Dec 20, 2006

Heimkoma

Frúin og Draumurinn komu í gær heim til land tækifæranna. Eftir misgóðar eða öllu heldur ókurteisa framkomu landvarða hérna í US and A. Löbbuð skötuhjú í gegnum tollinn með hér umbil heila rollu og mánaðar birðir af malti. Landverðinum skapgóða misbauð mikið hugmyndafræði okkar skandínavíubúa. Sérstaklega fannst henni það ekki sæma að ungar giftar konur ættu karlkyns vini. Sumt fólk á einhverveginn ekki séns.... Kort-feðgar voru himilifandi að sjá liðið og fagnaðrlætin standa enn yfir. Griswold jólatréð var sett upp í gærkveldi og það er geðveikt flott. Myndir af því á morgun. Annars þakkar frúin fyrir góða heimkomu til the old country þar sem fólk er svo liberal að það getur verið í sambandi í mörg ár án þess að íhuga hjónaband (Birgir!!!!!). Fríið var gott og kella náði að hitta hér um bil alla og gera fullt... þangað til seinna.

6 comments:

Ally said...

Já já fallegt að tala ekkert um sörubaukinn sem fór í gegnum tollinn. Heldur þú að ég hafi gefið þér þessar sörur af helberri óeigingirni. Nei svo sannarlega ekki. Ég ætlaðist til þess að vera upphafin á blogginu fyrir góðviljann.
Upphefð takk. Og Upphefð eins og ég á skilið.

Anonymous said...

Auja þú veist að öllu hjónabandstali á minu heimili er eytt samstundis með léttu skoti af brennisteins súlfíði!

Dankie!

Anonymous said...

hvað þá með kransakökubitana sem við amma pönk svitnuðum yfir í marga daga til að ná röndunum réttum.
Það var annars gaman að sjá þig - sætakrúttssnúllan þín.

Anonymous said...

Jæja Auja....þú hefur nú e-ð kastað til hendinni við þessa bloggfærslu. Það vantar "s" í endann á "land" í 1. línu. Í 4. línu vantar "u" í endann á "löbbuð". ÞAð á að vera bil á milli "um" og "bil" í "umbil" í 4. línu. Það vantar "g" í "birðir í 5. línu (saman ber að "birgja" sig upp) Í 11. línu vantar "a" í "fagnaðrlætin".

Auja mín kipptu þessu nú í lag a.s.a.p. alla vega fyrir jól.

PS.
Þið hefðuð ekki þurft að vera að rogast með allt þetta malt til USA. Það er fáanlegt þar... þið biðjið einfaldlega um "Malt Liqour" Það fæst meira segja í mjög hentugum 40 únsu flöskum.

Anonymous said...

testify brother, testify!!!!

Kort said...

Ánægð Pétur með að stúdentsprófið úr lærða skólanum sé til einhvers gagns.
Sörur og kransakökubitar komust heilu höldnu og allir svaka glaðir.

Annað mál Aðalheiður!! Ég er hérna í Us and a með ælupest...þekkir þú eitthvað til þess??