Jan 6, 2007

Chill og frí

Nýja árið komið og Kortarar ennþá í frímóki og afslöppun. Skólinn byrjar 16 jan þannig að það fer að sjá fyrir endanum á the everlasting fríi. Annars höfum við haft það gott. Áramótin voru lágstemmd en velstemmd. Frúin og Draumurinn byrjuðu gamlársdaginn á því að hjálpa öðrum. Þar sem það var 31 mánaðarins þá var komið að sjálfboðavinnu Kortaranna við það að gefa fátækum og heimilislausum mat í St.Paul. Í þetta sinn hjálpuðum við til við að útbúa matinn. Eftir það var dagurinn góður, auðvitað ekki annað í boði þegar búið er að hjálpa öðrum. Hið andlega lögmál klikkar ekki! Seinustu dagar hafa svo farið í hvíld, bíóferðir, chill, kjaftasögur og reynslusögur Draumsins (af nóg af taka þar). Á fimmtdaginn skiptum við svo út gestum þar sem Draumurinn hélt í bissnesferð til San Fransisco, gæinn í góðum fíling þar. Ástgeir a.k.a the big one eða Scofieldinn kom í skiptum fyrir Drauminn. Í gær fórum við í smá road trip til háskólabæjarins Madison sem er í Wisconsin sem er næsta fylki við okkur. Skemmtileg ferð þar. Draumurinn hefur lært af reynslunni þar sem hann lét vita af sér í gær. Öll líffæri og annað á réttum stað þar og því allir heavy ánægðir.
Annars óskar Kortfamilían Páli a.k.a the dealer og Unni og co innilega til lukku með litlu prinsessuna sem fæddist 2 jan. Það verður gaman að eiga annað barn sem er á sama skólaári og ykkar-- okkar barn verður þó að öllum líkindum miklu stærra :)

2 comments:

Anonymous said...

Óska the Dealer og co innilega til hamingju með the little princess! Ég er alveg viss um að Unnur kunni að flétta hár - annað en sumir!
The Kort´s and the Le Dream - ég fæ alveg tár in the eyes af að lesa um hve ykkur er annt um náungann. Ef enn fleiri myndu nú gera eins og þið þá væri nú heimurinn enn betri!
Hafið það nú reglulega gott næstu viku áður en skólinn hefst! Mér líst vel á ykkur að skoða vel og rækilega umhverfi ykkar þarna í US and A.

Anders said...

jaja i er sku for langt ude, Iris dumper Jer i Mannlega samskipti !!!! og den er jeg sku helt med på.
Et zonarbilled på en blogside, er det på den måde man skal høre om den slags. Hvad med et opkald eller noget næ nej på en blogside. Og i kalder jer mine venner !!!!!
Når men tillykke alligevel :-)

Er jeg den eneste læser af denne blogside som synes de er langt ude ??? lad mig høre fra jer....