Dec 2, 2006

Ömmu gestur

Amma pönk er mætt. Kom í gær um kl 18 að staðartíma. Kortin þurftu þó að bíða smá eftir kellu, héldum á tímabili að Amerískir tollverðir hefðu fundi the Icelandic sheep from the old country. Sem betur fer var raunin önnur. Pönkarinn komst áfallalaust í gegn, kann tökin á þessum amerísku laganna vörðum. Eitthvað sem hún lærði í NAM hérna áður fyrr eða kannski frekar síðan á Winsconsins árunum. Við fögnum komu ömmunnar og lambsins. ME me me. Lambið verður étið á morgun. Umh Umh. JR Kort er ánægður með þennan gest en vegna nýtilkomins ótta verður hann að sofa uppí hjá ömmunni. Hann kann á sitt heimafólk. Kortarinn er svalur og ógeðslega skemmtilegur. Kortfrúin er að missa röddina (thanks Ally) sem í sjálfu sér á eftir að vera mjög áhugavert fyrir nálæga. Það eru góða ferðaplön í gangi segjum seinna frá þeim......... verið góð ekki vera með stæla- þá farið þið bara að skæla...

11 comments:

Ally said...

Vá þannig að Gísli og mamma hans eiga actually eftir að geta rætt saman. Fátt er svo með öllu illt......

Ally said...

Nei djók. Hvað einelti er þetta?! Auja mín, þú talar ekkert svo mikið. Og þó þú talaðir mikið þá er allt sem þú hefur að segja svo áhugavert. Það er gott að hlusta á þig! Drekktu engiferrótarte með hvítlauk og sítrónu og þá verður þú good and talking á no time.

Maggavaff said...

Nánast allir sem ég þekki eiga heima í sama hverfi ég samt fáið þið fleiri heimsóknir en ég. Skrítið.

Anonymous said...

Hvar var þessi pest þegar reynt var að þagga niður í Indverjanum blaðrandi spyr ég nú bara...

B said...

Elsku A. hin - það var rokkklúbbur í gær. Við söknuðum þín. Töluðum aðeins um þig - en sögðum bara fallega hluti.

Annars eru flestar (3) óléttar í klúbbnum svo við ræðum bara brjóst og bleiur - þú mátt því vera þakklát fyrir að vera erlendis ;)
kveðja B.

Ally said...

Auja, þær létu mig drekka tíðablóð úr álfabikar í rokkklúbbnum í gær og sögðu að þær hefðu allar þurft að ganga í gegn um þá vígslu. Þær voru ekkert að hafa mig að fífli, er það nokkuð??

Kort said...

Djöfull erum við sammála þér þar Rúnar mar. Motormouth hefði ekki borið sök af því að fá þessa pest.
Allý það er eins gott að tíðarblóðið hafi verið af hreinni mey. Við vitum hver sú snáta er!
Vonandi er rokkklúbburinn ekki að breytast í einhvern vælandi barnalandsklúbb!!!!!

Anonymous said...

Sælir Kortarar!
Eigiði góðar stundir með ömmu Pönk :) Alltaf gaman að fá góða gesti.
P.s. BushCountDownið hefur enn ekki borist! Hmm.... strange.

Anonymous said...

En á ný sýna Kortarar okkur snilli sína "on the world wide web" - nú er barasta komin "local time" og ástand veðursins í Minneapolis - þannig að nú þarf fólk ekkert að vera reikna út tímasetninu og spá í veðrinu!
Geggjað!

Fláráður said...

Ég var ákkúrat að dáðst af veðurvitanum. Djö kuldi þarna hjá ykkur.

Anonymous said...

Hæ - kyssið ömmuna og BKG frá okkur. Við erum að komast í jólastuð hér og mr. T farinn að ganga í búningnum með skeggið.