Jan 27, 2008

So it begins (again)

Skolen har begynet igen. Vei vei. Seinasta önn Geð-Kortsins er formlega hafin. Hjúkki breytist brátt úr óbreyttum í specialist ala geðhjúkrun. Það munar ekki um það. Þessum vafasama heiðri og réttindum hérna í US and A fylgir ásamt góðum status og launum, leyfi til að ávísa lyfjum. Þá vitið þið það gestir góðir, ef það er eitthvað vesen þá kippir Geði málunum í lag. Eigum þó von á að góð mindfulness aðferð verði oftar fyrir valinu.

Ágústa byrjaði sína fyrstu skólagöngu þriðjudaginn var enda ekki seinna vænna þar sem stúlka varð 6 mánaða seinasta miðvikudag, já tíminn flýgur og allir verða eldri meðan sumir verða gamlir. Stúlka stóð sig mjög vel í leikskólanum og er alveg að fíla þetta, það er nú eins gott miða við peninginn sem Korthjónin eyða í þessa vist, viljum þar sérstaklega þakka lín fyrir stuðninginn.

Það verður nóg að gera á nýhafinni önn Kortara, hjónin eru bæði í fullu námi, ásamt verknámi og TA stöðu. Það er um að gera að hafa eitthvað að gera hérna svo að við frjósum ekki í hel.

Annars er von á Korturum til the old country 16 maí nk. Björn Kort kemur þó fyrr eða 26 apríl. Gæinn ætlar að chilla heima með ömmu pönk og fara í massíva trúarfræðslu hjá Guðmóðurinni góðu, sem ætti að fara bera á næstu dögum. Bara gaman

Jan 19, 2008

Lockdown

The cold season er formlega hafið hérna í fylki þúsund og eitthvað vatna. Já, það er ekkert verið að flippa hérna með kuldann. Rétt áðan var -25 á celsíus. Helgin á víst að vera ansi köld og fólki ráðlagt að halda sér heima við, allavegna ekki fara út með blautt hár. Geði tók því yfir stjórn Kort mansionsins í gær og setti fram kuldaplan Kortfamilíunar the lockdown part I prógramið. Til að varðveita sem mestan hita í skrokkum hér og spara rafmagnseyðslu þá verður ekki farið út alla helgina. Kortarar muni því liggja heima í ullinni í vídeo-cable-internets glápi alla helgina. Við erum einstaklega þakklát fyrir að eiga lífrænu ullarnærfötin að þessa dagana.
Með köldum kveðjum frá fokking frezzy Minnesota,
Kort nefndin

Jan 14, 2008

Undirbúningur

Lífið er ansi rólegt á Kort mansioninu þessa dagana. Seinasti gesturinn hún amma pönk farin og ekki von á öðrum gestum fyrir en hlýnar í veðri hér. Samkvæmt öllu þá fer að hlýna í mars. Skólinn byrjar formlega 22 jan og þá byrjar Ágústa Kort í vistun enda verður kella þá 6 mánaða. Algjör óþarfi að vera að hanga eitthvað heima á þeim aldri. Annars eru Korthjón farin að huga að skólavali fyrir B. Kort en kappinn fer í Kindergarten komandi haust. Velja verður skóla fyrir febrúarlok til þess að komast að. Í dag eru Kort Kaþólikkarnir að velta fyrir sér þessum tveimur skólum, Lake Harriet sem þykir góður public skóli og svo kaþólska einkaskólanum Carondelet. Sjáum til hvað verður. Planið fyrir 22 jan er að Kortmæðgur chilla og njóta lok fæðingarorlofsins. Geði vinnur hörðum höndum að plan B inu sínu og B. Kort einbeitir sér að því að læra stafina í leikskólanum. Alltaf eitthvað í gangi.
Já og Ágústa Kort fékk fyrstu tönnina um helgina, það var búið að sjást í 2 tönnslur síðan á þriðja mánuði en nú loks braust ein fram, til lukku með það.

Jan 6, 2008

Heimahjúkrun

Amma pönk kom á fimmtudaginn sl. Kortarar eru svaka glaðir með það. Jósi lilli fór svo sólahringi seinna eða á föstudag. Kortarar voru svaka leiðir með það, sérstaklega B-Kort sem fannst svo gaman að horfa á alla stríðsþættina og allt hitt sem sýnt er á discovery og science station með Jósa sínum. Ekki skemmdi heldur til að Draumurinn var til í að slást við drenginn heilu og hálfu dagana. Við þökkum draumnum fyrir heimsóknina sem var einstaklega ánægjuleg að þessu sinni.
Amman var ekki lengi að skella sér í búðir og versla frá sér allt vit..... (not). En Korthjón eru þó búin að sjá til þess að kella fari ekki með tómar töskur heim, eitthvað spes við það að fara til Minneapolis og kaupa ekki neitt. Annars var amman ekki lengi að tékka statusinn á börnunum, B-Kort stóðst að þessu sinni skoðunina og telst því heilbrigður en litla Ágústan var greind með frostbit á kinn. Já, við erum ekkert að grínast með kuldann hérna í frezzy Minnesota. Málið var að fyrir nokkrum dögum ákváðu Korthjónin að skella sér í göngutúr í kringum Lake Calhoun. Hitastigið hérna getur sveiflast fáránlega milli daga og þennan dag var ansi kalt eða um -14 til -17 celsíus. Í þetta reddast fíling skelltu hjónin sér í göngutúrinn sem átti ekki að verða langur, eitthvað misreiknuðu við þó vegalengdina og frostið. Það varð bara kaldara og kaldara. Það endaði með því 1 og hállfum tíma seinna var Jósi ræstur út ásamt B til að sækja liðið. Ágústan sem nota bene var kappklædd var ekki alveg að fíla kuldann í þetta sinn. Sem betur fer fór ekki verr í það skiptið. Þó svo frostbit sé auðvitað ekki cool. Við erum þó í góðum höndum þar sem hjúkkurnar tvær á Kortmansioninu eru fagmenn og veita okkur hágæða nærveru og umhyggju ala hjúkrunarstyle.

Dec 31, 2007

2007 annáll the Kort family

Enn eitt árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið.

Árið 2007 var skemmtilegt og rólegt ár ef miðað er við flutningsárið mikla 2006. Ferðalög, skóli, skóli, meiri skóli og aðeins meiri skóli, TA djobb, hjúkkudjobb, kuldi (frost), flutningar, hiti (raki), fæðing og gestir er meðal þess helsta sem stóð uppúr á þessu rólegheita ári Kortara.

Kortarar skelltu sér í nokkur góð ferðalög á árinu. Byrjað var á stuttu stoppi í Madison í jan, the old country í febrúar, Seattleborg var heimsótt í mars, Orlando í oktober, og Chicago nú seinast í desember, ásamt þessu var familían dugleg að ferðast um Minnesotafylki. Markmið Kortara er að heimsækja öll fylki USA.

Korthjón stunduðu bæði nám sitt og TA stöður með góðum árangri. Árið fór vel í Björn Kort sem hélt áfram í pre-school, en á miðju ári skipti tappinn um skóla og fór í pre-kindergarten. Gæinn vill þó mest fara í sjóræningjaskóla þar sem hann getur lært að drekka romm og verða ekta pirate. Við lifðum fyrsta veturinn í Minneapolis af, sem er afrek í ljósi þess hversu fáránlega kalt var hérna suma dagana. Þökkum þar fínu lífrænu ullinni fyrir að hafa haldið útlimum þegar verstu kulda tímabilin gengu yfir. Gilli geði bætti í reynslubankann og fílaði vel að vinna í sumar sem óbreytt hjúkka á geðdeild hérna í USA. Við fluttum í draumahverfið í flotta Kort Mansionið. Frúin lifði af rakann hérna í óléttunni, var þó tæpt á tímabili.

Ágústa litla Kort var ekkert að drífa sig og lét umheiminn bíða, þangað til móðirinn missti þolinmæðina (ekki vatnið) og lét læknavísindin ýta við stúlkunni sem heiðraði okkur með komu sinni 23 júlí sl. Daman er búin að vera eins og draumur í dós síðan eða á þann veg að foreldrarnir gátu stundað nám sitt ásamt því að sinna henni.

Eins og fyrri ár þá var gestkvæmt og góðmennt hjá Korturum á árinu, sérstaklega eftir að nýjasti Kortarinn mætti á svæðið. Kortfamilían þakkar öllum gestum einstaklega vel fyrir allar heimsóknirnar á árinu, og já þið hin sem af einhverjum ástæðum komust ekki í ár til okkar, takk fyrir símtölin á árinu.

Árið 2008 stefnir í að vera spennandi fyrir Kortfamilíuna. Hjónin munu halda áfram í skólanum, Ágústa mun byrja í dagvistun í feb. þannig að hjónin ættu þá að geta einbeitt sér betur að náminu. Hin 9 maí næstkomandi mun Geði svo verða formlegur geðhjúkrunarfræðingur eða klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun, flottur titill þar. Eftir það mun Geði einbeita sér að því að fixa geðið í kananum hérna í USA. Planið er að vinna hérna í eitt ár til að byrja með, og meta svo stöðuna. Björn Kort mun prófa public skólana í Minneapolis þegar hann byrjar í kindergarten í haust. Planið er að koma drengnum í football og græða fullt af dollurum á þessu risavaxna afkvæmi okkar, ekki nema sanngjarnt að maður fái eitthvað smá uppí fæðiskostnaðinn. Skemmtileg roadtrip eru líka fyrirhuguð á árinu, DC, Virginia, Kanada og Florida er meðal þess sem við höfum í huga. Góðir gestir eru einnig væntalegir á komandi ári. Þeir sem staðfest hafa komu sína eru amma pönk sem væntaleg er 4 janúar nk., Constanza-hjónin í apríl, baunirnar og amma pönk again í maí. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og eigum við von á honum aftur. Eins eigum við von á að sjá guðmóðurina úr Hafnarfirði og fylgdarlið, fínu læknahjónin úr hlíðunum, guðfaðirinn og co úr Garðabænum og vonandi fleiri góða gesti einhvern tímann á árinu. Nú ef ekki þá vonumst við til þess að hitta sem flesta þegar við komum í heimsókn til the old country til þess að skíra Ágústu Kort í maí-júni næstkomandi.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2007 og gleðilegt nýtt ár 2008.
The Kort familían in the States
Land Of The Free Home Of The Brave.
Hele Kortfamilían í Chicago 2007

Dec 29, 2007

Chicago


Kortfamilían er í Chicago, erum að tékka á stemningunni í þessari vinsælu stórborg. Rosa fjör erum öll með hálsríg útaf öllum skýjakljúfunum hér. Ferðasagan kemur seinna.

Dec 24, 2007

Gleðileg jól!

Kortfamilían óskar öllum vinum, vandamönnum og vandræðamönnum gleðilegra jóla. Við situm hér öll fimm í góðum jólafíling at the Kort mansion. Hér eru hvít jóla svona einsog í bíómyndunum, við fílum það. Hormónaglaði kalkúninn syngur sitt síðasta í ofninum. Allt annað er reddy. B-Kort er spenntur en svalur fyrir öllum pökkunum (sem nota bene rétt sjást sökum super-size jólatrésins). Korthjónin standa í þægilegri matargerð, allt pre-cooked in US and A. Jósi a.k.a draumur eða barnarassinn eins og við kjósum að kalla tappann eftir vaxið. Situr límdur við TVið horfandi á the military station, um að gera að vera með öll nýjustu weapons of mass destruction á hreinu svona yfir hátíðarnar. Kortarar þakka fyrir sig og senda jólakveðjur back to the old country.

Dec 20, 2007

countdown í the dream

Það styttist óðfluga í Drauminn. Já Kortfamilían er að drepast úr spennu, brátt verðum við öll reunited again. Draumurinn sem seinustu 6 ár hefur alltaf eytt jólunum með Korthjónum er á leiðinni til okkar í jólafíling. Að mati sumra Kortarar þá eru ekki jól nema Le dream sé á svæðinu. Kappinn er væntanlegur kl 18:30 á Minnesota tíma. Það verður gaman að fá tappann sem ætlar að dvelja hjá okkur í tvær vikur. Planið er að halda uppá jól, fara í jólaboð, halda jólaboð, keyra til Chicago, fagna áramótum, fara á söfn, fara í spa, slappa af og chilla. Meðal þess sem við þurfum að gera fyrir dúdda er að fara í fokking Armanibúðina í Chicago. Gaurinn er svo snobbaður því samkvæmt honum er ekki hægt að versla neitt flott í Minneapolis a.k.a mekka verslunarborg norður Ameríku þannig að við þurfum að dröslast með hann til Chicago, það sem við gerum ekki fyrir vini okkar. Já, það er nóg að gera. Við vonum bara að sagan endurtaki sig ekki frá seinasta ári þegar dúddi og frúin komu með ælupest frá gamla landinu og Kortarar lágu í ælu ein af öðrum um jólin, nei nei engan viðbjóð núna. Kortliðið er á fullu að koma sér í gírinn fyrir jólin, frúin er komin í jólafrí til 22 jan, formlega búin með önnina, allir kúrsar búnir og einkunnir komnar. A á linuna hjá Korthjónum, við erum sátt með það. Gilli geð er líka búin með önnina en kalli fær ekki frí frekar en fyrri daginn. Planið hjá hjúkka er að vinna eins og crazy í plan Binu (lokaverkefninu) þangað til lokaönnin hefst 22 jan. Já, ef allt gengur að óskum þá erum við að tala um útskrift 9 maí hjá Gilla Kort. Ekki amalegt það.
Allavegna planið á morgun er flott, soon to be geðhjúkkufrúin og Draumurinn eiga pantaðan tíma í Spa, þar sem facial bath og heilnudd bíður þeirra og ekki má gleyma brasilíska vaxinu sem Draumurinn pantaði sér.

Dec 16, 2007

Jólatré

Árleg jólatrésferð Kortfamilíunnar var í dag. Siður þessi, sem er í anda The Griswold family hefur hingað til gengið vel, það sama var uppá teningnum í dag. Þó hægt sé að efast um hófsemi þegar kemur að stærð jólatrésins. Kortarar eru þó afslappaðir enda munum við enn þau jól þegar Geði fríkaði út á Þorláksmessu og keypti stærsta jólatréið í vesturbænum, sem hann svo með herkjum tróð inní stofuna á Seljaveginum. Þar var tréið svo látið standa þangað til mest allt grenið var fallið svo hægt væri að troða tréinu aftur, með hjálp góðra manna, útum gluggann, nota bene ásamt hluta af jólaskrautinu (já, frúin geymir en gleymir aldrei). Þau jól sat Kortfamilían með tréið í fanginum eða tréið með familíuna í fanginu, eftir því hvurnig kosið er að túlka veruleikann. Nú eru þó breyttir tímar þar sem the Kort mansion er töluvert stærra. Kortarar ákváðu að lifa lífinu á ystu nöf og skelltu tréinu upp samdægurs. Þema dagsins: when in Rome act like Romans. Málið er að það er siður hjá mörgum könum að setja jólatréð upp daginn eftir Thanksgiving s.s í kringum nóvemberlok og stilla trénu við glugga þannig að það sjáist að utan, vegfarendum og nágrönnum til ánægju og yndisauka. Kortarar ákváðu því að fara milliveginn þetta árið því vaninn hefur verið að ganga í verkið á Þorlák. Björn Kort var bara sáttur eða eins og tappinn orðaði það sjálfur this is so beautiful. I love it!!
Drengirnir búnir að velja tréið flotta.
Vinnuþrælkun, börnin voru látið draga tréið, ekkert hálfkák hér í uppeldinu
Flottir með fjölskyldutréið í ár. Listrænir hæfileikar Kortara í hnotskurn
Korttréið eftir smá intervention frá Geða hressa.

Dec 14, 2007

Til þeirra sem málið varðar:

Sumir eru flottir en fáir eru flottastir. Kortfamilían er hér með formlega komin í jólastuð. Nú þarf Le dream að takast á við læknafóbíuna og standa við sitt, annars látum við stráksa sofa úti. Við sendum þúsund þakkir í hlíðarnar.

Dec 13, 2007

Jólaball

BK og jóli.
Kortfamilían skellti sér á íslenskt jólaball seinustu helgi. Hittum þar þrjá flotta jólasveina í góðum fíling. Íslensku sveinkar eru að mati Björns þokkalega flottir gaurar, láta sig hafa það að fljúga yfir hafið til að gefa íslensku krökkunum i skóinn. Gæinn lætur menningarárekstra þegar kemur að jólasveinum ekkert á sig fá og honum finnst ekkert athugavert við það að hann sé eina barnið í leikskólanum sem fái í skóinn. Gaurinn kemur út í þvílíkum gróða þegar kemur að jólasveinunum, enda ekki við öðru að búast þegar maður trúir á 14 stk.
Björninn í góðum fíling á ballinu.

Dec 6, 2007

Lokasprettur haustannar

Korthjón eru hér um bil búin með önnina. Rétt um ein vika eftir eða svo. Annars er kominn snjór hérna og það bara slatti snjór, ætti vonandi að haldast til jóla. Kortarar fíla það, að vísu fylgir aukinn kuldi snjónum, og þá ekkert smá kuldi. Draumur Kortara þessa daganna er því fjölskyldubíl með sjálfvirkum startara.... já, lúxuslíf hérna hjá okkur.

Stóri brósi með lillu systu í góðum fíling.

Dec 4, 2007

Ævintýri

Kortfeðgin lentu í skemmtilegu atviki um daginn. Þannig var að Kortfrúin og börn voru á útleið einn morguninn þegar við þeim blasti stór eskimóa eða sleðahundur í garðinum. Viðbrögð frúarinnar með alla sína hundaþekkingu og reynslu, ekki allir sem geta státað af hundaatferlisnámskeiðum í den tid, voru að fara aftur inn og vonast til að rakkinn læti sig hverfa. Á meðan við biðum eftir að hundurinn færi, útskýrði frúin fyrir B-Kort að hættulegt gæti verið að tala við ókunnuga hunda og allt það. Drengurinn var þó ekki sammála móðurinni með að um hund væri að ræða,heldur stóð gæjinn harður á því að þarna væri úlfur á ferðinni. Eftir að hafa fylgst með voffa í smá stund heyrist svo í Birni Kort, "Mammma, ég er með hugmynd! Við verðum að drepa hann, verðum að drepa úlfinn". Nánari útlistanir á nákvæmlega hvernig hann hafði hugsað sér að ganga frá úlfinum fylgdu svo. Korthjón sem hingað til hafa ekki verið mikið fyrir að predika dráp eða annað eins velta nú fyrir sér hvaðan drengurinn fái hugmyndirnar. Spurning hvort hér sé um að ræða áhrif fra ameríku eða Njálu??

Nov 29, 2007

Bókmenntaþjóð

Eftir að Kort familían flutti til vesturheims höfum við verið meðvituð um mikilvægi þess að viðhalda menningararfinum hjá B-Kort. Korthjón leggja sig fram við að viðhalda góðri íslensku hjá stráksa, liður í því er að kynna hann fyrir íslendingasögunum. Um daginn gáfu frænkurnar úr Hafnarfirðið B-Korti myndasögubókina Vetrarslóð sem er þriðja Njálu bókin en hún fjallar um þá atburði sem verða til þess að Njáll ættleiðir Höskuld Þráinsson. Björninn fílar bókina einstaklega vel sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem sagan er skemmtileg, mikið um dráp og annað eins stuff. Einnig er Hrappur mjög oft á tillanum í bókinni og það er auðvitað ótrúlega fyndið.

Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.

Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.

Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.

Lifi Byltingin!

Nov 24, 2007

Thanksgiving

Kortbörn á thanksgiving.
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.
B-Kort var búin að æfa sig í að tala við þann gamla og sagði honum stoltur að kastali væri á óskalistanum í ár.

Nov 19, 2007

Andríki eða annríki

Það hefur verið nóg að gera hjá Korturum seinustu daga og vikur. Skólinn hefur þar spilað stóra rullu eins hefur félagslíf familíunar verið öflugt. Matarboð, hittingur, bíóferðir, playdate og annað eins hefur verið á dagskrá hjá Korturum seinustu helgar. Nú fer að róast um í skólanum hjá hjónunum enda ekki mikið eftir af þessari önn rétt um 4 vikur. Við sjáum fram á að ná að klára þessa lotu og það er mikil léttir, erum einstaklega ánægð með okkur sérstaklega í ljósi þess að frúin var bæði í vinnu og námi og Geði í verknámi og námi með litlu Ágústu heima. Ágústan á sinn hlut í því hversu vel hefur gengið þar sem stúlkan er þvílíkur engill, eins og móðirin, heyrist ekki í henni nema þegar sinna þarf grunnþörfum.
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.

Nov 11, 2007

Homecoming

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Amerískan fótboltaleik, þó fyrr hefði verið. Kortskólinn var að keppa við Illinois á svokölluðum homecoming leik sem á sér stað einu sinni á tímabilinu. Homecoming þýðir að gamlir nemendur koma í heimsókn í skólann og því er svaka fjör á campus, skrúðgöngur og læti. Pælingin er að heimaliðið eigi að vinna homecoming leikinn en sú varð ekki raunin nú. Lið skólans er víst ekki það sterkasta þetta tímabilið. Kortarar voru þó rosa ánægðir og vel undirbúnir fyrir leikinn. Kvöldið áður kenndi Jennifer mamma hans Miles okkur reglurnar og allt það sem fylgir fótboltanum. Þó svo okkar menn hefðu skíttapað þá náðu við samt að fagna tveimur touchdownum. Einstaklega gaman að fagna þessum mörkum þegar við vitum hvað þau þýða. Annars var erfitt að gera uppá milli hvort var skemmtilegra að fylgjast með leiknum eða dönsum og jafnvægi klappstýruliðanna. Hápunkturinn var þó að helmingur Kortaranna fékk field passa og mátti því fara niður á völlinn og hanga með klappstýrunum og hinu svala liðinu þar.

Björn Kort og Miles hittu Gopherinn, lukkudýr skólans.
Strákarnir í góðum fíling með klappstýrunum

Nov 6, 2007

Gamla gedi


Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.

Nov 4, 2007

Halloween myndir


Hin fjögur fræknu, Ásta, Árný, Björn Kort og Ágústa Kort í góðum halloween fíling

Ágústan skellti sér í pirates búning í tilefni dagsins

Nov 3, 2007

Brjóstaþoka

Brjóstaþokan svokallaða hefur tekið sér bólfestu hjá Korturum, þó aðallega hjá frúnni. Blogg afköst seinustu vikur styðja það. Kortfamilían hefur þó fullan hug á að bæta þar úr, við ætlum þó ekki að grípa til svo róttækra aðferða eins og að hætta með dömuna á brjósti... nei, nei, en við gerum okkar besta.
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.