkenndist þó mest af mismiklum veikindum hjá Kortmeðlimum, misharkalegar ælupestir komu þar mest við sögu. 6 nóvember fyllti Geði uppí þrjá tugina, Korthjón fögnuðu þeim áfanga með þvi að bíða í 5 tíma á ER, í boði Geðfrúarinnar, já gæinn er ekkert að djóka með það að vera heilbrigðisstarfsmaður. Allt fór þó vel að lokum og frúin óðum að jafna sig.

Í lok nóvember eða thanksgiving var San Franscisco borg sótt heim, það var gaman, Alcatraz jailið stóð þar helst uppúr ásamt því að hitta Miles og familíu.
Haustönn 2008 er lokið hjá Korturum, BK þarf ekki að eltast við kúrvuna og telst þvi vera í góðum málum í skólanum sínum, hefur gæinn meðal annars vakið eftirtekt í skóladagheimilinu fyrir góðan húmor, hvaðan sem hann kemur. Seinustu dagar 2008 hafa verið heitir og þægilegir hérna í Florida, stendur þó mest uppúr að Kortarar eru með fjölskyldu sinni, eða hluta hennar.

Árið 2009, á eftir að vera spennandi. Hvað verður er óljóst. Næstu tveir, þrír mánuðir fara í það að lifa af kuldan í freezy Minnesota. Um miðjan febrúar er svo von á Mary Poppins frá Akureyri til að hugsa um Gússý lillu. Geði verður í vinnu til 1 júní, hvað verður eftir það er óráðið. Allt er opið, Kortarar eru eins og áður til í allt nema karókí og fyllerí.
Hvað sem öllu líður þá senda Kortarar, vinum og fjölskyldu þakkir fyrir árið 2008 og ósk um gleðilegt nýtt 2009 ár. Þið eruð öll OK og vi elsker jeres aller....

Kortarar í góðum fíling í San Francisco, með Miles

9 comments:

Anonymous said...

Þið eruð svöl.
Takk fyrir gömlu árin!

Anonymous said...

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu - það gerist alltaf eitthvað svo mikið hjá ykkur. Sjáumst á nýja árinu hér eða þar.

Anonymous said...

Kæru vinir

Sendu okkar bestu kveðjur héðan úr Garðabænum - eins og alltaf er gaman að lesa fréttir frá ykkur. Allt gott að frétta héðan eitt afmæli í höfn, jól og áramót nú er bara að þrauka þennan dag og svo afmæli á morgun - við erum síðan hætt veisluhöldum þar til við bjóðum ykkur í lamb í sumar (tókum kreppuna á þetta og erum með fulla kistu!)

Þökkum samveruna á gamla árinu og eins og alltaf hlökkum við til samveru á því nýja

Unnur, Palli, Markús og Petrún Anna

Anonymous said...

Gleðilegt ár kæra fjölskylda.

Maggav.

Anonymous said...

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.

Hulda og Viðar

Fláráður said...

Elskulega fjölskylda, þið eruð líka OK í mínum bókum

B said...

Gleðilegt ár fagra fólk - takk fyrir gömlu árin. Kveðja Bergþóra & Agneta

Anonymous said...

Gleðilegt ár kæru kortara og takk fyrir allt gamallt og gott.

Kv Eva og Kári.

Anders said...

Takk for 2008, dog er der 2 ting:

Gisli var nøgen under den sorte dragt !!!

Og vi ved alle at i var at Swinger i Hornströndum med Thor og Iris. Det er ikke jeres skyld, det er ok. det kunne ske selv for den bedste især når Thor lokker...