Jan 17, 2007

Kuldi

Það er ekki verið að grínast með kuldann hérna. Í morgun þegar Frúin lagði af stað í skólann í morgun sýndi mælirinn -18 á celsíus. Kort familían hefur komist að því með vísindalegum tilraunum að -1c í Minneapolis er meira en -1c á Íslandi. Hefur eitthvað með rakastig og annað að gera. Kosturinn við veðrið hér er þó að alla jafnan er logn og ekki slabb dauðans. Ef það væri ekki fyrir hin eðal lífrænu dönsku ullarnærföt. Þá værum við öll frosin (þar hefur það Bauni, sem gat gagnrýnt ullarkaupin út í það endalausa). Við þökkum guði fyrir hlýju ullina. Við eigum í smá erfiðleikum með að blogga þar sem puttarnir okkar eru frosnir. Eigum þó von á því að líkamar okkar aðlagist kuldanum fljótt. Þangað til sendið okkur hlýjar hugsanir.

7 comments:

Fláráður said...

Hva, eruði ekki Íslendingar!?!?!

Anonymous said...

Þetta held ég bara að sé í fyrsta sinn sem ég heyri ykkur tala neikvætt um að búa í USA,
kanski, jafnvel saknið þið okkar eftir allt saman,

p.s. hvað heitir aftur síðan sem maður kvartar undan kellingunum Gísli?

Gisli said...

jepparogbyssur.is ???

Anonymous said...

Þið eigið alla mína samúð (þið getið rétt ímyndað ykkur hversu mikil hún er ;-)

Er þetta væl vísbending um andlegt ástand ykkar eða eruð þið orðin svona samdauna Bandarískum hugsunarhætti?

B said...

Eruði að biðja mig um að hugsa? Eruði brjáluð - vitiði ekki að ég er með stórhættulegan haus sem er að reyna að drepa mig. Annars er rokk í kvöld - þín er saknað Auja.

P.s. Bjarnþór - kellingar???? seriously????
Svo hefur þú enga ástæðu til að kvarta - hefur ekkert nema fyrsta flokks konur í kringum þig.

kveðja B.

Anonymous said...

Þetta er nú meira ástandið! Hvernig er það - eruð þið búin að fjárfesta í svona ski-masks?? Hlýtur bara að verða ómissandi í svonalöguðu!
Svo muniði það að nú eru væntanlega öll Mall-in yfirfull af gangandi eldri borgurum! Þið gætuð kannski fengið inngöngu í svona "walking club"?

Anders said...

hahahahahahahahahaahaahahahahahaahahahaahaah
Jeg tror nu stadig på at det IKKE økologiske ullundertøj som de islandske sveitakællinger laver er lige så godt.

Men ellers kender jeg godt til det med fugtigheden. 10 minus grader er sku ikke det samme på Island som i Danmark. Det er sindsygt koldt i Danmark.

Måske er det derfor det økologiske undertøj blev opfundet. Og den fri porno, det holder også en varm....