Dec 12, 2006

Íslandsferð

Jæja, þá styttist í heimkomu Kort frúnnar til the old country. Brottfaradagur á morgun og koma á miðvikudagsmorgun. Dagskráin er þétt en það mikilvægasta er viðtalstími í US and A sendiráði á fimmtudagsmorgun. Búið er að bóka matarboð eða annað rugl hér um bil öll kvöld. Lítur þó enn út fyrir að sunnudagskveldið sé laust. Spurning hvort frúin geti notað gamla gsmnúmerið - svo sérstaklega í ljósi þess að fxxxxx Ogvodafone er búin að vera rukka Kortfjölskylduna um afnotagjald fyrir hvern mánuð síðan við fórum út.
Á meðan frúin fríkar út á Íslandi verða Kortfeðgar í chilli og góðum fíling. Geðið er hér um bil búið með önnina og því rólegheit hjá þeim feðgum. Þær ætla þó að hitta Jólasvein á miðvikudaginn og keyra út í sveit og ná í jólatré. Þar sem seinasta helgi var svo bissý að tréið varð að bíða. Þann 19 des koma er Kortfrúin væntanlega aftur með lambalæri og Drauminn- fjölskylduvin eða jólastrákinn okkar. Vei vei við erum andvaka af spennu.
Frúin er þó spenntust fyrir því hvort ferðatöskurnar halda öllu góssinu sem vinir og vandamenn á Íslandinu eiga........
p.s. Páll eins gott að þú mætir með MALT

7 comments:

Anonymous said...

Sæl elsku hjartans mágkona - hlakka til að sjá þig á þínu uppáhalds kaffihúsi, þú bara lætur vita í afgreiðslunni og þá stekk ég niður!

Anonymous said...

Ef sunnudagurinn er enn á lausu væri gaman að fá þig í mat, þú lætur okkur vita. Væri ekki gaman að fá sérlegan fjölskyldu fund með tengdafjölskyldunni?
Tengdóin

Anonymous said...

Jeminn eini! Ég held varla vatni yfir því að fá hana litlu systir heim til gamla landsins!
Familían er orðin mjög spennt!

Anonymous said...

Já Já, allt fyrir DROTTNINGUNA, en í skiptum fyrir MALTIÐ góða þá er kona mín með mikla craving fyrir djúp þessa daganna, svona er þessi ólétta er manni sagt, svo einn poki af dúp ein flaska af MALT, og svo getum haldið áfram með þetta ....

Kort said...

Páll, ég hélt að það værir þú sem elskaður djúp?

Kort said...

Páll, ég hélt að það værir þú sem elskaðir djúp?

Anonymous said...

Ég vona að þið feðgar hafið það gott og haldið okkur upplýsum um ykkar hagi á netinu.

Hefðum nú helst viljað fá BKG til landsins líka en reynum að sættast við það sem kom.