Dec 21, 2006

Stríðshugleiðingar Geð-Kortsins

Erum á móti stríði. Finnst það asnalegt. An eye for an eye leaves the whole world blind. Flóknara samt hér. Erfiðara. Hér hittir maður mæður, feður og eiginkonur þeirra sem eru “að fórna lífi sínu fyrir frelsið”. Í hjartans einlægni. Berjast við Vonda fólkið til að vernda “hina saklausu”. Hugtök einsog íllska, hatur og frelsi fljúga um vígvöll orðræðunnar, á meðan sprengjur fljúga í Írak. Sprengjurnar bara brúkaðar af meiri íhugun. Flókið að segja “sonur þinn er að fórna lífi sínu fyrir blekkingu”. Sonur sem er sannlega að gera sitt, af þjónustulund við sannleikann og frelsið. Sonur sem deyr og heilagleiki sorgarinnar gerir málstað hans heilagan, þar sem ásetningurinn var góður.
Sama vandamál með 11 sept. Ekki hægt að segja: “ Bill frændi þinn átti skilið að deyja, þar sem þið hafið verið að bullyast útí heimi, og loksins kýldi einhver til baka, og bullyin skítur í buxurnar”. Gengur ekki. Enda varla satt. Auðvelt að dæma og sjá skýrar línur í fjarlægð. Fjarlægðin gerir fjöllinn blá.
Þegar maður heyrir sögur fær maður skilning og samúð. Vandinn er að við heyrum oftast bara þær sögur sem henta þeim sem ráða. Reyni því að heyra sögur hinna. Erfitt að hata einhvern ef þú hefur heyrt söguna hans. Raunverulega heyrt hana. Ómögulegt að dæma. Á við um þjóðir, kynþætti og einstaklinga.

8 comments:

Anonymous said...

Auja - er maðurinn alveg að missa það þarna í Bush-landi?

Unknown said...

Varla búin að vera erlendis í korter og farin að sjá að heimurinn er ekki allur eins og hann lítur út frá kaffi húsum við Austurvöllinn í Reykjavík. Allir eiga sögu og allar sögurnar eru jafn "sannar" og maður þarf ekki að vera sammála fólki til að geta haft samúð. En rosalega ertu samt vel gefin að vera svona fljót að átta þig á þessu, eða var það kanski Gísli sem benti þér á þetta.

Kort said...

Geð-Kortið á þennan pistil. Hann er þessa stundina veikur fyrir því að skrá sig í herinn. Þar eru kjörorð hjúkrunar we dont call the shots, we give the shots.

Anonymous said...

Mynni á að það eru tveir dagar til jóla, kæri bróðir. Hvað með smá jingle all the way frá aðal jólalandinu

Fláráður said...

Hahahaha - kallinn að verða stríðshjúkka - Má ekki bara bjóða þér að verða einhverskonar annarskonar karlhjúkrunafræðingastereótýpa? En án gríns þá sendi ég stórt knús og óskir um gleðileg jól.

Ally said...

Nú er 23. desember og ég vona svo sannarlega að kalkúnninn sé kominn ofan í löginn.

Gisli said...

sæll þórður. stal quoti af síðunni þinni sem vakið hefur mikla lukku hér. einn professor var sérlega hrifinn, vildi vita hver þetta væri og hvar hann kenndi, ætlar að nota þetta í námskeiðinu sínu. hér er quotið:
"We are perfectly aware that they have weapons of mass destructions, an unpredictable government influenced by religious fundamentalism and infinite ambitions of global power, but I still think it would be wrong to bomb the USA."

Thomas Hylland Eriksen talking about the war on terrorism.


jólakveðja frá korturunum

Fláráður said...

Thomas kallinn er massa mannfræðingur. Er norskur og oft með bringuhárin úti. Skrifar um reykingafólk sem minnihlutahóp og etnógrafíu sólarlandaferða. Held barasta að hann kenni við oslóarháskóla. Hefur gert nokkrar kennslubækur sem eru flstar mjög fínar.