Dec 17, 2008

semesters-lok

Loksins er hélvítisönnin búin! Frúin er svo þreytt að hún íhugar sterklega að breyta um starfsvetttvang og sækja um í póstinum, þvílík hvað það starf er sniðugt, hreyfing, útivera og ábyrgð allt milli 9 til 5. Já, mar veit aldrei. Anyhow planið var að vinna áfram að pre- dissertation verkefninu þessa vikuna en nei, kraftarnir eru búnir. Það verður því ekki meir lærdómur fyrir en á næsta ári.

Helgin var samt góð, Kortarar skelltu sér í jólabakstur á laugardag og svo var það jólaball á sunnudeginum hjá íslendingafélaginu hérna í Minnesota. Góð stemning þar. Gilli geð komst því miður ekki á ballið því kalli tók uppá því að byrja að æla nóttina áður.
Þessi haustönn fer niður í sögubækurnar sem æluönnin mikla. Því samkvæmt okkar útreikningum hafa seinustu 6 helgar farið í ælupestir eða annan eins skít hérna hjá Korturum. Í staðinn fyrir að taka þetta öll út á sama tíma þá dreifum við þessu yfir helgarnar, ótrúlegt alveg hreint. Heilbrigði heilbrigðisstarfsmaðurinn vill meina að Ágústa Kort sé sökudólgurinn að öllum þessum umgangspestum sem hingað rata, þar sem hún nær sér í þetta á leikskólanum. Litla Gússý.

Annars bíðum við bara geðveikislega spennt eftir því að yfirgefa Minnesota og chilla í Florida næstu tvær vikurnar, með Vallarsettinu og hinum hafnfirðingunum... en minnsta familía á Íslandi ætlar enn og aftur að endurtaka leikinn frá ágúst 2007 og skella sér í frí sammen. Sorgartíðindin eru þó þau að la Dream verður fjarri góðu gammi því einhver verður að vera back at the old country að berjast við erlendu lánin. Honum verður sárt saknað.

Vonandi náum við að hlaða batteríin vel í hitanum í Florida, annars er ekki von á góðu fyrir okkur hérna í frezzy Minnesota, þar sem mælirinn sýndi -22 C í gærmorgun.

2 comments:

Anonymous said...

Ég mæli með að þú kíkir á Post Office eftir Charles Bukowski. Algjör snilld

Anonymous said...

Auja, ekki ganga í póstinn, hefurðu ekki heyrt um frasann ,,to go postal" eða ganga bréfserksgang, ekki viltu það?
Ykkur verður annars sárt saknað um jólin hér á Fróni..... hvað er eiginlega jólalegt við hitabeltisskúra á aðfangadagskvöld og gott aircondition á jóladag?
En hafið það gott öllsömul!
kv, Gunnar