Dec 29, 2006

Jólaleti

Kortliðið heldur áfram að liggja í leti. Við neitum þó að taka ábyrgð á þessari leti og viljum kenna Homeland security um. Málið er að þegar mar er námsmaður í The States þá má maður ekki vinna utan háskólans fyrstu 9-10 mánuðina. Þar sem jólafríið háskólans er um einn mánuður þá er lítið að gera. Við erum nú farin að átta okkur á þessu öllu saman hjá svartklædda liðinu. Málið er að einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk á það til að verða heimsk í fríi. Við erum því viss um að þetta sé allt stórt samsæri með þann tilgang að gera okkur öll heimsk, með að banna alþjóðlegum nemum að vinna og skikka þá í langt jólafrí-- Þetta meikar svo sem sens, því ef við verðum öll slefandi heimsk þá erum við ekki líklegt til að fremja hryðjuverk, eða hvað??? Ætli hryðjuverkamenn séu heimskir?? Eða kannski liggja efnahagslegar ástæður þarna að baki- ef liðið er í fríi þá eyðir það meiri penge.. hum hum. Eða what ever. Við erum allavegna í fríi og í gær skelltum við okkur, (það var hægara sagt en gert því mátt TVsins skal ekki vanmeta) til Stillwaters. Sem er lítill fallegur bær í um 40 mín fjarlægð frá Minneapolis, hann liggur alveg upp við fylkismörkin að Wisconsin. Þar var góð stemning og allir Kortarar sáttir. Endirinn á kvöldinu var svo dinner á þýskum veitingastað þar sem afgreiðslustúlkurnar klæddust allar Heiðu kjólum og hétu Helga. Þar var snætt gómsætt vínarsnittsel a la germany. Sehr gut að okkar mati. Dagskrá dagsins í dag: chill, safnarferð, chill og eitthvað ógeðslega cool....jú og auðvitað rakstur. Draumurinn hefur nefnilega komist að því að töluverður munur er á hárvexti hans hér í US and A og home at the old country. Gæinn þarf því að hafa sig allann við í rakstrinum hérna. Skrýtið, ætli það sé auknum hormónum að kenna?

1 comment:

Anonymous said...

Hæ Auðbjörg og félagar. Loksins get ég kommentað hér- er búin að læra það eftir langa mæðu (þetta er 3. tilraun á jafnmörgum mánuðum) kannski er ég orðin svona heimsk á mínu barneignafríi...hmm og svo er sagt að konur verði heimskari með hverju barni sem þær eignast, ég veit ekki hvar þetta endar...

*Gleðilegt ár Kortarar, nær og fjær*

Kveðja Alma