Jan 20, 2007

Skólinn, áætlanir

Skólinn er byrjaður og Kortarar ánægðir með það. Loksins loksins segja sumir. Þetta lítur vel út og ætti að geta orðið ansi skemmtileg önn hjá hjónakornum (það er að segja ef heilinn frýs ekki útaf kuldanum hérna). Það er munur að labba um háskólasvæði þar sem nemendur eru um 45.000, aðeins stærra og fjölmennara en . Geðið er búið að kenna/leiðbeina fyrsta tímann og gekk það svona asskoti vel. Eitt er víst að það verður nóg að gera hjá Korturum á þessari önn. Við fögnum því á sama tíma og við gefum skít í aðgerðarleysi og annað eins sukk. Ó, nei ekki til hjá þessari familíu. Annars fóru læknavísindin illa með okkur í dag. Samkvæmt því sem við héldum þá bara Kortbúinn um 14 vikna og var væntalegur í kringum 19 júlí. Í mæðraskoðun í dag var frúnni seinkað til 26 júlí og því ekki komin nema um 13 vikur. Seinna í dag eftir samráð við lækni var ætlaður fæðingardagur færður fram til 16 júlí. Erum því komin næstum því 15 vikur. Gaman að þessu. Fyndið samt að hugsa út í þessar pælingar, eins og krakkinn fylgi þeim eitthvað. Ef þessi Kortari er eitthvað líkur Frúnni og B-Kort, verður hann seinn. Ó, já hann verður seinn.

5 comments:

Anonymous said...

Hvaða hvaða - mikið svakalega var áætlaður komudagur mikið á reiki! Auja mín - skipulagning og ekkert annað en skipulagning í slíkum business!
En ég spái því eins og Kortararnir hafa viðurkennt að Kortbúinn muni mæta á svæðið seinni-seinnipartinn í júlí - thank you!

Ally said...

Ómægod. Hvort gerir þessi nýja dagsetning það líklegra eða ólíklegra að við heiðurshjónin höfum legið hinum megin við þunnt tjald er atburður þessi fór fram??

Anonymous said...

Amman er búin að senda Birni vettlinga og sokka svona til að nota í kuldanum. Varðandi bumbubúann munum við elska hann jafn mikið hvenær sem hann kemur og hvort sem það verður strákur eða stelpa.
Kveðja amman

Anonymous said...

jamm . það verður allvegana gaman, að kynnast, þessum nýja kortara, eins skrýtið og það hljómar, þá verður gaman að sjá fjölskylduna ykkar stækka. !!!

Anonymous said...

eru þetta ekki bara tvíburar - annar sem fæðist 15. og hinn 26.?
Maður bara veltir því fyrir sér!