Jan 25, 2007

Hversdagsleiki

Já, lífið hjá okkur Korturum heldur áfram hérna í US and A. Nú er komin rútína í mannskapinn og dagarnir virka styttri og því minni tími í dægradvöl eins og bloggskrif. En við ólíkt öðrum sem við þekkjum gefumst ekki upp sökum elli eða annars rugls. Á milli normallífs og rútínu þá skipuleggja Kortarar tímann í nánustu framtíð. Góður grunnur og æfing í dagsplönum kemur sér ansi vel þar. Það sem liggur fyrir í réttri tímaröð, afmæli B. korts og gönguskíði í febrúar, hugsanleg heimsókn til verkfræðingsins í Seattle í spring break í mars, heimsókn ömmu pönk, guðmóðurinnar og framsóknardragsins í apríl, annarlok í maí og byrjun sumarannar, flutningar í júní-júlí, fæðing í júlí, heimsóknir og cabin-chill með aratúnssettinu og kærustuparinu úr Hafnarfirði+ börnum í ágúst: Gróft plan en lítur vel út. Hin ameríska félagsmótun gengur misvel hjá korturunum en Geðið hefur vinninginn þar. Gæinn er til að mynda ennþá spenntur fyrir því að koma sér í herinn. Við sjáum hvernig það fer. Við erum þakklát fyrir það að hann skuli ennþá tala íslensku við okkur hin. B.Kort er mjög spenntur fyrir því að eiga bráðum afmæli og verða þá stór strákur. Spenntastur er drengurinn þó fyrir því að verða fullorðinn. Því þá, eins og hann skilur það ,getur hann drukkið bjór og vín eins og hann vill. Við náum þessu ekki, en reynum hvað við getum að benda á að erfðafræðin vinnur ekki með honum þar. Korthjónin eiga því vandasamt verk fyrir höndum. Eins hefur gæinn líst því yfir að ef nýja barnið verði vont, þá ætli hann að skjóta það. Ætli þetta þýði ekki að BK sé að aðlagast Bandarísku samfélagi hraðar og betur en björtustu útreikningar gerðu ráð fyrir........

9 comments:

Anonymous said...

Oh my god!
Hvernig á þetta eftir að enda?? Geðið komið í herinn! Sá litli með massíva byssudellu - verður flottur með Bush og öllum hinum. En hvað verður með Frúnna? Hmmm.... þetta er farið að hljóma eins og í sápuóperu!

Annars líst mér alveg svakalega vel á planið! Sounds like a plan!

Anonymous said...

Ég held að ofmikið 24 áhorf sé farið að taka sinn toll á geðið, næsti þáttur var í þessu að lenda ....

Það verður greinilega nóg að gera hjá ykkur á næstu misserum, sérstaklega þá með B.kort, Markús er einnmitt komin með svona byssu æði en hefur ekki enn hótað að skjóta litlu systir sína (en er orðinn annsi abó) ....

Við biðjum að heilsa til Bush-lands.

Ally said...

Sko ég veit ekki hvað Bushland ber mikla ábyrgð hér.
Frá Mekka Waldorfstefnunnar, hinu leiðinlega Svíaríki, kemur einmitt skáldverkið "Ég vil líka eignast systkini" eftir Astrid Lindgren.
Þar eignast Pétur litla systur, Lenu, og hann stingur einmitt upp á því við mömmu sína að þau skjóti Lenu. Svo ég veit það ekki. Litlir strákar virðast vilja skjóta systkini sín í ýmsum löndum, mis politically correct löndum.
Þarf ekki sonur ykkar bara fleiri andlitslausar brúður til að elska?
Nei ég bara er að velta þessu fyrir mér.....

Anonymous said...

ég vona bara að ekkert af þessu rætist - annars verðum við að fara að stofna samtökin Kortin heim!

Fláráður said...

Ég tek undir með fyrri kommenntum að maör er bara farinn að hafa svolitlar áhyggjur af ykkur.

Anders said...

JA som Pædagog kan jeg kun sige at de første 3 år af barnets liv er det sommer ligger grundlaget for hvordan man bliver som voksen. Det påstår nogle teoretikere og det passer fint til at underbygge min teori.
Så er det jo ikke USA som har gjort at Bjørn ser ud til at blive alkoholisk massemorder. Næ det er han tidlige år på Island.
Hvad skete der så der,
ja jeg tror at massemordere kommer fordi han gik på Steinar børnehave, fik det samme at æde dag ud og dag ind, fik lov at lege med dukker uden ansigt (det er da nok til at ødelægge hvem som helst) skulle lytte til mærkelige eventyr og gå i økologisk uld undertøj.
Alkoholikere kommer jo fordi at Auja drak mens hun gav ham bryst, det ved alle da.....Auja kom ud af skabet med det.

Anonymous said...

Hann stakk ekki upp á því að skjóta barnið. Honum misheyrðist, litla skinninu. En fyrst barði hann barnið.

Já þetta er átakanlega saga um barn sem vill eignast systkin.

ykkar B. (sem les þessa bók MJÖG oft)

Unknown said...

Ég bíð enn eftir FLUGMIÐANUM???? Þetta er nú alveg hætt að vera fyndið!?!

Sé á þessum skrifum að það er farið að bráðliggja á því að ég heimsæki ykkur og komi vitinu fyrir ykkur. Íslenskt Nasizta AA er uppskrift sem klikkar aldrei <:)

En farið varlega, ég veit að þetta hljómar MJÖG ótrúlega en Anders gæti í raun haft rétt fyrir sér hér að ofan (held að það hljóti að vera fyrsta sannleikskornið frá honum hér á öldum rafbylgna), Björn er án nokkurs vafa skemmdur af stöðugri umgengni við 2 afskaplega stórskemmda alkahólista, foreldra sína, og ljósið sem að við sjáum í augunum á guttanum er án vafa fallegur saklaus ljósengill sem bíður þess að vera hleypt úr prísundinni.

Anyways, Gísli as I'm told you don't prefer Icelandic anymore just wanted to send my warmest greetings from Iceland. I'm quite sure that you would rather prefer the cheerful foggy and almost warm surroundings over here now, rather then the f...... cold over in Bushland (a.k.a most part of North America and as it seems a growing area in the not so bushy Arabia).
Ask anybody that isn't starcraving crasy from Boot Camp, the forces suck.

En jæja, bítið í punginn á ykkur og our warm love from Iceland Gísli.

Anonymous said...

Kortarar!
Ég er komin í hrikalegt fráhvarf hérna megin Atlantshafsins - thank you very much!
Vonandi eruð þið að vinna í þessu tölvusambandsleysi! Alveg glatað að koma manni á bragðið og hverfa svo!
Meira blogg - meira blogg!!!!!
kv. úr raunheimum!