Jun 26, 2008

Andríki-annríki

Tíminn líður ansi hratt hérna at the old country. Erum að sigla inní 1 1/2 mánaðarveru hérna og enn er allt OK, ótrúlegt dæmi. Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum Kortmeðlimum. Geði kann vel við síg í nýja djobbinu í Bushlandi, nóg af andlega veiku fólki þar sem þarf hjálp, við erum ánægð með kappann.

Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.

Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.

Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978


Sætasta Kortið í sveitinni
B-Kort að slást við alvöru víking á víkingahátíðinni

Jun 7, 2008

Kvennapower

Fyrsta vika í aðskilnaði er að klárast og Kortarar halda áfram ótrauðir, við hljótum að lifa þetta af enda hamingjusöm með eindæmum. Búin að vera annasöm vika fyrir alla. Geði að aðlagast nýja jobinu og frúin að öðlast innsýn í líf einstæðra foreldra, tökum hattinn af fyrir þeim.

Annars var Geði ekki lengi einn í Ameríku, þessa helgina er Arnór í heimsókn og í næstu viku er von á Þóri crazy a.k.a vinnumanninum úr Mosó Írisar guðmóðurs manni. Það er svona brokeback mountain fílingur þarna hjá öllum köppunum in the states.

Í dag var hinsvegar ansi góð stemning á Íslandi í kvennahlaupinu góða þar sem Geðfrúin, ásamt familíu og vinum skemmti sér vel. Mikilvægt að vera í góðum félagskap þar, sérstaklega stóð uppúr að doktorsfrúin, bráðum the doktor sá sér fært að mæta, því miður náðust bara myndir af börnunum þar en við munum þetta. Við þökkum kærlega fyrir gott og blautt hlaup.

Hin fjögur fræknu í góðum fíling eftir hlaupið

May 27, 2008

Update

Tíminn er ansi fljótur að líða á Íslandi, Kortfamilían er búin að gera fullt og ekkert. Höfum verið ansi bissy að hitta fjölskyldu og vini. Ásamt því að Kortfrúin sé byrjuð að vinna, B-Kort á leikskóla og Á-Kort að aðlagast dagmömmunni. Allt gengur svona glimrandi vel.

Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
SkírnarKortið í góðum fíling
Kortarar skelltu sér í sumarbústað með Badda Brjál og co. Bara flott ferð, enda ekki á hverjum degi sem sumir sjá fjöll.

Góðvinur Kortarar Bauni a.k.a Anders lenti á hörku séns með the ladies in purple and red í Kort heimsókn baunanna til the USA. Sú ferð var einstaklega vel heppnuð, ferðasagan bíður betri tíma.

Næst á dagskrá er að halda áfram að hitta familíu og vini með ótalmörgum skemmtilegum heimboðum. Um að gera að nýta tímann því brátt heldur Geð-Kort aftur til USA með þá von í hjarta að bæta andlega heilsu þeirra sem þess þurfa. Kappinn yfirgefur landið næsta sunnudag. Það verður ansi áhugavert að sjá hvernig aðskilnaðurinn fer í Kortfamilíuna, en frúin og börn verða á Íslandi fram til miðjan ágúst. Við vonum þó að Geði geti mögulega heimsótt the old country í júlí.

May 17, 2008

The old country

Kortfamilían er komin til Íslands og því sameinuð að nýju. Það var einstaklega gaman að hitta B-Kort eftir þriggja vikna aðskilnað. Nú er bara verið að dást af fjöllunum og góða skyrinu og öllu hinu stuffinu..
Erum með gömlu símanúmeri okkar, þokkum ogvodafone fyrir það..
með kveðju
Ferðanefnd Kortaranna

May 10, 2008

Útskrift-geðskrift

Gísli Kort a.k.a Geði-Kort útskrifaðist formlega í gær úr the University of Minnesota, þetta var auðvitað bara flott og allir sérstaklega ánægðir með áfangann. Um kveldið bauð Korti svo vinum og fjölskyldum á Ítalskan dinner hérna í borginni. Kortfamilían er einstaklega ánægð með að þessum kafla í lífi okkar sé lokið, vei vei, 1 júni nk. tekur við massa geðvinna með heimilislausum hérna í Minneapolis, þangað til verður chillað, batteríin hlöðuð meðal annars hérna úti og á Íslandi.

Kortfamilían óskar Geða-Kort innilega til lukku með áfangann. Fyrir ykkur hin sem ekki gátuð verið með okkur þá var stóra stundin að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. versga

May 7, 2008

Dönsk stemning

Seinustu 10 dagar hafa verið heldur skrýtnir á Kortmansioninu. Sjóræningjans er sárt saknað en drengurinn er i góðum höndum back in the old country. Eftir að drengurinn fór lögðust Korthjón í þunglyndi, nei nei enda það ekki í boði þar sem hjúkki er á staðnum. Hjónin hafa heldur verið dugleg, seinustu daga. Geði kláraði hélvítis plan Bið og því er kalli búinn já ferdig met det hele stuff. Frúin er enn á seinustu metrunum með þessa önn verður hér um bil búin á föstudag en þar sem gellan er auðvitað með ólæknandi --- get ekki fengið nóg af því að læra veiki þá verður hún aldrei búin. Það er annað en hægt er að segja um Mr Kort sem gæti í raun aldrei farið í skóla aftur, við sjáum nú til með það.

Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.

Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......

Apr 26, 2008

Beware here comes captain Jack

Já, drengurinn hefur yfirgefið Kort mansionið til þess að heimsækja the old country.

Seinasta vika hefur verið ansi skemmtileg hjá Korturum. Vallarsettið a.k.a the Constanzas mætti á svæðið seinasta föstudag. Síðan þá er meðal annars búið að versla, fara í Macys, fara a baseball leik, fara fínt út ad borða, hjóla, chilla, fara aftur í Macys, kikja í MOA, REI, Southdale, og aftur í Macys. Það er ekki hægt að segja annað en að Vallarsettið sé ansi verslunarvant eftir enn eina vel heppnaða ferðina hingað út til okkar. Við þökkum vel fyrir allt stuffið. Hjónin flugu svo heim í dag og með í för var B-Kort, en restin af Kort familiunni er svo væntanleg eftir rétt um þrjár vikur. Drengurinn fær inn á gamla leikskólanum sínum sem verður bara gaman og einnig gott upp á að styrkja móðurmálið hjá gaurnum. Við viljum ekki að hann verði málhaltur kani.

Næstu þrjár vikur verða ansi spennandi hjá Korturum, næsta föstudag er Kortfrúar systan væntanleg yfir helgi í bissnesferð og eftir þá helgi koma baunirnar og Leó nýja baun og svo kemur amma pönk, og svo klárast önnin og Geði útskrifast og verður sérfræðingur og þá verða allir GEÐVEIKT happý og svo fara Kortin hejm til Íslands... og það verður auðvitað bara gaman.
Nú er bara að hjónin bretti upp ermarnar og klári þau verkefni og ritgerðir sem liggja fyrir í þessari viku, þannig að við getum notið þess að chilla með gestunum...

Jack Sparrow í góðum fíling
B-Kort á leiðinni í flug, sýnir hversu stilltur hann ætlar að vera á Íslandi

Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )

Apr 23, 2008

Constanza is in da house

Þetta myndband náðist af tengdamóður minni, Helgu Jakobsdóttur, a.k.a Ms Constanza, í bílageymslu elstu verslunarmiðstöðvar Bandaríkjanna.



Og ef einhver er að velta því fyrir sér, þá má ég ekki ávísa lyfjum fyrr enn eftir útskrift...

Apr 9, 2008

Litlu Kortin

Flott systkyni á páskum.

Captain Jack Sparrow jakkinn góði, eins gott að kenna litlu sys hvernig alvöru pirates hegða sér

Apr 3, 2008

Heroes

Já, seinustu nætur hafa verið ansi fjörugar á Kortmansioninu. Miklar andvökunætur og spenna. Um daginn uppgötvaði Geði að vinir okkar hjá netflix væru farnir að bjóða uppá ótakmarkað niðurhal til að horfa á. Því varð úr að tilraun tvö til að horfa á Heroes var sett í framkvæmd af Korthjónum. Þessi áætlun hefur gengið vonum framar, ekki skemmir fyrir að aðalsöguhetjan er ofurhjúkka eins og þeir gerast bestir, loksins er nægilega öflug fyrirmynd fyrir metnaðarfullan heimilisfaðirinn kominn a sjónarsviðið. Staðan í dag er sú að fyrstu tvær seríur eru komnar í höfn, nú sitja Korthjónin í örvæntingu yfir þeirri staðreynd að þriðja sería byrjar ekki fyrr enn í september. Hvernig lifum við þetta af?? Seinustu vikur hafa svo sem ekki verið ideal tíminn fyrir námsmennina til þess að detta í enn eitt seríuglápið. Því var ákveðið að ganga hratt í málið, seríurnar voru afgreiddar á vikutíma, með góðum skammt af svefnleysi. Þannig að ef Geði útskrifast ekki í vor þá vitum við hverjum það er að kenna.


Mar 31, 2008

NBA

Kortfamilían skellti sér á NBA leik í dag, horfðum á Minnesota Timberwolfs vinna Utah Jazz. Við erum ánægð með okkar menn. Nú er bara að kíkja á vikings, hockey og baseball leik og þá erum við góð.
B. Kort sáttur með pulsu á leiknum
Flottu Kortfeðgin í góðum fíling
Töff Kortmæðgur

Mar 23, 2008

Páskar 2008

Páskarnir hafa verið ansi viðburðarríkir þetta árið hjá Korturum. Byrjað var á léttu, en umfram allt háandlegu, fótabaði á skírdag í Kaþólsku kirkjunni. Nauðsynlegt að vera með hreinar tær fyrir það sem koma skyldi. Föstudagurinn langi var nýttur í lærdóm og að sinna litlu Ágústu sem var heima með eyrnabólgu. Páskafílingurinn er ekki mikil hérna í US and A því ekkert frí er gefið og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið skóli ef ekki hefði verið fyrir spring break sem kom upp á sama tíma þetta árið. Á laugardagsmorgun skelltu mæðgin sér í egg hunt hérna í hverfinu en sökum snjós þá var leitað af eggjunum inni þetta árið, góð stemmning þar.

Um kveldið var frúin svo fermd inní hina Sönnu Kirkju. Já, síðan í september hefur Kortfrúin sótt tíma í kaþólskri fræðslu, nú var svo komið að því að kella tók the leap of faith, gekk formlega í Kaþólsku kirkjuna. Kortfamilían "settled all its affairs" með þessu, engir lausir endar hér á bæ frekar en hjá Mikjáli vini okkar forðum daga. Ágústa Kort er þó enn óskírð en það sleppur enda ekki nema sirka tveir mánuðir í þá athöfn.

Páskadagur var góður, B Kort sýndi enn og aftur að óþolinmæði er eitthvað sem erfist ekki bara í kvenlegg hjá Korturum. Það reddaðist þó allt og við þökkum Vallarsettinu kærlega fyrir öll Nóa páskaeggin. Það væru ekki almennilegir páskar ef ekki væru íslensk egg á boðstólnum. Skelltum okkur svo í skemmtilegt páskaboð seinna um daginn og töluðum illa um Bush.

Nú byrjar nýtt era í sögu Kortara--- botnlaus andlenska og massíft trúarlíf, með sponsorshipi frá Róm...þetta getur ekki klikkað

Mar 20, 2008

Spring break 2008

Langþráð vorfrí hófst seinasta föstudag, planið þetta árið hjá Korturum var að taka því rólega, læra og vinna upp það sem hægt væri. Ákváðum þó að skella okkur í smá trip up north hérna í Minnesotafylki. Upprunalega hugmyndin var að skella sér í bed & breakfast dæmi, komumst svo að því að hjón með tvö börn eru ekki markhópur b&b hérna. Er meira hugsað sem romantic getaway, og því börn ekki vel séð. Kortin neituðu þó að gefast upp fyrir þessu rómantíska rugli og að lokum fundum við okkar bed & breakfast sem var bara cool. Við fórum hingað til að hitta the crazy viking Steinarr. Já, Viking Inn er málið. Kortarar eyddu aðfaranótt mánudags í innbyggðu víkingaskipi sem staðsett var í gamalli kirkju. B. Kort fílaði þetta bara í botn, enda tjáði drengurinn okkur það að hann hefði í hyggju að dvelja þarna í 100 vikur. Kortarar voru ánægðir með að fá að finna fyrir víkingarótum sínum, sérstaklega kom maturinn á óvart en á Viking Inn er allt í víkingaanda og því ekkert verið að borða með hnífapörum þar.

Vikingur, til í slaginn
Björn Kort og Steinarr the crazy viking

Mar 13, 2008

Sætasta Kortið

Flottasta Kortið í bænum
Ágústa Kort í góðum fíling á leikskólanum

Mar 7, 2008

Road rage

Ótrúlegt en satt þá voru Korthjón að keyra í umferðinni í dag sem er svo sem ekkert nýtt, þar sem við búum í miðvesturríkjunum þar sem bílar eru málið. Að þessu sinni vorum við í bílaleigubílnum sem við fengum þar sem fjölskylduvaninn góði var í viðgerð útaf aftanákeyrslunni í seinustu viku, græddum nýjan stuðara á öllu veseninu.

Ákveðið hafði verið að flippa smá með því að hætta lærdómi þann daginn fyrr en vanalega, living on the edge hérna. Kortsettið var því í góðum fíling, engin road rage hér á bæ, um 17 leytið að fara sækja Kortbörnin á leikskólann. Á þessum tíma er rush hour því er umferðin hæg en gengur samt. Það var svo þarna í miðjum rush hour þar sem keyrt var (aftur) aftan á Kortin ........HVAÐ ER FOKKING MÁLIÐ???

Í þetta sinn var þó smá viðbót á, nú voru þrír bílar og við í miðju. Gellan sem keyrði á, var þvílíkt miður sín þannig að Korti þurfti að bregða sér í geðfílinginn og veita andlegan stuðning. Þessi árekstur var harðari en sá fyrri og átti sér stað á hraðbrautinni, sem er ekkert fjör. Löggan var kölluð til og skipaði hún Geða að halda kyrru fyrir í bílnum til að varna því að hann yrði að íkornastöppu. Allt gekk þó upp að lokum og vonandi þurfum við ekkert að borga, þar sem við vorum í rétti. Við óskum þess þó að umferðaróhöppum Kortfamilíunar linni. Því bíðum við spennt eftir vorinu þannig að allir Kortarar geti farið að hjóla í skólann.
með kveðju frá
Kortfamilíunni (vinir einkavansins)

Mar 4, 2008

Kortbörn

Björn kom með flotta sjóræningjaköku í leikskólann á dögunum í tilefni stór afmælisins. Ekki skemmdi fyrir að litla systa fékk að kíkja í heimsókn af sinni deild.

Mar 1, 2008

Tornado

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Minnesota History Center þó fyrr hefði verið til að kynna sér sögu fylkisins. Safnið var flott og barnvænt og allir skemmtu sér vel. Kynning og smá show á Tornados heillaði B. Kort þó mest. Gæinn er spenntur og á sama tíma hræddur við þessi fyrirbæri. Síðan þá hafa Korthjón setið undir hinum ótrúlegustu spurningum er viðkoma Tornados. Svör hjóna hafa leitt til þess að B- er að komast að einhverskonar niðurstöðu með hvernig Tornados virka, hann veit til að mynda að himininn verður græn, þeir eiga sér stað í hita og þeir eru ekki á Íslandi. Drengurinn á það samt til að verða smeykur þegar hann fer að sofa í ótta við að Tornadosinn komi og taki dótið hans. Litli karlinn. Hann er þó rosa spenntur fyrir að fara til Íslands í vor því þar hristist allt útaf jarðskjálftum.

Annars gerðist sá merki atburður um daginn að keyrt var aftan á Kortvaninn. Það snjóaði hérna á fimmtudaginn og þá verður umferðinn stundum ansi skrautleg og þung. Ungur kani varð fyrir því óláni að keyra aftan á fjölskyldubílinn. Allir sluppu ómeiddir sem betur fer.

Hjúkki sem kallar ekki allt ömmu sína, og er alltaf til í að lifa lífinu á ystu nöf. Ákvað í morgun að prófa að taka strætó með almúganum hérna í Minneapolis, já segið svo að lífið sé ekki spennandi. Við vonum að dúddi skili sér heim.

Ágústa Kort sem fílar leikskólann í botn, brosir bara og leikur sér átti víst að hafa sagt Dada í gær samkvæmt leikskólaheimildum. Við bíðum eftir endurtekningu þar til að marktækni náist.

Svo eru tvær vikur í spring break og þá verður fríkað út.

Feb 24, 2008

Þorrablót

Korthjón skelltu sér á árlegt Þorrablót íslendingafélagsins í Minnesota í kvöld. Svaka stemning og fjör. Hápunktur kvöldsins var þó þegar frúin stóð uppi ásamt samlöndum sínum og söng fyrir viðstadda, já segið svo ekki að allt sé hægt. Kellan var ekki grýtt niður. Annað hvort eru kanar bara einstaklega nice, Minnesota nice, eða þá að frúnni hefur farið svona fram.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna í fylki margar vatna, skóli, skóli og aðeins meiri skóli og svo leikskóli. Börnin eru svaka ánægð á leikskólanum, B- Kort nýtur þess í botn að fá að koma með dót í leikskólann til að sýna í show and tell einu sinni í viku og Ágústa fílar það að henni sé vel sinnt. Á meðan læra Korthjónin. Hitastigið fer hækkandi, í dag var til að mynda heitt og gott eða um rétt um frostmark. Fyrir utan lærdóm þá eru Korthjónin að leggja drög að dagskrá fyrir komandi spring breaki sem er 14 -23 mars. Spurninga hvort the Korts go wild eða hvað. Annars kemur fríið upp á páskum þannig að í raun fáum við páskafrí sem verður gaman, merkilegir hlutir sem munu eiga sér stað þá....

Af professional ferli Kortara er helst að frétta að APNA Amerísku geðhjúkrunarfræðinga samtökin höfðu samband við Geða og báðu kappann um að gerast bloggari fyrir þeirra hönd, yes we shit you not. Hægt er að nálgast faglegt og einstaklega geðlegt hjúkkublog hér. Við erum ánægð með kappann, bara flottur að okkar mati.

Feb 18, 2008

5 ára gaur

Afmælisbarnið með kökuna flottu
Litli/stóri Kortarinn okkar var 5 ára í dag, hvorki meira né minna. Að hans mati stór kall sem er alveg að verða fullorðinn. Og það að vera fullorðinn samkvæmt B. er flottast því þá getur maður farið til sjóræningalands og drukkið rom og öl í hvert mál. Já, lofar góðu drengurinn.
Annars var dagurinn ansi vel heppnaður, planið var að fara með Miles í bíó og einhver skemtilegheit en svo neituðu drengirnir að fara og vildu frekar vera heima og leika við allar flottu gjafirnar sem B fékk í tilefni dagsins. Einnig skellti húsfrúin í eina flotta köku fyrir gaurinn sem slóg ansi vel í gegn. Kortfamilían þakkar fyrir prinsinn sem var ansi sáttur eða eins og hann sagði sjálfur, I love this, I love my birthday and my presents.
Drengirnir með pakkana í góðum fíling

Feb 15, 2008

Valentínusarstemning

Enn einn Valentínusardagurinn liðinn hjá Korturum, já þetta er uppáhaldsdagurinn okkar, vei vei. Gott að vera minnt á það einu sinni á ári að segja sínum nánustu að við elskum þá ennþá.. já það er ekkert öruggt í þessum fagra en falska heimi.

Það er með Valentínusardaginn hér í Ameríku eins og með flesta aðra merkilega daga, að fólk fer í búðir og verslar. Í þetta sinn voru það kort, nammi og eitthvað dót sem B-Kort fór með í leikskólann. Móðirin gat klúðrað Valentínusarkortunum hennar Ágústu Kort þannig að hún var eina barnið á unbarnadeildinni sem kom ekki með kort í tilefni dagsins, berum fyrir okkur 'cultural differences' þar eins og svo oft áður þegar það hentar. Við vonum þó að stúlka jafni sig á þessari fyrstu outcast upplifun sinni. Shit, það er heavý vinna að fylgja straumnum í dag. Annars er spenningur í Korturum fyrir komandi helgi, 5 ára helgi Björns Kort. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Svo er seinasta kuldakastið að ganga yfir þannig að það er ekki langt í smá hlýju hérna í USand A. We will keep you posted, over and out...

Litla Kort