Sep 26, 2008

Meðalaldur

Á seinsustu dögum hefur meðalaldurinn á Kortmansioninu hækkað úr 16.5 í 19.3 ár, já talsverð hækkun þar í gangi. Andlegheitastigin hækkuðu líka um 4 stig fóru úr 94 í 98 (miðað við Kortskalann sem er 100stig). Kortarar eru í skýjunum yfir meðalaldurshækkuninni, enda góðar ástæður sem liggja þar að baki, Kristín Íslands-hjúkka, soon to be Geðhjúka hefur heiðrað Kortara með hlýrri og hjúkrandi nærveru sinni. Þrátt fyrir heimþrá þá hefur hún verið góð við okkur, sérstaklega við B-Kort sem trúir því að gellan hafi komið til þess að leika við hann með nýja Kobba kló skipinu sem hún gaf honum.

Það er ekki mikið vesen á þessum gest, þrátt fyrir smá óhóf í facebook-hangsi og sápuóperuáhorfi þá hefur gellan verið til friðs, enda vel upp alinn þrátt fyrir að vera utan að landi. Já, Kortarar sýna það enn og aftur að við erum vinir litla mannsins, það eru ekki allir sem myndu leyfa dreifurum að gista í kjallaranum góða....

Annars, eru allir spenntir hérna at 3834 Ewing Ave south í dag.... því enn og aftur mun verða töluverð hækkun á meðalaldri, vitum ekki með andlegheita stigahækkun, þegar fína Læknafrúinn úr Hlíðunum mætir á svæðið í aften, drekhlaðinn íslenskugóðgæti.... við vonum svo innilega að homeland security láti hana vera í þetta sinn.........

Sep 20, 2008

Fílaferðir

Kortarar skelltu sér á renaissance festival seinustu helgi í rigningu og góðum fíling. B-Kort var mjög sáttur með liðið þar, allir í flottum riddara- eða sjóræningabúningum. Einnig fékk drengurinn turkey drumstick eins og ekta vikingar borða, ekki amalegt það.
Frúin og Björnin skelltu sér á fílsbak í tilefni dagsins.
Björn með drumstickið góða
Og svo sætasta Kortið í bænum, litla Gússý eins og við köllum hana víst, gellan er hörð á sínu og lætur ekki vaða yfir sig. Enda er hún komin í sérstakt sharing prógram í leikskólanum, ekki seinna vænna gellan um 14 mánaða og þá á mar víst að kunna að skiptast á, já, þeir eru ekkert að djóka með það að ala upp börnin hérna...

Sep 10, 2008

Haust-önn

Kortfamilían er öll að komast í rútínu, í skólanum og vinnunni. Það lítur út fyrir að þessi önn verði annasöm eins og fyrri annir. Já, já við hvílum okkur þegar við drepumst.

Haustdagskráin er annars ansi spennandi.

Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.

23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.

Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.

Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.

Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.

Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.

Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...

Ferðanefnd Kortfamilíunar....

Sep 5, 2008

Kindergarten

Stór dagur í dag fyrir B-Kort. Kappinn byrjaði skólagöngu sína formlega í dag. Gæinn var svo sem ekkert rosalega spenntur en þetta hafðist þó, enda vissi hann að skóladagheimilið væri vel útbúið af flottu dóti. Hugmyndin að læra eitthvað nýtt er að Björns mati ekki spennandi. Enda hefur drengurinn líst því yfir að þegar hann verði 18 þá ætli hann að sleppa öllu veseni eins og vinnu, skóla og reglum yfir höfuð til þess eins að geta leikið sér. Já, það er ungt og leikur sér.

Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.
B-Kort fyrir utan heima að leggja af stað í skólann
Bjöllarinn í chilli fyrir utan skólann sinn flotta

Aug 29, 2008

Útskrift

Útskriftar Björn
Í gær átti sér stað sá merki áfangi að B-Kort útskrifaðist úr pre-K sem þýðir að gæinn er að fara byrja í skóla eða Kindergarden. Haldin var útskrift hjá leikskólanum sem var bara flott og skemmtileg.

Björn byrjar svo í skólanum næsta fimmtudag. Hann er búin að fara og heilsa uppá kennarann og leist okkur vel á. Bíðum þó eftir formlegu psyc-mati frá Gilla geða eða Geðsveiflunni eins og sumir kalla hann. Skólinn hans B er public skóli hérna í Minneapolis en hann þykir góður er svokallaður fimm stjörnu skóli (5 af 5). Við vonum að það sé cool.

Annars vill Björn ekki byrja í skóla því honum finnst svo gaman að leika sér að hann sér ekki tilganginn með því að byrja í skóla strax. Vil helst bara fara þegar hann er orðinn fullorðinn og lífið þá orðið þokkalega boring, eða svona eins og hann sér það. Gaurinn er líklega eitthvað skemmdur af ævilangri skólagöngu foreldra sinna.

Seinasti dagurinn í leikskóla er því dag hjá B-Kort, svo tekur við chill og leikur í nokkra daga áður en alvaran byrjar í Kindergarden á fimmtudaginn. Það er vont en það venst. Útskriftin var videotapeuð eins og áður...

Aug 20, 2008

Heimkoma

Kortmæðgur lentu í Minneapolis í gær eftir 3 mánaða útlegð at the old country, ótrúlegt hvað tíminn líður. Það voru einstakir fagnaðarfundir hjá Korturum við endurkomuna. Björn Kort var spenntur að sjá litlu sys labba en kvartaði jafnframt yfir því að hún væri ekki farin að tala. Nú þurfa Kortmæðgur að venjast hitanum og rakanum hérna til þess að geta fúnkerða á ný.

Íslandsferðin var einstaklega góð að okkar mati og náðum við að hitta og gera hér um bil allt sem var á dagskrá, ekki skemmdi fyrir gott veður, góður félagskapur og að Gilli Kort gat komið aftur í frí til okkar.

Kortmæðgur og fjölskylda þakkar öllum sem nenntu að púkka uppá okkur þessa 3 mánuði, fyrir að hýsa okkur, bjóða okkur í mat, lána okkur stuff og yfirhöfuð að tala við okkur, sérstakar þakkir til Vallarsettsins fyrir einstaklega gestrisni og til Vallar-Björns fyrir að svæfa Ágústu Kort í allt sumar.

Við stefnum aftur á heimkomu næsta sumar og þá munum við bögga ykkur öll aftur, þangað til adios og munið að þið eruð öll velbekomet hérna til okkar í landi tækifæranna hjá hinum frjálsu og hugrökku.

með kveðju
Kortnefndin

Aug 16, 2008

Sérfræðingurinn-- das specialist

Gilli Kort a.k.a Geði, gaurinn með legið, hjúkki, hjúkkidrussli náði þeim stóráfanga sl. miðvikudag að standast sérfræðiprófin í Ameríku. Kanar eru einstaklega prófaglaðir og þá sérstaklega þegar kemur að því að veita fólki einhver starfsréttindi, sem er í sjálfu sér ekki svo galið, gott að vita til þess að liðið sem er annaðhvort að kenna, hjúkra eða lækna mann hafi staðist einhver stöðluð próf. Allavegna, þetta var próf sem kalli þurfti að taka til þess að geta starfað sem klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun í landi hina frjálsu. Gaurinn rúllaði prófinu upp sem þýðir að leyfið er í höfn og því getur hann ótrauður haldið áfram að hlúa að þeim andlega veiku í Minneapolisborg. Kortfamilían er ánægð með að þessum skólakafla Gísla Korts sé hér með formlega lokið.

Annars styttist óðfluga í það að Kortfamilían sameinist að nýju. Þá verður gaman. Annars ákvað Ágústa Kort að byrja að ganga here at the old country. Gellan er því orðin ansi töff á því.

Aug 9, 2008

5 ár

Í dag eiga Korthjón 5 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Margt gott hefur átt sér stað síðan Kortarar tóku ákvörðunina um að vera ALLTAF saman í Kaþólsku kirkjunni (hinni einu sönnu kirkju). Kortbörnin standa þar uppúr. Einnig er gott að vita af því að ákvörðunin stendur enn, ekki það að við höfum eitthvað val þar sem Kaþólskakirkjan leyfir auðvitað ekki skilnaði . Úthald er því málið. En bara svona til þess að hafa það á hreinu þá erum við Korthjón GEÐVEIKT hamingjusöm.

Nú styttist í lok Íslandsferðar hjá öllum, Kortkallar fóru út fyrir viku og eru í góðum fíling í Ameríku. B-Kort einstaklega sáttur með að vera kominn aftur í leikskólann að hitta alla vini sína. Kortmæðgur fara svo út 19 ágúst og tekur þá rútínan við. Fram að því er allt crazy

Jul 23, 2008

1 ár

Afmælisbarnið í góðum fíling

Í dag er Ágústa Kort 1 árs, litla Kortið fagnaði stóráfanganum í góðra vina hóp vestur á Bolungarvík í skjóli fallegra fjalla. Rífandi stemning hér.

Á morgun leggur Kortfamilían svo af stað til Aðalvíkur með Mosóliðinu, þar verður þemað net-og símaleysi.is. Kortfamilían snýr svo aftur til mannabyggða næstkomandi þriðjudag

Jul 20, 2008

Vesturgata 2008

Kortarar dvelja nú í góðu yfirlæti fyrir vestan, hér fer vel um okkur í faðmi vestfirskra fjalla. Í gær vann svo hluti Kortfamilíunar það þrekvirki að taka þátt í fyrsta off-road hlaupi sínu ásamt Ásthildi guðmóður, Palla Reddara og öðru mis-góðu fólki. Hlaupið var BARA gaman en andskoti erfitt á köflum.
Systur í góðum fíling, eftir hlaupið.

Jul 18, 2008

countdown

Á morgun, þá gerist það... alltaf á morgun. Erfitt fyrir svona einn dag í einu lið. Allavegna, í fyrramálið lendir Kortkappinn eftir ljúft piparsveinalíf í Ameríku. Kortfamilían er ansi spennt að hitta kallann.

Geði fer svo aftur 3 ágúst og tekur B-Kort með sér. Alltaf sama jafnræðið hér, eða eins og Björn sér það, strákarnir tveir saman og stelpurnar saman. Ferð Gilla til the old country í þetta sinn verður óhefðbundin að þessu sinni þar sem matarboð og annar hittingur verður stillt í lágmark. Planið er að keyra afstað vestur í býtið og dvelja þar fram til 29 júlí, í góðra vina hóp. Eftir sukkið fyrir vestan verður tekið á því í höfuðstaðnum... þetta getur ekki klikkað..

Bolungarvík

Fyrsti áfangastaðurinn í vesturferðinni miklu verður Bolungarvík þar sem Kortarar verða fram á fimmtudag í góðum fíling, með smá stoppi á Þingeyri og Ísó.

Seinni hlutinn verður óvissuförin mikla til Aðalvíkur... .þar sem hlutirnir virkilega gerast.....

Jun 26, 2008

Andríki-annríki

Tíminn líður ansi hratt hérna at the old country. Erum að sigla inní 1 1/2 mánaðarveru hérna og enn er allt OK, ótrúlegt dæmi. Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum Kortmeðlimum. Geði kann vel við síg í nýja djobbinu í Bushlandi, nóg af andlega veiku fólki þar sem þarf hjálp, við erum ánægð með kappann.

Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.

Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.

Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978


Sætasta Kortið í sveitinni
B-Kort að slást við alvöru víking á víkingahátíðinni

Jun 7, 2008

Kvennapower

Fyrsta vika í aðskilnaði er að klárast og Kortarar halda áfram ótrauðir, við hljótum að lifa þetta af enda hamingjusöm með eindæmum. Búin að vera annasöm vika fyrir alla. Geði að aðlagast nýja jobinu og frúin að öðlast innsýn í líf einstæðra foreldra, tökum hattinn af fyrir þeim.

Annars var Geði ekki lengi einn í Ameríku, þessa helgina er Arnór í heimsókn og í næstu viku er von á Þóri crazy a.k.a vinnumanninum úr Mosó Írisar guðmóðurs manni. Það er svona brokeback mountain fílingur þarna hjá öllum köppunum in the states.

Í dag var hinsvegar ansi góð stemning á Íslandi í kvennahlaupinu góða þar sem Geðfrúin, ásamt familíu og vinum skemmti sér vel. Mikilvægt að vera í góðum félagskap þar, sérstaklega stóð uppúr að doktorsfrúin, bráðum the doktor sá sér fært að mæta, því miður náðust bara myndir af börnunum þar en við munum þetta. Við þökkum kærlega fyrir gott og blautt hlaup.

Hin fjögur fræknu í góðum fíling eftir hlaupið

May 27, 2008

Update

Tíminn er ansi fljótur að líða á Íslandi, Kortfamilían er búin að gera fullt og ekkert. Höfum verið ansi bissy að hitta fjölskyldu og vini. Ásamt því að Kortfrúin sé byrjuð að vinna, B-Kort á leikskóla og Á-Kort að aðlagast dagmömmunni. Allt gengur svona glimrandi vel.

Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
SkírnarKortið í góðum fíling
Kortarar skelltu sér í sumarbústað með Badda Brjál og co. Bara flott ferð, enda ekki á hverjum degi sem sumir sjá fjöll.

Góðvinur Kortarar Bauni a.k.a Anders lenti á hörku séns með the ladies in purple and red í Kort heimsókn baunanna til the USA. Sú ferð var einstaklega vel heppnuð, ferðasagan bíður betri tíma.

Næst á dagskrá er að halda áfram að hitta familíu og vini með ótalmörgum skemmtilegum heimboðum. Um að gera að nýta tímann því brátt heldur Geð-Kort aftur til USA með þá von í hjarta að bæta andlega heilsu þeirra sem þess þurfa. Kappinn yfirgefur landið næsta sunnudag. Það verður ansi áhugavert að sjá hvernig aðskilnaðurinn fer í Kortfamilíuna, en frúin og börn verða á Íslandi fram til miðjan ágúst. Við vonum þó að Geði geti mögulega heimsótt the old country í júlí.

May 17, 2008

The old country

Kortfamilían er komin til Íslands og því sameinuð að nýju. Það var einstaklega gaman að hitta B-Kort eftir þriggja vikna aðskilnað. Nú er bara verið að dást af fjöllunum og góða skyrinu og öllu hinu stuffinu..
Erum með gömlu símanúmeri okkar, þokkum ogvodafone fyrir það..
með kveðju
Ferðanefnd Kortaranna

May 10, 2008

Útskrift-geðskrift

Gísli Kort a.k.a Geði-Kort útskrifaðist formlega í gær úr the University of Minnesota, þetta var auðvitað bara flott og allir sérstaklega ánægðir með áfangann. Um kveldið bauð Korti svo vinum og fjölskyldum á Ítalskan dinner hérna í borginni. Kortfamilían er einstaklega ánægð með að þessum kafla í lífi okkar sé lokið, vei vei, 1 júni nk. tekur við massa geðvinna með heimilislausum hérna í Minneapolis, þangað til verður chillað, batteríin hlöðuð meðal annars hérna úti og á Íslandi.

Kortfamilían óskar Geða-Kort innilega til lukku með áfangann. Fyrir ykkur hin sem ekki gátuð verið með okkur þá var stóra stundin að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. versga

May 7, 2008

Dönsk stemning

Seinustu 10 dagar hafa verið heldur skrýtnir á Kortmansioninu. Sjóræningjans er sárt saknað en drengurinn er i góðum höndum back in the old country. Eftir að drengurinn fór lögðust Korthjón í þunglyndi, nei nei enda það ekki í boði þar sem hjúkki er á staðnum. Hjónin hafa heldur verið dugleg, seinustu daga. Geði kláraði hélvítis plan Bið og því er kalli búinn já ferdig met det hele stuff. Frúin er enn á seinustu metrunum með þessa önn verður hér um bil búin á föstudag en þar sem gellan er auðvitað með ólæknandi --- get ekki fengið nóg af því að læra veiki þá verður hún aldrei búin. Það er annað en hægt er að segja um Mr Kort sem gæti í raun aldrei farið í skóla aftur, við sjáum nú til með það.

Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.

Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......

Apr 26, 2008

Beware here comes captain Jack

Já, drengurinn hefur yfirgefið Kort mansionið til þess að heimsækja the old country.

Seinasta vika hefur verið ansi skemmtileg hjá Korturum. Vallarsettið a.k.a the Constanzas mætti á svæðið seinasta föstudag. Síðan þá er meðal annars búið að versla, fara í Macys, fara a baseball leik, fara fínt út ad borða, hjóla, chilla, fara aftur í Macys, kikja í MOA, REI, Southdale, og aftur í Macys. Það er ekki hægt að segja annað en að Vallarsettið sé ansi verslunarvant eftir enn eina vel heppnaða ferðina hingað út til okkar. Við þökkum vel fyrir allt stuffið. Hjónin flugu svo heim í dag og með í för var B-Kort, en restin af Kort familiunni er svo væntanleg eftir rétt um þrjár vikur. Drengurinn fær inn á gamla leikskólanum sínum sem verður bara gaman og einnig gott upp á að styrkja móðurmálið hjá gaurnum. Við viljum ekki að hann verði málhaltur kani.

Næstu þrjár vikur verða ansi spennandi hjá Korturum, næsta föstudag er Kortfrúar systan væntanleg yfir helgi í bissnesferð og eftir þá helgi koma baunirnar og Leó nýja baun og svo kemur amma pönk, og svo klárast önnin og Geði útskrifast og verður sérfræðingur og þá verða allir GEÐVEIKT happý og svo fara Kortin hejm til Íslands... og það verður auðvitað bara gaman.
Nú er bara að hjónin bretti upp ermarnar og klári þau verkefni og ritgerðir sem liggja fyrir í þessari viku, þannig að við getum notið þess að chilla með gestunum...

Jack Sparrow í góðum fíling
B-Kort á leiðinni í flug, sýnir hversu stilltur hann ætlar að vera á Íslandi

Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )

Apr 23, 2008

Constanza is in da house

Þetta myndband náðist af tengdamóður minni, Helgu Jakobsdóttur, a.k.a Ms Constanza, í bílageymslu elstu verslunarmiðstöðvar Bandaríkjanna.



Og ef einhver er að velta því fyrir sér, þá má ég ekki ávísa lyfjum fyrr enn eftir útskrift...

Apr 9, 2008

Litlu Kortin

Flott systkyni á páskum.

Captain Jack Sparrow jakkinn góði, eins gott að kenna litlu sys hvernig alvöru pirates hegða sér