Jan 9, 2007

Breytingar á nýju ári

Í stemmningu nýs árs og í tilhlökkunarvímu fyrir því sem koma skal, ákvað B-Kort í samráði við foreldra sína að nú væri nóg komið. Oft væri þörf en nú væri nauðsyn. Feminista hjúkkan og Waldorf mamman ákváðu að best væri að fylgja hefðbundnum venjum og gildum sem fyrirfinnast í því samfélagi sem við búum í dag. Þó svo við væru ekki sammála. Já, það var ekki létt að láta undan kröfu samborgara okkar en eftir þónokkrar ábendingar og lúmsk og ekki lúmsk skot, gáfumst við upp. Við viljum ekki vera frávik. Ákváðum með okkur að beina kröftum okkar að öðru. Þeir hafa unnið þessa lotu en við erum ekki sigruð, ónei alls ekki sigruð. Við höldum áfram að reyna ala Björn Kort uppí því að allir séu jafnir, karlar og konur, óháð litarhætti, líkamsbyggingu, augnalit, skóstærð, hársídd og öðru. Við töpuðum einni orrustu en stríðið er langt frá því tapað. Spurningar eins what does she like? Oh, how old is she? Náðu til okkar á endanum, Jú og auðvitað ótal samningsviðræður (með misjöfnum árangri) til að þvo hárið. Framkvæmdin varð að veruleika.
B fyrir breytingu, svalur að vana
Hin nýji B-Kort, töff
(smá svipur þarna frá öfum sínum)

13 comments:

Anonymous said...

Hann er soldið líkur Ófeigi Nóa sem kom á klakann með Söru systur núna um jólin. Sara var orðin frekar þreytt á því að hann væri kallaður Emil í Kattholti og hefur ákveðið að klippa kappann. Einhvernveginn fær hún samt meiri samúð frá mér fyrir lúffið heldur en þið ;-)

Anonymous said...

Við amma pönk skiljum þá skærin eftir heima - við vorum búnar að plana hvernig við ættum að ná honum þegar þið væruð ekki heima og semja sögu um hvernig hann hefði klínt tyggjó í hárið ...

Anonymous said...

Hann er bara flottastur!

Nú er hann cool á því!

Anonymous said...

Nú, svo hann lítur svona út. Náttúrulega mjög flottur!

Anonymous said...

hann er nú þvílíkur sjarmur hann litli kort, greinilega vandað vel til verka við baksturinn á honum, :-)

annars var mér sterkt hugsað til þín í gær frú Kort, á korter yfir 6 samkomu okkar felstra glæslikvenna í leynifélaginnu,en þar var mikið minnst á ´´Gaurinn,, og veit ég ekki betur en að þú eigir heiðurinn á þeirri nafngift. svona er nú lífið skemmtilegt hér heima á klakkanum. lifið heil... jibbíí

Fláráður said...

But she was soooo cute

Anders said...

Klip det hår, jeg har stadig traumaer efter at være blevet kaldet en pige fordi min skøre forældre lod mit hår vokse. Jeg tror faktisk det er derfor jeg drak...

Anonymous said...

Anders drakk bara af því hann var eymingi

Anonymous said...

Flottur gæi, nú er hann flottastur. hlakka til að sjá hann í vor.
amman

Anonymous said...

Auja, er amma þín pönkari? Er það þess vegna sem þú hefur alltaf verið að reyna að hanga með mér? Minni ég þig á ömmu þína?

Vaffarinn

Kort said...

Fyndið Margrét V. En pönkarinn er tengdó og ótrúlegt en ekki þá er hún nafna þín. Kannski fíla ég bara konur sem heita Margrét, óháð hárlit, aldri eða skapgerð.

Kort said...

Og já Margrét, hvað er málið með bloggið þitt? Ég get ekki lifað án þess og þú veist það.

Anonymous said...

Ég er að endurskoða stefnu mína í bloggmálum. Þangað til að stefnan hefur verið full mótuð verður sjoppan lokuð. Það eru víst allir að drepast úr spenningi yfir væntanlegum breytum, eða a.m.k. ég. Ég er rosa spennt. Get ekki sofnað af spenningi.

Heyrðu, ég gæti líka bara algjörlega hætt að blogga og farið að koma með mjög löng og opinská komment á síðuna ykkar á hverjum degi.

kv,
Vaffarinn
P.s. mér finnst ógeðslega töff að skrifa Vaffarinn undir. Mér finnst ég ógeðlega töff Vaffari.