Nov 29, 2007

Bókmenntaþjóð

Eftir að Kort familían flutti til vesturheims höfum við verið meðvituð um mikilvægi þess að viðhalda menningararfinum hjá B-Kort. Korthjón leggja sig fram við að viðhalda góðri íslensku hjá stráksa, liður í því er að kynna hann fyrir íslendingasögunum. Um daginn gáfu frænkurnar úr Hafnarfirðið B-Korti myndasögubókina Vetrarslóð sem er þriðja Njálu bókin en hún fjallar um þá atburði sem verða til þess að Njáll ættleiðir Höskuld Þráinsson. Björninn fílar bókina einstaklega vel sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem sagan er skemmtileg, mikið um dráp og annað eins stuff. Einnig er Hrappur mjög oft á tillanum í bókinni og það er auðvitað ótrúlega fyndið.

Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.

Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.

Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.

Lifi Byltingin!

Nov 24, 2007

Thanksgiving

Kortbörn á thanksgiving.
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.
B-Kort var búin að æfa sig í að tala við þann gamla og sagði honum stoltur að kastali væri á óskalistanum í ár.

Nov 19, 2007

Andríki eða annríki

Það hefur verið nóg að gera hjá Korturum seinustu daga og vikur. Skólinn hefur þar spilað stóra rullu eins hefur félagslíf familíunar verið öflugt. Matarboð, hittingur, bíóferðir, playdate og annað eins hefur verið á dagskrá hjá Korturum seinustu helgar. Nú fer að róast um í skólanum hjá hjónunum enda ekki mikið eftir af þessari önn rétt um 4 vikur. Við sjáum fram á að ná að klára þessa lotu og það er mikil léttir, erum einstaklega ánægð með okkur sérstaklega í ljósi þess að frúin var bæði í vinnu og námi og Geði í verknámi og námi með litlu Ágústu heima. Ágústan á sinn hlut í því hversu vel hefur gengið þar sem stúlkan er þvílíkur engill, eins og móðirin, heyrist ekki í henni nema þegar sinna þarf grunnþörfum.
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.

Nov 11, 2007

Homecoming

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Amerískan fótboltaleik, þó fyrr hefði verið. Kortskólinn var að keppa við Illinois á svokölluðum homecoming leik sem á sér stað einu sinni á tímabilinu. Homecoming þýðir að gamlir nemendur koma í heimsókn í skólann og því er svaka fjör á campus, skrúðgöngur og læti. Pælingin er að heimaliðið eigi að vinna homecoming leikinn en sú varð ekki raunin nú. Lið skólans er víst ekki það sterkasta þetta tímabilið. Kortarar voru þó rosa ánægðir og vel undirbúnir fyrir leikinn. Kvöldið áður kenndi Jennifer mamma hans Miles okkur reglurnar og allt það sem fylgir fótboltanum. Þó svo okkar menn hefðu skíttapað þá náðu við samt að fagna tveimur touchdownum. Einstaklega gaman að fagna þessum mörkum þegar við vitum hvað þau þýða. Annars var erfitt að gera uppá milli hvort var skemmtilegra að fylgjast með leiknum eða dönsum og jafnvægi klappstýruliðanna. Hápunkturinn var þó að helmingur Kortaranna fékk field passa og mátti því fara niður á völlinn og hanga með klappstýrunum og hinu svala liðinu þar.

Björn Kort og Miles hittu Gopherinn, lukkudýr skólans.
Strákarnir í góðum fíling með klappstýrunum

Nov 6, 2007

Gamla gedi


Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.

Nov 4, 2007

Halloween myndir


Hin fjögur fræknu, Ásta, Árný, Björn Kort og Ágústa Kort í góðum halloween fíling

Ágústan skellti sér í pirates búning í tilefni dagsins

Nov 3, 2007

Brjóstaþoka

Brjóstaþokan svokallaða hefur tekið sér bólfestu hjá Korturum, þó aðallega hjá frúnni. Blogg afköst seinustu vikur styðja það. Kortfamilían hefur þó fullan hug á að bæta þar úr, við ætlum þó ekki að grípa til svo róttækra aðferða eins og að hætta með dömuna á brjósti... nei, nei, en við gerum okkar besta.
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.

Oct 23, 2007

11 ár

23 okt er dagurinn hjá Kortfrúnni, 11 ár í dag, sligar hægt og rólega í oldtimerinn, spurning hvaða criteríu miðað er við þar eins og annarsstaðar. Kortarar fagna þessum áfanga eins og öðrum góðum áföngum í okkar lífi, brosum hringinn. Eins og Ágústan
Nýtilkominn pumpkin skurningshæfileiki er meðal þess sem bæst hefur í reynslubelti Kortfrúarinnar á seinustu 11 árum. vei vei alltaf að læra eitthvað nýtt. Hverjum hefði grunað þetta fyrir 11 árum síðan.

Oct 18, 2007

Oktober stemmning


Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.

Oct 10, 2007

Florida og guðfaðirinn

Kominn smá tími á rapport eftir viðburðarríka viku hjá Korturum. Seinasta þriðjudag skellti familían sér til Florida, Geði fékk rosa flottann styrk til að fara á hina árlegu APNA ráðstefnu. Svo veglegur var styrkurinn að restin af familíunni ákvað að skella sér með og var því ákveðið að bæta við einum degi og kíkja í disney world. Allir Kortararnir voru rosa sáttir með ferðina, sérstaklega skemmtigarðana, þvílíkt góð þjónusta og einstaklega þægilegt að vera með litlu Ágústu í görðunum. Fyrir utan engisprettuna sem réðst á Kortfrúnna a.k.a frúnna með skordýrafóbíuna, þá var þetta brill frí. Á laugardagsnótt komu Kortarar heim frá Florida, eftir sex tíma seinkun og gott chill á Orlando flugvelli. Vinir okkar hjá Northwestern voru svo miður sín yfir seinkuninni að þeir gáfu Korturum 300 dollara inneign, alltaf að græða. Þegar heim til Minneapolis var komið, blasti við okkur rauðhausinn hann Páll Sigurjónsson a.k.a Palli díler, the handyman og guðfaðir Ágústu Kort og frú Unnur hin prúða. Já, hrósið fær Unnur fyrir að hafa keypt flugmiða til Minneapolis í mars sl. og haldið því leyndu fyrir Pallanum alveg þangað til á föstudag þegar gæinn var kominn upp á flugvöll. Flott þrítugsafmælisgjöf. Kortarar eru líka ansi ánægðir með að hafa náð að halda kjafti með surprisið hans Páls. Hjónin voru frá föstudegi til þriðjudags og voru þau til friðs mest allann tímann. Páll var þó með smá vott af heimþrá og ökubræði en við fyrirgefum honum það, tímamismunur og nýtilkominn færsla yfir á fertugsaldurinn hafa vafalaust spilað þar inní. Kortarar þakka þeim hjónum fyrir innlitið. Það var einstaklega gaman að hitta ykkur, Vonandi verðið þið lengur næst.

Ágústa Kort og guðfaðirinn

Sep 28, 2007

Captain Jack Sparrow

B-Kort er ekki ólíkur foreldrar sínum að því leyti að þegar hann fílar eitthvað, þá eru engin takmörk. Hófsemi er orð sem Kortarar munu seint ná að tileinka sér. Drengurinn hefur nú í einhvern tíma, komið vel yfir ár, haft sérstakt dálæti af sjóræningjum. Það byrjaði allt með Kobba Kló úr Pétri Pan. Svo varð það sjálfur Captain Jack Sparrow . Nú hefur það verið þannig í dágóðan tíma að þegar B- Kort er kynntur fyrir nýju fólki þá segist hann heita Jack Sparrow. Á nýja leikskólanum gengur hann undir því nafni bæði hjá starfsfólki og börnum. Gaurinn er ekkert að flippa með þetta Sparrow æði hann segist ekki geta beðið eftir því að verða fullorðinn, safnað skeggi og síðu hári. Um daginn bað hann um hárlengingu. Þegar hann verður fullorðinn þá ætlar hann að fara til Jack Sparrowslands, berjast og drekka rom eins og ekta sjóræningi. Hann hefur tilkynnt Kortsettinu þetta og talar með tilhlökkun, hann ætlar að taka Ágústu litlu systur með en foreldrarnir eiga að bíða í flugvélinni á meðan (dont ask). Á meðan hann bíður eftir að fullorðnast lætur hann sér nægja að reyna líkjast Captain Jack Sparrow í öllu, hermir eftir göngulagi og leikur hann drukkinn. Seinustu vikur hefur hann til að mynda ekki farið úr jakka einum sem svipar til jakka goðsins. Einnig gengur hann um með Sparrow hatt, við þetta sett er gæinn svo í bláum gúmmítúttum. Óháð því hvort hitastigið er 30 gráður eða ekki þá fer Björn Kort ekki úr dressinu. Hann er bara flottastur og trúr sínu.
Björn Kort i dressinu

Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.

P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm Ágústa Kort, flottar myndir þar.

Sep 22, 2007

Fæðingarstyrkur húsmæðra

Í ljósi þess að okkur Korturum fæddist lítil falleg stúlka fyrir um það bil 9 vikum þá áttum við fátæku aumingja námsmannadruslunar rétt á fæðingarstyrk námsmanna, þar sem við erum með lögheimil á Íslandi. Styrkurinn er ekki hár rétt um 90 þús á mánuði (í 9 mán saman) en kemur sér þvílíkt vel hérna í US and A þar sem allt er ódýrara fyrir utan heilbrigðistryggingar og leikskólagjöld. Að vísu var það svo mat sjóðsins að frúin hefði ekki verið í fullu námi í 6 HEILA mánuði og því bæri að líta á hana sem vesæla húsmóður og þær þurfa ekki nema 1/2 styrk. Góði fæðingarstyrkurinn sem Kortarar höfðu séð fyrir sér var því ekki alveg að gera sig. Því miður lítið hægt að gera við því. Í seinustu viku fékk Kortfrúin svo boð frá háskólanum um svokallaða Teachers assistant stöðu á þessari önn. Á planinu var að frúin tæki við svona stöðu á komandi vorönn en ekki á haustönn því ekki má vinna á fæðingarstyrknum góða. Tilboðið frá skólanum, fól í sér um 42 þús ísl. á mánuði, töluvert góðan afslátt af skólagjöldum bæði fyrir frúna og Geðið+ mjög góðar heilbrigðistryggingar fyrir aðeins 5 tíma vinnu á viku. Kortarar þurftu ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, úr verður að Geði tekur 6 mánuði hjá sjóðnum og frúin tekur 2 mánuði sem liðnir eru, á mánudaginn byrjar hún svo að vinna. Frúin er því formlega hætt í fæðingarorlofinu og farin að vinna eins og öllum góðum húsmæðrum sæmir... Who's a homemaker now???

Sep 18, 2007

Gesta rapport

Amman komin og farin. Seinustu dagar hafa farið í chill með ömmu pönk sem kíkti á okkur i nokkra daga. Amman sem er hjúkrunarfræðingur eins og stór hluti af því góða fólki sem tengist Korturum, er alltaf á vakt. Á innan við sólarhring frá komu, var gellan búin að greina B.Kort með kviðslit (inguinal hernia). Sú sjúkdómsgreining var svo staðfest af sérfræðingunum á Fairview childrens hospital. Drengurinn þarf því að fara í aðgerð á næstu vikum, gæinn var ekkert rosalega sáttur með það en um leið og hann heyrði af Jack Sparrow verðlaununum sem í boði eru þá breyttist allt. Nú getur gaurinn ekki beðið eftir því að komast undir hnífinn. Amman sá ekkert athugavert við aðra Kortara í þessari ferð. Spurning þó hvort að nýtilkomin en mjög svo hröð tölvu- og netfíkn hafi truflað dómgreindina þar.
Annars áttum við góða og rólega daga, lítið um verslunarráp og annað eins rugl, meira um gönguferðir og afslappelsi. Korthjón skelltu sér á tónleika á laugardagskveldinu að hlusta á Devendra Banhart. Góð stemmning þar. Kortarar þakka ömmunni fyrir innlitið, þangað til næst..


Amman sá um að Kort börnin væru þrifin og flott

p.s. ótrúlegur kraftur í Korturum, búnir að laga nýju Kort-börn síðuna.

Sep 7, 2007

Lærdómur og sprengjur

Skólinn og verknám byrjað hjá Korthjónum, svaka stemmning þar. Það er ekki hægt að segja annað en að skólinn byrji með látum hérna í USA. Í dag kom tilkynning um að rýma ætti Weaver-Densford Hall bygginguna sem hýsir hjúkrunar og lyfjafræðideildirnar vegna sprengjuhótana. Já það segir engin að það sé ekki spennandi og í raun lífshættulegt hjúkrunarfræðinámið hér. Annars var Geði ekki í hættu staddur þar sem hann var í verknámi á VA að sinna geðheilsu þeirra sem þar eru. Annars er þetta í annað sinn sem svona sprengjuhótun berst háskólanum á því ári sem Kortarar eru búnir að vera hér. Þokkalegt ástand hérna í US and A.
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.

Aug 31, 2007

Fæðingarorlofslok

Já, Adam var ekki lengi í paradís. Fæðingarorlof Kortfamilíunnar er brátt á enda. Skólinn byrjar á fullu á þriðjudaginn og þá þýðir ekkert rugl. Annars sjá Korthjón fram á rólega haustönn svona miða við það sem á undan er gengið. Geðið verður í verknámi tvo daga í viku og af og til í tímum á campus. Frúin getur því mætt í tíma á meðan Geði og Ágústa lilla chilla heima. Björn Kort verður í nýja pre-kindergarden skólanum sínum og þar á dúddi pláss frá 6:30 am til 6:30 pm. Við höfum þó ekki hugsað okkur að fullnýta plássið þar, væri gaman að sjá drenginn af og til. Ágústa á svo pantað pláss í sama leikskóla í janúar 2008. Veturinn leggst vel í Kortara. Það verður nóg að gera námið er spennandi og svo eru góðir gestir væntanlegir. Næsti gestur amma pönk er væntanleg 12 sept nk.
Komandi helgi er laborday weekend hérna í US and A. laborday er á mánudagi og því frí. Á dagskrá er chill og aftur chill, matarboð á laugardaginn og state fair á mánudag í góðum félagsskap.
Annars eru Kortarar í skýjunum yfir nýju litlu dömunni sem María og Baddi prodúseruðu. Sendum hamingjuóskir og mjólkurstrauma þangað.

Aug 22, 2007

Maður er manns gaman

Góðir gestir eru farnir. Seinustu þrjár vikur hafa verið ansi gestkvæmar hjá Korturum, sú fyrsta sem kom og fór var engin önnur en frú Íris Björg. Það var svo sem vel við hæfi að hún væri sú fyrsta til að hitta Ágústu Kort þar sem Kortarar með hjálp æðri máttar hafa valið Írisi sem guðmóður Kortstúlkunar. Við höfum fulla trú á að Íris eigi ekki eftir að klúðra því hlutverki sem guðforeldrar hafa, að bera ábyrgð á andlegu og trúarlegu uppeldi barnsins.
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.

Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling


Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.


Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.

The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða

Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.

Aug 11, 2007

Sumarfrí

Sumarfrí/fæðingarorlof (að vísu bara hálft með kveðju frá fæðingarstyrksbatteríinu, Thanks for all the fucking fish) Kortfamilíunar er hafið. Formlega hafið vei vei. Á Kort mansioninu hefur verið gestkvæmt og góðmennt. Nú eru senior hjónin á Völlunum a.k.a. the Costanza's í heimsókn hjá Korturum. Seinustu dagar hafa því farið í Macys eyðslu, chill og góðan mat. Á morgun er svo planið að keyra norður í cabin hérna í Minnesota þar sem stór familían (nota bene minnsta familían á Íslandi, 10 einstaklingar með öllu) mun eyða vikutíma saman. Áhugavert hvernig cabin fever fer í liðið, án TV, internets og annars sukks. Kemur í ljós eftir viku! Biðjum að heilsa þangað til...

Aug 3, 2007

Stóri bróðir

Björn og Ágústa í góðum fíling
Kortfeðgar að baða Kortdömuna

Aug 1, 2007

Andlega gestkvæmt

Við erum með góða gesti hér at the Kort mansion. Íris Björg a.k.a guðmóðir Ágústu Korts og Ásthildur a.k.a guðmóðir Björns Korts og Birgir mávur + börn hafa dvalið hér síðan á laugardag í góðum fíling. Guðmæðurnar hafa að sjálfsögðu verið uppteknar við að kenna Kortbörnunum góða kaþólskasiði, enda eru þær kellur ábyrgar fyrir andlegu uppeldi barnanna. Á milli bæna og bíblíulesturs hafa guðmæðurnar og þeirra fylgifólk einnig dýrkað mammon. Við fyrirgefum þeim það, ekki við öðru að búast þegar fólk er statt í mekka materialismans hérna í Bushlandi og það í sjálfri verslunarborginni sem Minneapolis er.
Íris hefur verið tilnefnd af Kortmeðlimum sem efnilegasti shopper ársins, ekki slæmur titil þar.
Fyrir utan bænir og shopperí þá eru allir hressir, Ágústa Kort er hress og stendur sig vel í nýjum heimi, farin að þyngjast vel, enda gerir barnið ekkert annað en að sofa og drekka. Gott líf þar.
Kortarar þakka vel fyrir allar flottu sængurgjafirnar, þær munu vafalaust koma að góðum notum.
Nýjar myndir eru svo væntanlegar. Over and out.