Dec 6, 2006

Ferðatíðindi

Jæja þá er amma pönk farin í bili. Við þökkum henni fyrir komuna og við fyrirgefum henni allt ruglið (ekki nethæft). Þessi heimsókn eins og þær sem við höfum fengið á þessari önn var hin prýðilegasta. Ásamt því að skoða það helsta hérna í Minneapolis þá skelltu Kortin sér yfir í næsta fylki á gamalkunnar slóðir ömmunar en þar dvaldi hún í eitt ár fyrir nokkrum tugum síðan. Wisconsinfylki er í rétt hálftíma fjarlægð frá Minneapolis. Þar var gamli high school ömmunar skoðaður og á einhvern undraverðan hátt kikkaði langtímaminnið inn og amman fann húsið sem hún dvaldi í... ótrúlegt... svo segja sumir að gras og LSD fari illa með heilann.
Heimsóknin í heild var eins og fyrr segir góð í alla staði. Kort fjölskyldan þakkar fyrir sig. Björn Kort þá sérstaklega. Enda var hann hæst ánægður með einkaþjóninn sem amman reyndist seinustu daga.
Eins og alltaf þá bætast við nýjar og þarfar reglur. Nýja reglan er eftirfarandi: Allir frá the old country komi með lamb og flatkökur fyrir Kortfamilíuna.
Það er búið að bæta við nýju albúmi frá Elvislandi
Húsið góða
Amma Pönk fyrir utan High skólann gamla


7 comments:

Anonymous said...

Gísli er orðinn svkalega pönk í Ameríku!! Hvað gerðist?

Anonymous said...

Sæl veriði!
Mér sýnist að full þörf sé á að þið birtið "The book of rules by the Kort family!" on the Net.
Þetta er mér orðið ofviða að fylgjast með öllum reglunum sem koma eftir hvern gestagang! Hvar endar þetta eiginlega?

Anonymous said...

Það telst nú varla til góðra siða að kalla ættmóðurina sýru- og hasshaus á veraldarvefnum, en þið þurfið líklega ekki að óttast. Það er væntanlega langt langt síðan að hún tók ykkur úr erfðaskránni hvort eð er. :)

Eru ekki einhver jólatilboð annars á flugi til ykkar núna?

Anonymous said...

Er komin heilu og höldnu heim og þakka fyrir skemmtilega Ameríkuför. Sérlega gaman að koma á fornar slóðir Hef þó áhyggjur af ótta litla Björns, hvort hann getur svofið einn.
Amman

Anonymous said...

Er það bara ég eða rugluðust fleiri á Rúnari og The King ??????

ég hélt eiginlega að þetta væri líka vaxmyndasafn........

Anonymous said...

Thí hí hí

Anonymous said...

amma sem hélt að puff the magic dragon væri um einhvern dreka og trúði því að Lucy hefði verið með demanta á himnum hefur sjálfsagt ýkt stórlega sögur af eigin sukki bara til að falla betur í hópinn hjá Auju og geðkortinu