Jan 14, 2007

Bauerinn er mættur

Loksins, loksins segjum við Kort hjón. Páll vinur okkar a.k.a The díler. Hafði samband í vikunni, hann ólíkt nokkrum sem við þekkjum er með okkur skráð sem frí-vini í útlöndum og getur þarafleiðandi talað við okkur í 120 mín á mánuði (þetta innlegg var styrkt af Ogvodafone). Allavegna dúddi hringdi og tjáði okkur það að fyrstu fjórir þættirnir af nýju 24 seríunni væru komnir. Að okkar mati þá er þetta allt eins og það á að vera. Það var nefnilega í janúar 2006 sem Geð-Kortið og frú prófuðu fyrst 24, áðurnefndur Páll kom þeim á bragðið. Serían smakkaðist svo vel að í sama janúarmánuði var horft á fjórar seríur af 24 eða allar seríur sem í boði voru. Það er vert að taka fram að á þessum tíma var Geðið í fullri vinnu og frúin í fullu námi og vinnu með. Töluverður tími fór einnig í vini, fjölskyldu, samtök atvinnulífsins og bootcampið góða. Svo ekki sé gleymt B-Kortinu. Hjónin spýttu því í lófana og komust fljótlega að því að best væri að horfa á 6 þætti í einum rykk. Þannig var lítið um svefn á Seljavegi 29 þann janúarmánuðinn. Þar sem þættirnir gerast í rauntíma þá er gróflega hægt að reikna með að 4X24 séu sirka 96 klst sem fóru í hardcore tv gláp. Þessu óhóflega 24 áhorfi fylgdu aukakvillar sem algengt er að komi fram þegar ekki er gætt hófs. Í tilviki Kort fjölskyldunar var um aukna paranoju að ræða, gamal kjarnorkuótti síðan úr bernsku kom fram ásamt snöggum hreyfingu, sérstaklega þegar síminn hringdi því þar gat verið um þjóðaröryggi að ræða. Eins fjölgaði svörtum SVU bílum mikið í Vesturbænum á þessum tíma. Það voru ekki bara ókostir sem fylgdu stuffinu, 24 serían hafði góð áhrif á Korthjónabandi, þar sem um sameiginleg markmið var að ræða, þ.e.a.s að klára hélvítis seríunar sem fyrst. Seinna á vormánuðum þegar hjónin voru farinn að venjast aukakvillunum otaði áðurnefndur Páll síðan að þeim seríu 5 af 24. Hún var afgreidd á mettíma og þar með héldum við að þetta væri búið. Svo var víst ekki málið því Pálinn kom okkur á Prison break bragðið og því þurfti að afgreiða þá seríu líka en það er samt ekki sama stuff og Bauerinn þó gott sé. Hjónin voru sem sagt komin með um 6 mánuði án 24 og allt gekk vel. Þangað til Páll hringdi í vikunni með 24 tíðindin. Sem í sjálfur sér eru ekki slæm nema fyrir það að ekki er hægt að nálgast alla seríuna í einu. Heldur er gert ráð fyrir því að við þurfum að bíða....... Það er ekki alveg að ganga upp að okkar mati. Við örvæntum þó ekki og huggum okkur við það að geta klárað Prison break seríu 2 á meðan við bíðum eftir næsta 24 skammti.... Að okkar mati þá lofar 6 serían mjög góðu og Bauerinn er bara flottur...

12 comments:

Ally said...

Bauer byrjaði að sökka í þriðju seríu og hefur sökkað síðan.
Peace

Anonymous said...

Þið eruð frábær!

Ég er nú orðin eigandi að svokölluðum Flakkara sem er stútfullur af ýmislegum useless informations eins og 2 stk. seríur af Prison Break. Allt stöffið af Arrested developement, AliG og Borat og svo mætti lengi telja - EN það er eitt smáatriði!!!!!! Sem verður reyndar að stóratriði - því að tölvuna vantar ákveðin forrit til að horfa á efnið :(

Anonymous said...

Hulda ....
ef maður veit núll um eitthvað er best að tjá sig ekkert um það ....

Bauerinn rokkar ...

Anonymous said...

hey, hver bauð Sigga eiginlega???

En, ef að þið eruð með góða útgáfu af PB2 við hendina þá erum við fíklarnir á Hagamel tilbúin í næsta skammt :D

Fláráður said...

Ég lærði allt um hverja sé ókei að drepa frá Bauer. Samt held ég að ég hafi skemmt mér mest yfir og klárað á skemmstum tíma Firefly þættina. Þar var gott sjónvarpsefni á ferðinni.

Ally said...

Nei nei nei nei það eru allir hér á villigötum.
Heroes er málið núna! Og ég á svo ótrúlega frábæran vin, MEIRIHÁTTAR VIN, sem á 11 Heroes þætti á flakkaranum sínum sem ætlar að láta mig fá þá.

Unknown said...

óska eftir flakkaravinum.
Mega vera skrítnir og jafnvel leiðinlegir, en þurfa að hafa góðan smekk á skemmtiefni til áhorfs og sterka löngun til að deila því með öðrum.

Kveðja,
Húsmóðir í vesturbænum

Anonymous said...

Bauerinn.. vá jafnáhugaverður karakter og stjörnustrákur í jóladagatali sjónvarpsins:)

Anonymous said...

Veit ekki hversu mikið skal segja um hversu "áhugaverður" Bauer er,,,
en eitt er víst að hann er ekki meðskopskyn upp á tíu.!!
Ég hugsa að foreldrar hans hafi verið alkahólistar, eða geðsjúklingar, eða eithvað þaðan af verra, mér finnst bara stundum vanta allann kærleik í hann........
Miðaldra gaur með allt í hassi , alltafað eltast við mjög-mjög-mjög vonda gaura, sem hafa það eitt að markmiði að rústa heimnum, soldið eins og blanda af Bond,John Mcclaine,the Saint,Dirty Harry, .
Ýmindið ykkur ef hann myndi beyta þessum kröftum til Góðgerðarmála,
eða starfa sem skólastjóri í mið-Afríku, þá myndi maður heyra,
" DRULLIST TIL AÐ LÆRA HEIMA" o.s.frv. hann myndi uppræta alla fávisku og lesleysi á nokkrum önnum
með eldmóði og krafti myndi hann kenna öllum börnum í Afríku á hljóðfæri, íþróttir og að lesa, !
þetta þætti mér áhugaverðir þættir til þess að fylgjast með, EN NEIII.... ÞETTA ER ALLTOF ÓTRÚLEGT.

Anders said...

De kalder det 24 timer og hvert afsnit skal være 60 min.
Sku ikke hvis man klipper reklamerne ud så er det 45 min.

45 min x 24 afsnit = 18 timer. Hvad laver Bauer i de sidste 6 timer ??? Se reklamer eller skider. ja jeg sprøg bare.

kort og godt en lorte serie.....

spørgsmål 2 hvad laver alle I ærlige ædru mennesker med pirat kopier af alle mulige serier ???

Kort said...

Hey danski-- Talaðu við hendina!!!

Anonymous said...

Ég gæti hreinlega ekki verið meira sammála Kortish...
Bauer og Scofield eru MÁLIÐ!!
Mikið hlakka ég til þegar mínar tæknivæddu vinkonur fylla ljóta en þó brúkanlegan flakkarann af þessum þáttum!
Þá verður gleðin við völd hér í úthverfinu!