Dec 24, 2006

Þorlákur í udlandet

Fyrsti Þorlákur í US and A. Vá Vá það er rétt með naumindum sem Kortararnir lifa þetta af. Frúin byrjaði þann 20. des að æla lungum og lifur, líklegast útaf jólaspennu. Tveimur sólarhringum seinna eða eins og Bauerinn myndi segja: 48 hours later. Reis hún upp, The comeback of the Kort Frauen, með þeim orðum að hér skyldu vera haldin jól. Karlleggur Kortfamilíunar tók undir og jólaundirbúningur byrjaði. Það var síðan á aðfaranótt Þorláks þar sem Geð-Kortið vaknaði við snökt. Þar sem Geðið er stríðsvanur (geðdeildarvanur) og vel Bootcampaður þá sefur hann með opin augun, tilbúin í allt. Í fyrstu átti hann von á því að þurfa hugga B-Kortið en sú var ekki raunin. Hinn Kortfjölskyldumeðlimurinn, LE Dream var þar á ferli með massíva heimþrá og myrkfælni. Vanur öllu tók Geðið Drauminn í fangið og söng hann í svefn með Sofðu unga ástin mín. En Adam var ekki lengi í paradís, því stuttu síðar vaknaði Nýbúin með ælum og tilheyrandi. Ekki fékk gæinn samúð eða nærveru frá geðhjúkkunni strax, þar sem hann hafði drauminn grunaðan um búlíumíu-pull (draumurinn hafði í heimþráar örvæntingu sinni étið heila poka af Reese súkkulaði). Seinna kom í ljós að das lilli man eða le Dream var í raun veikur. Kortfjölskyldan hefur því unnið að jólaundirbúningi á helmings afköstum. Þar sem draumurinn er úr leik og Frúin ennþá í recovery-gír. Án hjúkkunar hefði þetta ekki gengið upp. Þar sem búið er að hjúkra veika liðinu og veita því mikla og góða nærveru eins og góðum Geð-hjúkkum sæmir (námið er að skila sér, Thanks LÍN-- Thanks a fxxxx lot).
Í ljósi undangenginna atburða verður jólahald Kortaranna örlítið frábrugðið því sem áður hefur verið. Kalkúnahelvítið náði til að mynda ekki í löginn eða eins og frúin kallar hann: legið, tímaskortur þar. Toblerone-ísinn sem hafðist á endanum eftir dauðaleit af Toblerone, verður líklegast ready á jóladag. Smákökur og annað sér-íslenskt verður því miður ekki á boðstólnum en við huggum okkur við sænskar IKEA piparkökur þar. Sem betur fer erum við þó með kærleikslagaðar Sörur að hætti læknisfrúarinnar, þakklæti þar. Svo ekki sé minnst á Marengsbitana góðu.

B-Kort í tréleiðangri
Sá meðlimur Kortfjölskyldunar sem hefur ekki sveiflast vegna breytinganna er B-Kort en hann er upptekin af því að skoða alla stóru og flotttu pakkana sem liggja undir Griswoldtrénu. Það verður spennandi að sjá hvort drengurinn höndli allt stuffið.. Gleðilegan Þorlák.....

7 comments:

Anonymous said...

Sendum okkar bestu jólakveðjur til draumalandsins og þá sérstaklega til hans Jósa okkar sem þarf greinilega að þjást til að getað haldið sín venjulegu jól- hann er ef til vill farinn að skilja móður sína betur fyrir að hafa sleppt öllu þessu vesenni... Markúsinn þakkar kærlega vel fyrir þyrluna - vakti mikla lukku svo og sjóræningjaskipið! Hann er ekki alveg að skila að hann fái pakka líka í dag, finnst hann líklega vera búinn að fá nóg. Jæja látið ykkur líða vel - Kveðja frá Pallsi fjölskyldunni

Anonymous said...

Kæru meðlimar hinar sí stækkandi Kort fjölskyldu (skildi þó ekki vara að frúin sé orðin barnshafandi,svona miðað við líkamsástand og ælur)

Ég óska ykkur öllum gleðilegara jólahátíðar og bata sem þurfa á því að halda.:-) já og takk fyrir síðast Auja, rokk og ról. kveðja eva

Anonymous said...

gleðileg jól elsku hjartans fjölskylda - hafið það gott um jólin - við söknum ykkar.

Fláráður said...

Gleðileg jól Kortarar!

Frá Þórði og famelíu

Ally said...

MERRY CHRISTMAS
HO! HO! HO!

Anonymous said...

Mery Christmas from the Chrismas family, Jesus, Joseph and Mary Chrismas.

Anonymous said...

Heilir og sælir Kortarar og gleðilegt ár. Takk fyrir allt bloggið. Lifið í sælu en ekki í ælu ! Anna María