Sep 26, 2008
Meðalaldur
Það er ekki mikið vesen á þessum gest, þrátt fyrir smá óhóf í facebook-hangsi og sápuóperuáhorfi þá hefur gellan verið til friðs, enda vel upp alinn þrátt fyrir að vera utan að landi. Já, Kortarar sýna það enn og aftur að við erum vinir litla mannsins, það eru ekki allir sem myndu leyfa dreifurum að gista í kjallaranum góða....
Annars, eru allir spenntir hérna at 3834 Ewing Ave south í dag.... því enn og aftur mun verða töluverð hækkun á meðalaldri, vitum ekki með andlegheita stigahækkun, þegar fína Læknafrúinn úr Hlíðunum mætir á svæðið í aften, drekhlaðinn íslenskugóðgæti.... við vonum svo innilega að homeland security láti hana vera í þetta sinn.........
Sep 20, 2008
Fílaferðir
Sep 10, 2008
Haust-önn
Haustdagskráin er annars ansi spennandi.
Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.
23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.
Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.
Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.
Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.
Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.
Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...
Ferðanefnd Kortfamilíunar....
Sep 5, 2008
Kindergarten
Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.
Aug 29, 2008
Útskrift
Aug 20, 2008
Heimkoma
Íslandsferðin var einstaklega góð að okkar mati og náðum við að hitta og gera hér um bil allt sem var á dagskrá, ekki skemmdi fyrir gott veður, góður félagskapur og að Gilli Kort gat komið aftur í frí til okkar.
Kortmæðgur og fjölskylda þakkar öllum sem nenntu að púkka uppá okkur þessa 3 mánuði, fyrir að hýsa okkur, bjóða okkur í mat, lána okkur stuff og yfirhöfuð að tala við okkur, sérstakar þakkir til Vallarsettsins fyrir einstaklega gestrisni og til Vallar-Björns fyrir að svæfa Ágústu Kort í allt sumar.
Við stefnum aftur á heimkomu næsta sumar og þá munum við bögga ykkur öll aftur, þangað til adios og munið að þið eruð öll velbekomet hérna til okkar í landi tækifæranna hjá hinum frjálsu og hugrökku.
með kveðju
Kortnefndin
Aug 16, 2008
Sérfræðingurinn-- das specialist
Annars styttist óðfluga í það að Kortfamilían sameinist að nýju. Þá verður gaman. Annars ákvað Ágústa Kort að byrja að ganga here at the old country. Gellan er því orðin ansi töff á því.
Aug 9, 2008
5 ár
Nú styttist í lok Íslandsferðar hjá öllum, Kortkallar fóru út fyrir viku og eru í góðum fíling í Ameríku. B-Kort einstaklega sáttur með að vera kominn aftur í leikskólann að hitta alla vini sína. Kortmæðgur fara svo út 19 ágúst og tekur þá rútínan við. Fram að því er allt crazy
Jul 23, 2008
1 ár
Jul 20, 2008
Vesturgata 2008
Jul 18, 2008
countdown
Geði fer svo aftur 3 ágúst og tekur B-Kort með sér. Alltaf sama jafnræðið hér, eða eins og Björn sér það, strákarnir tveir saman og stelpurnar saman. Ferð Gilla til the old country í þetta sinn verður óhefðbundin að þessu sinni þar sem matarboð og annar hittingur verður stillt í lágmark. Planið er að keyra afstað vestur í býtið og dvelja þar fram til 29 júlí, í góðra vina hóp. Eftir sukkið fyrir vestan verður tekið á því í höfuðstaðnum... þetta getur ekki klikkað..

Fyrsti áfangastaðurinn í vesturferðinni miklu verður Bolungarvík þar sem Kortarar verða fram á fimmtudag í góðum fíling, með smá stoppi á Þingeyri og Ísó.
Seinni hlutinn verður óvissuförin mikla til Aðalvíkur... .þar sem hlutirnir virkilega gerast.....
Jun 26, 2008
Andríki-annríki
Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.
Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.
Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978
Jun 7, 2008
Kvennapower
Annars var Geði ekki lengi einn í Ameríku, þessa helgina er Arnór í heimsókn og í næstu viku er von á Þóri crazy a.k.a vinnumanninum úr Mosó Írisar guðmóðurs manni. Það er svona brokeback mountain fílingur þarna hjá öllum köppunum in the states.
Í dag var hinsvegar ansi góð stemning á Íslandi í kvennahlaupinu góða þar sem Geðfrúin, ásamt familíu og vinum skemmti sér vel. Mikilvægt að vera í góðum félagskap þar, sérstaklega stóð uppúr að doktorsfrúin, bráðum the doktor sá sér fært að mæta, því miður náðust bara myndir af börnunum þar en við munum þetta. Við þökkum kærlega fyrir gott og blautt hlaup.
May 27, 2008
Update
Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
May 17, 2008
The old country
Erum með gömlu símanúmeri okkar, þokkum ogvodafone fyrir það..
með kveðju
Ferðanefnd Kortaranna
May 10, 2008
Útskrift-geðskrift
Kortfamilían óskar Geða-Kort innilega til lukku með áfangann. Fyrir ykkur hin sem ekki gátuð verið með okkur þá var stóra stundin að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. versga
May 7, 2008
Dönsk stemning
Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.
Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......
Apr 26, 2008
Beware here comes captain Jack


Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )
Apr 23, 2008
Constanza is in da house
Og ef einhver er að velta því fyrir sér, þá má ég ekki ávísa lyfjum fyrr enn eftir útskrift...