Nov 29, 2007
Bókmenntaþjóð
Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.
Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.
Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.
Lifi Byltingin!
Nov 24, 2007
Thanksgiving
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.

Nov 19, 2007
Andríki eða annríki
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.
Nov 11, 2007
Homecoming
Nov 6, 2007
Gamla gedi

Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.
Nov 4, 2007
Halloween myndir
Nov 3, 2007
Brjóstaþoka
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.
Oct 23, 2007
11 ár
Oct 18, 2007
Oktober stemmning
Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.
Oct 10, 2007
Florida og guðfaðirinn
Ágústa Kort og guðfaðirinn
Oct 3, 2007
Sep 28, 2007
Captain Jack Sparrow
Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.
P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm Ágústa Kort, flottar myndir þar.
Sep 22, 2007
Fæðingarstyrkur húsmæðra
Sep 18, 2007
Gesta rapport
Annars áttum við góða og rólega daga, lítið um verslunarráp og annað eins rugl, meira um gönguferðir og afslappelsi. Korthjón skelltu sér á tónleika á laugardagskveldinu að hlusta á Devendra Banhart. Góð stemmning þar. Kortarar þakka ömmunni fyrir innlitið, þangað til næst..
Amman sá um að Kort börnin væru þrifin og flott
p.s. ótrúlegur kraftur í Korturum, búnir að laga nýju Kort-börn síðuna.
Sep 7, 2007
Lærdómur og sprengjur
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.
Aug 31, 2007
Fæðingarorlofslok
Komandi helgi er laborday weekend hérna í US and A. laborday er á mánudagi og því frí. Á dagskrá er chill og aftur chill, matarboð á laugardaginn og state fair á mánudag í góðum félagsskap.
Annars eru Kortarar í skýjunum yfir nýju litlu dömunni sem María og Baddi prodúseruðu. Sendum hamingjuóskir og mjólkurstrauma þangað.
Aug 22, 2007
Maður er manns gaman
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.
Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling
Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.
Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.
The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða
Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.