Dec 31, 2006

2006 annáll the Kort family

Árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið. 2006 hefur verið ár breytinga og nýbreytni hjá Korturunum. Við seldum ættaróðalið að Seljaveg 29, gáfum eða seldum það sem hægt var af búslóðinni (minnum ennþá á óseldan Opel í þessu samhengi). Kvöddum fjölskyldu og vini og yfirgáfum the old country í júlí. Hér í Bandaríkjunum höfum við gert klaufalegar tilraunir til að koma okkur fyrir og kynnast nýju fólki. Sú reynsla að flytja búferlum með fjölskyldu tekur á, að okkar mati en eitthvað sem vel er virði að gera. Geðið er búið með fyrstu önnina í The U og kallinn sáttur með glæstan árangur sem þar vannst. JR-Kort er búinn með fyrstu önnina í preschool hérna inn the states og farinn að tala og skilja ensku. Flottur dúddi þar. Frúin búin með fyrstu (seinustu) önnina sem homemaker í udlandet. Ekki alveg viss um að húsmæðraskólinn myndi skrifa uppá diplómu því til staðfestingar. En kellan veit þó hvar bestu búðirnar eru, hvaða Tv stöðvar rúla, og hvaða mjólk á að kaupa. Við útskrifum hana. Við fengum marga góða, skemmtilega, kaupglaða, málglaða og æðislega gesti hérna til US and A. Gestir: þið voruð góðir, takk fyrir okkur.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2006 og gleðilegt nýtt ár 2007.
The Kort family in the states

Með kveðju frá nýjasta Kortaranum

25 comments:

Anonymous said...

watt.... ert þú ólétt auja??? ég er bara ekki allveg að fatta þetta skilurrru:) en gaman við verðum saman óléttar og með í óléttu öldunni..:)
og omg við ég og þú á barnalandi.. ´þar sem slúðri gerist

kveðja stínafína hárkona

Anonymous said...

já og gleðilega árið og allt það, ég gleymdi því bara í spenningnum um nýja kortaran:)

kveðja stafsetningarsnillingurinn stínafína

Ally said...

Eru þið að djóka Kortarar?!
Ó mæ god til hamingju!

Anonymous said...

Þið eruð nú bara kynóð sko...gerið ekkert annað en að ríða

Anonymous said...

Til hamingju með nýja bumbubúann, það er naumast að þú ert farinn að getað haldið kjafti!!! Það varst þá þú sem varst ólétt en ekki systir þín, veit samt ekki alveg hvernig Palli las það út úr blogginu.. Já til lukku kæra fjölskylda. Við bíðum en.. enda barnið vel upp alið og veit að það á ekki að fæðast fyrr en 20007! Sjáum hvað gerist eftir áramót.
Markúsinn þakkar vel fyrir bósann - búinn að fylgja honum hvert fótmál síðan.
Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir þau gömlu - hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári
Kveðja úr Garðabænum:)

Anonymous said...

Til hAAmingju!! Þetta er himneskt. Gleðilega hátíð, ár og framtíð.

Anonymous said...

Til lukku kæru Kortarar, svo litli björn fær ósk sína uppfyllta, fallegt..já og bæðavei þá er verið að safna í fótboltalið svo það er eins gott að það verði strákur. annars væri líka gaman að lítil Auja kæmi í heiminn..jibbí gaman að þessu. bestu kveðju og takk fyrir allt gamalt og gott. kv eva og guttinn :-)

Alma said...

Til hamingju með nýja kortið- Og Auja þú þarft ekkert að hafa áhyggjur þó þetta verði stelpa, ég kann ekki heldur að gera fléttur og mín stelpa dafnar bara vel... eða alla vega ennþá- enda ekki með neitt hár ;)

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir þau gömlu :)

Kort said...

Takk takk, Ef það er stelpa þá læt ég bara Stínu sjá um hárið á henni. Annars gaman að geta verið samferða svona mörgum töff konum í barnsburði. Ánægð með þig Unnur að halda í þér fram yfir áramót.

Unknown said...

Ef mér reiknast rétt til þá virðist Graceland hafa haft svona líka áhrif... nema það hafi verið kalkúnninn!

Anonymous said...

til hamingju - við amma pönk erum alveg klökkar.
Gleðilegt kort ár og takk fyrir gömlu. Við elskum ykkur og ég skal mæta til að vera guðmóðir aftur.

Anonymous said...

Guuuuuuuuuuuuð miiiiiiinn góður!!! Hvað ertu að halda svona kjafti kona! Kemur hingað rétt fyrir jól og ert ekkert að tjá þig!! En segjum of course "TILLYKKE" frá: The danish girl, Maggý skvíz, Toný flugeldaóða, Sigga sadda og afa cool!!
Situm og bíðum í ofvæni eftir the Skaup...Mar er alveg með fiðrildi í maganum!! Þú færð vonandi sent eintak...
Gleðilegt ár, godt nytaar og Happy new year (best að hafa þetta á öllum móðurtungumálunum okkar)
Later Dúds! :D

Anonymous said...

Eintóm hamingja! Til lukku kæru Kortarar og Le Dream!
Ég er alveg viss um að árið 2007 verður frábært :)

Anonymous said...

Til hamingju elsku fallega fjolskylda. Eg vona ad tid eignist stelpu - thaer eru miklu skemmtilegri.
Kossar og knus
Bergthora og Agneta

Anonymous said...

Til hamingju og gleðilegt nýtt ár! En ég held að þetta hafi spurst út, því í gærkvöldi voru hundruð þúsunda á Times Square að fagna einhverju.... og ég held að það hafi verið þetta. Amk tók ég þátt á þeim forsendum.

Anonymous said...

Rakst á þetta blogg fyrir tilviljun og ákvað að henda einu "Hallóhalló" á Gísla - þekktumst ágætlega "í öðru lífi".

Gaman að lesa ferðasögur þeirra sem maður kannast við. Gangi ykkur bara allt í haginn þarna úti.

J#

Anonymous said...

jahá,,,, það er ekkert annað. Hjartans hamingjuóskir með það, mun barnið þá heita Michael, eða Christine eða eitthvað svoleiðis ???? Nema Rúnar hafi rétt fyrir sér og við fáum lítinn Elvis ?????

Anonymous said...

ah ha ha, oh ho ho,, é é,.. I´m all shock up.

Fláráður said...

Gleðilegt ár, takk fyrir það gamla og innilega til hamingju!

- mér lýst mjög vel á Elvis Kort. Gætum síðan stytt það í e-kort. Þið sjáið möguleikana.

Anonymous said...

Frábært, til hamingju með það :) Ég ætla ekki að vera með í óléttuöldunni í þetta sinn.. eða nokkuð annað sinn ;)
Ég gerði ráð fyrir því að þú værir að fara að stoppa yfir jólin en missti af þér bara. Gæsin barbí hélt rosa fínt partý sem gaman var að taka þátt í. Hún breikaði fyrir starfsmenn Glaumbars og fékk bjór að launum, munaði minnstu að hún myndi hætta við kaupið, aftur :Þ
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu.
Hlakka til að hitta þig aftur.

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með Glæstan Árangur;)

Anonymous said...

Gleðilegt ár og takka fyrir gamla.
Við samgleðjumst mikið mikið!
Hérna megin hafa allar óskir um systkini verið afgreiddar með "viltu gullfisk í staðinn".
Erum á leiðinni - við lofum.

ást og kossar
Kristín, Björgvin og Þór og Nemó.

Unknown said...

ja, for helvide...... geggjað geggjað

er víst að Auja eigi það??

INNNNNNNNIIIIILEGA TIL LUKKU með kríli í krukku (geðveikt fyndinn dúdd hérna megin að fá útrás fyrir að hafa ekki átt pennavini í barnaskóla) Guð gefi ykkur góða heilsu og mikið fjör.

Lof og love frá klakanum.

Baddi (bjáni)

Anonymous said...

Til hamingju snillingar!

Anonymous said...

Gleðilegt ár og til hamingju með nýjasta meðlim fjölskyldunnar, myndarlegur þrátt fyrir svart-hvíta mynd, ég ætla ekki að fara að segjas ykkur hrakningarsögur frá Höfuðborg Norðurlands en vona að þið hafið það sem allra best þarna í USA og gangi ykkur vel með allt. Sendi ykkur kannski lína seinna ef ég verð í stuði.

Kveðja Georg og Félagar
Tilvonandi lögmenn framtíðarinnar.