Jan 29, 2007

Vont-Karma

Nu turfa Kortin ad vara sig. Allt 24 og prison break nidurhalid er ad koma i rassgatid a okkur. Seinasta vika byrjadi a tvi ad Ipodinn biladi svo baettist okkar lille ven ferda-DVD spilarinn vid, ekki gafumst vid upp eftir tad, svo gaf hardi diskurinn a tolvunni sig (Ta missti fruin tad). Toppurinn a ollu var svo tegar gsm simi Gedsins gafst upp a fostudaginn. Vid vonum ad allt se tegar fernt er! Buid ad redda ipodinum. Ekki er somu sogu ad segja um dvd-spilarann og tolvuna tvi allt svona rugl tekur lagmark 10 til 12 bissnes daga herna i ameriku. Vid reynum ad orvaenta ekki og tokkum allar hlyjar kvedjur og hugsanir. Vid neydumst liklegast til ad kaupa nyja tolvu i dag og tar med afgreida malid. Vonandi verda Dell menn jafn lidlegir og Apple gaurar i teim efnum. Seinustu dagar hafa verid skrytnir og olikir tvi sem vid eigum ad venjast. Vid hofum til ad mynda neyddst til tess ad tala saman. Netfrahvorfin hafa komid mismikid nidra Kortmedlimum, Gedid hefur a tessum erifdu timum leitad meira i baen og hugleidslu a medan fruinn hefur verid, eirdarlaus og skapstygg. I gaer tok hun svo ut likamleg frahvorf tegar hun aeldi halfa nottina. Vid bjodum ogledina velkomna aftur eda ekki. B-Kort a.k.a the yoga dude hefur tekid tessu ovenjulega vel, medal annars hefur hann eytt timanum i framtidarplon. Gaeinn hefur akvedid ad verda logreglustjori sem handtekur illmenni.

Jan 25, 2007

Hversdagsleiki

Já, lífið hjá okkur Korturum heldur áfram hérna í US and A. Nú er komin rútína í mannskapinn og dagarnir virka styttri og því minni tími í dægradvöl eins og bloggskrif. En við ólíkt öðrum sem við þekkjum gefumst ekki upp sökum elli eða annars rugls. Á milli normallífs og rútínu þá skipuleggja Kortarar tímann í nánustu framtíð. Góður grunnur og æfing í dagsplönum kemur sér ansi vel þar. Það sem liggur fyrir í réttri tímaröð, afmæli B. korts og gönguskíði í febrúar, hugsanleg heimsókn til verkfræðingsins í Seattle í spring break í mars, heimsókn ömmu pönk, guðmóðurinnar og framsóknardragsins í apríl, annarlok í maí og byrjun sumarannar, flutningar í júní-júlí, fæðing í júlí, heimsóknir og cabin-chill með aratúnssettinu og kærustuparinu úr Hafnarfirði+ börnum í ágúst: Gróft plan en lítur vel út. Hin ameríska félagsmótun gengur misvel hjá korturunum en Geðið hefur vinninginn þar. Gæinn er til að mynda ennþá spenntur fyrir því að koma sér í herinn. Við sjáum hvernig það fer. Við erum þakklát fyrir það að hann skuli ennþá tala íslensku við okkur hin. B.Kort er mjög spenntur fyrir því að eiga bráðum afmæli og verða þá stór strákur. Spenntastur er drengurinn þó fyrir því að verða fullorðinn. Því þá, eins og hann skilur það ,getur hann drukkið bjór og vín eins og hann vill. Við náum þessu ekki, en reynum hvað við getum að benda á að erfðafræðin vinnur ekki með honum þar. Korthjónin eiga því vandasamt verk fyrir höndum. Eins hefur gæinn líst því yfir að ef nýja barnið verði vont, þá ætli hann að skjóta það. Ætli þetta þýði ekki að BK sé að aðlagast Bandarísku samfélagi hraðar og betur en björtustu útreikningar gerðu ráð fyrir........

Jan 20, 2007

Skólinn, áætlanir

Skólinn er byrjaður og Kortarar ánægðir með það. Loksins loksins segja sumir. Þetta lítur vel út og ætti að geta orðið ansi skemmtileg önn hjá hjónakornum (það er að segja ef heilinn frýs ekki útaf kuldanum hérna). Það er munur að labba um háskólasvæði þar sem nemendur eru um 45.000, aðeins stærra og fjölmennara en . Geðið er búið að kenna/leiðbeina fyrsta tímann og gekk það svona asskoti vel. Eitt er víst að það verður nóg að gera hjá Korturum á þessari önn. Við fögnum því á sama tíma og við gefum skít í aðgerðarleysi og annað eins sukk. Ó, nei ekki til hjá þessari familíu. Annars fóru læknavísindin illa með okkur í dag. Samkvæmt því sem við héldum þá bara Kortbúinn um 14 vikna og var væntalegur í kringum 19 júlí. Í mæðraskoðun í dag var frúnni seinkað til 26 júlí og því ekki komin nema um 13 vikur. Seinna í dag eftir samráð við lækni var ætlaður fæðingardagur færður fram til 16 júlí. Erum því komin næstum því 15 vikur. Gaman að þessu. Fyndið samt að hugsa út í þessar pælingar, eins og krakkinn fylgi þeim eitthvað. Ef þessi Kortari er eitthvað líkur Frúnni og B-Kort, verður hann seinn. Ó, já hann verður seinn.

Jan 17, 2007

Kuldi

Það er ekki verið að grínast með kuldann hérna. Í morgun þegar Frúin lagði af stað í skólann í morgun sýndi mælirinn -18 á celsíus. Kort familían hefur komist að því með vísindalegum tilraunum að -1c í Minneapolis er meira en -1c á Íslandi. Hefur eitthvað með rakastig og annað að gera. Kosturinn við veðrið hér er þó að alla jafnan er logn og ekki slabb dauðans. Ef það væri ekki fyrir hin eðal lífrænu dönsku ullarnærföt. Þá værum við öll frosin (þar hefur það Bauni, sem gat gagnrýnt ullarkaupin út í það endalausa). Við þökkum guði fyrir hlýju ullina. Við eigum í smá erfiðleikum með að blogga þar sem puttarnir okkar eru frosnir. Eigum þó von á því að líkamar okkar aðlagist kuldanum fljótt. Þangað til sendið okkur hlýjar hugsanir.

Jan 14, 2007

Bauerinn er mættur

Loksins, loksins segjum við Kort hjón. Páll vinur okkar a.k.a The díler. Hafði samband í vikunni, hann ólíkt nokkrum sem við þekkjum er með okkur skráð sem frí-vini í útlöndum og getur þarafleiðandi talað við okkur í 120 mín á mánuði (þetta innlegg var styrkt af Ogvodafone). Allavegna dúddi hringdi og tjáði okkur það að fyrstu fjórir þættirnir af nýju 24 seríunni væru komnir. Að okkar mati þá er þetta allt eins og það á að vera. Það var nefnilega í janúar 2006 sem Geð-Kortið og frú prófuðu fyrst 24, áðurnefndur Páll kom þeim á bragðið. Serían smakkaðist svo vel að í sama janúarmánuði var horft á fjórar seríur af 24 eða allar seríur sem í boði voru. Það er vert að taka fram að á þessum tíma var Geðið í fullri vinnu og frúin í fullu námi og vinnu með. Töluverður tími fór einnig í vini, fjölskyldu, samtök atvinnulífsins og bootcampið góða. Svo ekki sé gleymt B-Kortinu. Hjónin spýttu því í lófana og komust fljótlega að því að best væri að horfa á 6 þætti í einum rykk. Þannig var lítið um svefn á Seljavegi 29 þann janúarmánuðinn. Þar sem þættirnir gerast í rauntíma þá er gróflega hægt að reikna með að 4X24 séu sirka 96 klst sem fóru í hardcore tv gláp. Þessu óhóflega 24 áhorfi fylgdu aukakvillar sem algengt er að komi fram þegar ekki er gætt hófs. Í tilviki Kort fjölskyldunar var um aukna paranoju að ræða, gamal kjarnorkuótti síðan úr bernsku kom fram ásamt snöggum hreyfingu, sérstaklega þegar síminn hringdi því þar gat verið um þjóðaröryggi að ræða. Eins fjölgaði svörtum SVU bílum mikið í Vesturbænum á þessum tíma. Það voru ekki bara ókostir sem fylgdu stuffinu, 24 serían hafði góð áhrif á Korthjónabandi, þar sem um sameiginleg markmið var að ræða, þ.e.a.s að klára hélvítis seríunar sem fyrst. Seinna á vormánuðum þegar hjónin voru farinn að venjast aukakvillunum otaði áðurnefndur Páll síðan að þeim seríu 5 af 24. Hún var afgreidd á mettíma og þar með héldum við að þetta væri búið. Svo var víst ekki málið því Pálinn kom okkur á Prison break bragðið og því þurfti að afgreiða þá seríu líka en það er samt ekki sama stuff og Bauerinn þó gott sé. Hjónin voru sem sagt komin með um 6 mánuði án 24 og allt gekk vel. Þangað til Páll hringdi í vikunni með 24 tíðindin. Sem í sjálfur sér eru ekki slæm nema fyrir það að ekki er hægt að nálgast alla seríuna í einu. Heldur er gert ráð fyrir því að við þurfum að bíða....... Það er ekki alveg að ganga upp að okkar mati. Við örvæntum þó ekki og huggum okkur við það að geta klárað Prison break seríu 2 á meðan við bíðum eftir næsta 24 skammti.... Að okkar mati þá lofar 6 serían mjög góðu og Bauerinn er bara flottur...

Jan 12, 2007

Áfangar

Rútínan er að byrja. Fríið að taka enda. Á þriðjudaginn byrjar skólinn. So it begins... Þangað til chill og veikindi. Já Geð-Kortið er veikur. Dúddi með berkjubólgu, liggur fyrir og bíður eftir að pensílinið kikki inn. Seinustu dagar hafa verið ljúfir, einstaklega ljúfir. Við byrjuðum á því að kveðja verkfræðinginn á sunnudaginn. Sá gestur fær hrós frá Kort fjölskyldunni fyrir að vera einstaklega gestgjafavænn. Greinilegt að þar er á ferðinni vel upp alinn drengur sem veit hvað kurteisi þýðir. Þó svo hann eigi það til að detta út og keyra í hringi þá líkar okkur vel við hann. Daginn eftir eða á mánudaginn mætti Draumurinn svo aftur eftir ferðalag til San Francisco. What happend in San Francisco stays in San Francisco. Segjum ekki meir um það. Eftir að Draumurinn hafði fyllt sig upp af varningi frá Victorias Secret var hann ready að fara heim til the old country á þriðjudaginn. Þannig fór um sjóferð þá. Nú eru allir gestir farnir- bara gone. Við eigum ekki von á neinum fyrr enn í fyrsta lagi í mars. Þar sem Icelandair fljúga ekki næstu tvo mánuði til Minneapolis. Við lifum það af, í versta falli þurfum við að talast við. Annars er gott að hafa tíma til að byrja í og einbeita sér að skólanum. B-Kort spyr þó á hverjum degi hvenær framsóknardragið hann Tommi frændi kemur. Við eigum von á þeim eðalgaur í lok apríl ásamt trúuðu guðmóðurinni og ömmu pönk. Þá verður tekið á því.
Stærstu fréttirnar eða áfanginn öllu heldur er að á morgun (eða í dag) 12 janúar eru 8 ár síðan Geð-Kortið lagði frakkanum, hætti að vera andsetinn, andfélagslegur, hættulegur og líklegast hundleiðinlegur (samkvæmt nánustu fjölskyldu). Já 8 ár (endalaus tala, tákn fyrir eilífðina, enda gömul sál á ferð, líklegast Indjáni í fyrri lífum eða jógi, annaðhvort, pottþétt). Við fögnum ákvörðun Geðsins um að prófa að breytast og ákveða að vera hress og opin fyrir 8 árum síðan. Guð veit að það hefur borið ávexti í lífi hans og fleiri. Vei vei,
Eins óskum við Palla a.k.a the díler og þá kannski sérstaklega fjölskyldu hans með 10 árin sem hann fagnar í dag-Páll þessu áttum við aldrei von á og það veistu!! Til lukku kallar! Við erum ánægð með ykkur og elskum ykkur skilyrðislaust- keep up the good work or die miserable and alone.

Jan 9, 2007

Breytingar á nýju ári

Í stemmningu nýs árs og í tilhlökkunarvímu fyrir því sem koma skal, ákvað B-Kort í samráði við foreldra sína að nú væri nóg komið. Oft væri þörf en nú væri nauðsyn. Feminista hjúkkan og Waldorf mamman ákváðu að best væri að fylgja hefðbundnum venjum og gildum sem fyrirfinnast í því samfélagi sem við búum í dag. Þó svo við væru ekki sammála. Já, það var ekki létt að láta undan kröfu samborgara okkar en eftir þónokkrar ábendingar og lúmsk og ekki lúmsk skot, gáfumst við upp. Við viljum ekki vera frávik. Ákváðum með okkur að beina kröftum okkar að öðru. Þeir hafa unnið þessa lotu en við erum ekki sigruð, ónei alls ekki sigruð. Við höldum áfram að reyna ala Björn Kort uppí því að allir séu jafnir, karlar og konur, óháð litarhætti, líkamsbyggingu, augnalit, skóstærð, hársídd og öðru. Við töpuðum einni orrustu en stríðið er langt frá því tapað. Spurningar eins what does she like? Oh, how old is she? Náðu til okkar á endanum, Jú og auðvitað ótal samningsviðræður (með misjöfnum árangri) til að þvo hárið. Framkvæmdin varð að veruleika.
B fyrir breytingu, svalur að vana
Hin nýji B-Kort, töff
(smá svipur þarna frá öfum sínum)

Jan 8, 2007

Björn og flotinn

Við höldum áfram að vera léleg í mannlegum samskiptum og öðru eins. Sorry vinir og vandamenn en svona er Kort familían, besta leiðin til að fylgjast með okkur er að lesa bloggið.
Björn Kort með sjóræningjaflotann

Takk fyrir jólagjafirnar allir
B-Kort

Jan 6, 2007

Chill og frí

Nýja árið komið og Kortarar ennþá í frímóki og afslöppun. Skólinn byrjar 16 jan þannig að það fer að sjá fyrir endanum á the everlasting fríi. Annars höfum við haft það gott. Áramótin voru lágstemmd en velstemmd. Frúin og Draumurinn byrjuðu gamlársdaginn á því að hjálpa öðrum. Þar sem það var 31 mánaðarins þá var komið að sjálfboðavinnu Kortaranna við það að gefa fátækum og heimilislausum mat í St.Paul. Í þetta sinn hjálpuðum við til við að útbúa matinn. Eftir það var dagurinn góður, auðvitað ekki annað í boði þegar búið er að hjálpa öðrum. Hið andlega lögmál klikkar ekki! Seinustu dagar hafa svo farið í hvíld, bíóferðir, chill, kjaftasögur og reynslusögur Draumsins (af nóg af taka þar). Á fimmtdaginn skiptum við svo út gestum þar sem Draumurinn hélt í bissnesferð til San Fransisco, gæinn í góðum fíling þar. Ástgeir a.k.a the big one eða Scofieldinn kom í skiptum fyrir Drauminn. Í gær fórum við í smá road trip til háskólabæjarins Madison sem er í Wisconsin sem er næsta fylki við okkur. Skemmtileg ferð þar. Draumurinn hefur lært af reynslunni þar sem hann lét vita af sér í gær. Öll líffæri og annað á réttum stað þar og því allir heavy ánægðir.
Annars óskar Kortfamilían Páli a.k.a the dealer og Unni og co innilega til lukku með litlu prinsessuna sem fæddist 2 jan. Það verður gaman að eiga annað barn sem er á sama skólaári og ykkar-- okkar barn verður þó að öllum líkindum miklu stærra :)

Dec 31, 2006

2006 annáll the Kort family

Árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið. 2006 hefur verið ár breytinga og nýbreytni hjá Korturunum. Við seldum ættaróðalið að Seljaveg 29, gáfum eða seldum það sem hægt var af búslóðinni (minnum ennþá á óseldan Opel í þessu samhengi). Kvöddum fjölskyldu og vini og yfirgáfum the old country í júlí. Hér í Bandaríkjunum höfum við gert klaufalegar tilraunir til að koma okkur fyrir og kynnast nýju fólki. Sú reynsla að flytja búferlum með fjölskyldu tekur á, að okkar mati en eitthvað sem vel er virði að gera. Geðið er búið með fyrstu önnina í The U og kallinn sáttur með glæstan árangur sem þar vannst. JR-Kort er búinn með fyrstu önnina í preschool hérna inn the states og farinn að tala og skilja ensku. Flottur dúddi þar. Frúin búin með fyrstu (seinustu) önnina sem homemaker í udlandet. Ekki alveg viss um að húsmæðraskólinn myndi skrifa uppá diplómu því til staðfestingar. En kellan veit þó hvar bestu búðirnar eru, hvaða Tv stöðvar rúla, og hvaða mjólk á að kaupa. Við útskrifum hana. Við fengum marga góða, skemmtilega, kaupglaða, málglaða og æðislega gesti hérna til US and A. Gestir: þið voruð góðir, takk fyrir okkur.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2006 og gleðilegt nýtt ár 2007.
The Kort family in the states

Með kveðju frá nýjasta Kortaranum

Dec 29, 2006

Jólaleti

Kortliðið heldur áfram að liggja í leti. Við neitum þó að taka ábyrgð á þessari leti og viljum kenna Homeland security um. Málið er að þegar mar er námsmaður í The States þá má maður ekki vinna utan háskólans fyrstu 9-10 mánuðina. Þar sem jólafríið háskólans er um einn mánuður þá er lítið að gera. Við erum nú farin að átta okkur á þessu öllu saman hjá svartklædda liðinu. Málið er að einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk á það til að verða heimsk í fríi. Við erum því viss um að þetta sé allt stórt samsæri með þann tilgang að gera okkur öll heimsk, með að banna alþjóðlegum nemum að vinna og skikka þá í langt jólafrí-- Þetta meikar svo sem sens, því ef við verðum öll slefandi heimsk þá erum við ekki líklegt til að fremja hryðjuverk, eða hvað??? Ætli hryðjuverkamenn séu heimskir?? Eða kannski liggja efnahagslegar ástæður þarna að baki- ef liðið er í fríi þá eyðir það meiri penge.. hum hum. Eða what ever. Við erum allavegna í fríi og í gær skelltum við okkur, (það var hægara sagt en gert því mátt TVsins skal ekki vanmeta) til Stillwaters. Sem er lítill fallegur bær í um 40 mín fjarlægð frá Minneapolis, hann liggur alveg upp við fylkismörkin að Wisconsin. Þar var góð stemning og allir Kortarar sáttir. Endirinn á kvöldinu var svo dinner á þýskum veitingastað þar sem afgreiðslustúlkurnar klæddust allar Heiðu kjólum og hétu Helga. Þar var snætt gómsætt vínarsnittsel a la germany. Sehr gut að okkar mati. Dagskrá dagsins í dag: chill, safnarferð, chill og eitthvað ógeðslega cool....jú og auðvitað rakstur. Draumurinn hefur nefnilega komist að því að töluverður munur er á hárvexti hans hér í US and A og home at the old country. Gæinn þarf því að hafa sig allann við í rakstrinum hérna. Skrýtið, ætli það sé auknum hormónum að kenna?

Dec 25, 2006

Annar í USA jólum

Það tókst, jólin gengu áfallalaust fyrir sig hjá Kort familíunni. Enginn fór í jólaköttinn og allir Kortarar sáttir með sitt. Við þökkum vel fyrir okkur, þá sérstaklega B-Kort. Jólapakka-opnanir tóku um 3-4 tíma og reyndi þar sérstaklega á verkfræðikunnáttu Kortaranna, við að setja sama hin ýmsu sjóræningaskip. Það hafðist þó að lokum og allir voru geðveikt, GEÐVEIKT ánægðir.
Bestu jól sem við höfum átt, já bestu jól, hreint út sagt einstök, geðveik tenging þar í gangi.
Þegar Kortaranir lögðust í rekkju leit allt vel út, búið að plana jóladaginn og allir í gúddí fílling. En og aftur var Adam ekki lengi í paradís. Um 600 am var komið að Geð-hjúkkunni. Gaurinn ældi öllu sem hægt var. Þar með er seinasta vígið fallið, hjúkkan af öllum sigruð af ælunni. Sex tímum seinna er gæinn en að, the æla continues part III. Veðbanki heimilisins segir að þetta ætti að taka um 24 tíma. En við spyrjum að leikslokum. Ljósi punkturinn er þó að aðfangadagur slapp. Hefði geta verið verra. Við hin the æla survivors reynum þó að halda okkar striki. Ætlunin er að chilla og fara í bíó. Biðjum að heilsa heim á klakann- to the old country- gleðileg jól og ekki fokka þessu upp.

Páll a.k.a the dealer og co. fá hrós fyrir snilldar pakka, ótrúleg hugmynd þar. Harðfiskur og gömul áramótaskaup hittu vel í mark.

Dec 24, 2006

Þorlákur í udlandet

Fyrsti Þorlákur í US and A. Vá Vá það er rétt með naumindum sem Kortararnir lifa þetta af. Frúin byrjaði þann 20. des að æla lungum og lifur, líklegast útaf jólaspennu. Tveimur sólarhringum seinna eða eins og Bauerinn myndi segja: 48 hours later. Reis hún upp, The comeback of the Kort Frauen, með þeim orðum að hér skyldu vera haldin jól. Karlleggur Kortfamilíunar tók undir og jólaundirbúningur byrjaði. Það var síðan á aðfaranótt Þorláks þar sem Geð-Kortið vaknaði við snökt. Þar sem Geðið er stríðsvanur (geðdeildarvanur) og vel Bootcampaður þá sefur hann með opin augun, tilbúin í allt. Í fyrstu átti hann von á því að þurfa hugga B-Kortið en sú var ekki raunin. Hinn Kortfjölskyldumeðlimurinn, LE Dream var þar á ferli með massíva heimþrá og myrkfælni. Vanur öllu tók Geðið Drauminn í fangið og söng hann í svefn með Sofðu unga ástin mín. En Adam var ekki lengi í paradís, því stuttu síðar vaknaði Nýbúin með ælum og tilheyrandi. Ekki fékk gæinn samúð eða nærveru frá geðhjúkkunni strax, þar sem hann hafði drauminn grunaðan um búlíumíu-pull (draumurinn hafði í heimþráar örvæntingu sinni étið heila poka af Reese súkkulaði). Seinna kom í ljós að das lilli man eða le Dream var í raun veikur. Kortfjölskyldan hefur því unnið að jólaundirbúningi á helmings afköstum. Þar sem draumurinn er úr leik og Frúin ennþá í recovery-gír. Án hjúkkunar hefði þetta ekki gengið upp. Þar sem búið er að hjúkra veika liðinu og veita því mikla og góða nærveru eins og góðum Geð-hjúkkum sæmir (námið er að skila sér, Thanks LÍN-- Thanks a fxxxx lot).
Í ljósi undangenginna atburða verður jólahald Kortaranna örlítið frábrugðið því sem áður hefur verið. Kalkúnahelvítið náði til að mynda ekki í löginn eða eins og frúin kallar hann: legið, tímaskortur þar. Toblerone-ísinn sem hafðist á endanum eftir dauðaleit af Toblerone, verður líklegast ready á jóladag. Smákökur og annað sér-íslenskt verður því miður ekki á boðstólnum en við huggum okkur við sænskar IKEA piparkökur þar. Sem betur fer erum við þó með kærleikslagaðar Sörur að hætti læknisfrúarinnar, þakklæti þar. Svo ekki sé minnst á Marengsbitana góðu.

B-Kort í tréleiðangri
Sá meðlimur Kortfjölskyldunar sem hefur ekki sveiflast vegna breytinganna er B-Kort en hann er upptekin af því að skoða alla stóru og flotttu pakkana sem liggja undir Griswoldtrénu. Það verður spennandi að sjá hvort drengurinn höndli allt stuffið.. Gleðilegan Þorlák.....

Dec 21, 2006

Stríðshugleiðingar Geð-Kortsins

Erum á móti stríði. Finnst það asnalegt. An eye for an eye leaves the whole world blind. Flóknara samt hér. Erfiðara. Hér hittir maður mæður, feður og eiginkonur þeirra sem eru “að fórna lífi sínu fyrir frelsið”. Í hjartans einlægni. Berjast við Vonda fólkið til að vernda “hina saklausu”. Hugtök einsog íllska, hatur og frelsi fljúga um vígvöll orðræðunnar, á meðan sprengjur fljúga í Írak. Sprengjurnar bara brúkaðar af meiri íhugun. Flókið að segja “sonur þinn er að fórna lífi sínu fyrir blekkingu”. Sonur sem er sannlega að gera sitt, af þjónustulund við sannleikann og frelsið. Sonur sem deyr og heilagleiki sorgarinnar gerir málstað hans heilagan, þar sem ásetningurinn var góður.
Sama vandamál með 11 sept. Ekki hægt að segja: “ Bill frændi þinn átti skilið að deyja, þar sem þið hafið verið að bullyast útí heimi, og loksins kýldi einhver til baka, og bullyin skítur í buxurnar”. Gengur ekki. Enda varla satt. Auðvelt að dæma og sjá skýrar línur í fjarlægð. Fjarlægðin gerir fjöllinn blá.
Þegar maður heyrir sögur fær maður skilning og samúð. Vandinn er að við heyrum oftast bara þær sögur sem henta þeim sem ráða. Reyni því að heyra sögur hinna. Erfitt að hata einhvern ef þú hefur heyrt söguna hans. Raunverulega heyrt hana. Ómögulegt að dæma. Á við um þjóðir, kynþætti og einstaklinga.

Dec 20, 2006

Heimkoma

Frúin og Draumurinn komu í gær heim til land tækifæranna. Eftir misgóðar eða öllu heldur ókurteisa framkomu landvarða hérna í US and A. Löbbuð skötuhjú í gegnum tollinn með hér umbil heila rollu og mánaðar birðir af malti. Landverðinum skapgóða misbauð mikið hugmyndafræði okkar skandínavíubúa. Sérstaklega fannst henni það ekki sæma að ungar giftar konur ættu karlkyns vini. Sumt fólk á einhverveginn ekki séns.... Kort-feðgar voru himilifandi að sjá liðið og fagnaðrlætin standa enn yfir. Griswold jólatréð var sett upp í gærkveldi og það er geðveikt flott. Myndir af því á morgun. Annars þakkar frúin fyrir góða heimkomu til the old country þar sem fólk er svo liberal að það getur verið í sambandi í mörg ár án þess að íhuga hjónaband (Birgir!!!!!). Fríið var gott og kella náði að hitta hér um bil alla og gera fullt... þangað til seinna.

Dec 14, 2006

Heimkoma


Frúin mætt á svæðið og á fullu að hitta fólk. Svaka fjör þar. Gaman að sjá loksins einhver fokking fjöll. Er með gamla gsmnúmer. Feðgar fíla sig vel og njóta karlafrísins.



Dec 12, 2006

Íslandsferð

Jæja, þá styttist í heimkomu Kort frúnnar til the old country. Brottfaradagur á morgun og koma á miðvikudagsmorgun. Dagskráin er þétt en það mikilvægasta er viðtalstími í US and A sendiráði á fimmtudagsmorgun. Búið er að bóka matarboð eða annað rugl hér um bil öll kvöld. Lítur þó enn út fyrir að sunnudagskveldið sé laust. Spurning hvort frúin geti notað gamla gsmnúmerið - svo sérstaklega í ljósi þess að fxxxxx Ogvodafone er búin að vera rukka Kortfjölskylduna um afnotagjald fyrir hvern mánuð síðan við fórum út.
Á meðan frúin fríkar út á Íslandi verða Kortfeðgar í chilli og góðum fíling. Geðið er hér um bil búið með önnina og því rólegheit hjá þeim feðgum. Þær ætla þó að hitta Jólasvein á miðvikudaginn og keyra út í sveit og ná í jólatré. Þar sem seinasta helgi var svo bissý að tréið varð að bíða. Þann 19 des koma er Kortfrúin væntanlega aftur með lambalæri og Drauminn- fjölskylduvin eða jólastrákinn okkar. Vei vei við erum andvaka af spennu.
Frúin er þó spenntust fyrir því hvort ferðatöskurnar halda öllu góssinu sem vinir og vandamenn á Íslandinu eiga........
p.s. Páll eins gott að þú mætir með MALT

Dec 8, 2006

Jólastemmning

Greinilegt á öllu að jólin eru að koma hérna í Bushlandi sem og annarstaðar. Kort fjölskyldan skellti sér á barnaleikritið Trölli stal jólunum sem var svona þrælskemmtilegt. Frúin átti þó smá bágt þar sem flugveiki eða lofthræðsla spiluðu inní. Þannig var að við sátum á þriðju hæð alveg við svalirnar og því hátt fall. Var þó hugsað til Systu og ástandið skánaði mikið við það. Á morgun er svo parents night á leikskólanum þannig að Björninn er í pössun til 22. Parents nightið er núna hugsað sem tími þar sem foreldrar geta verslað jólagjafir eða farið út með elskunni sinni... að okkar mati- bara cool. Á laugardaginn er svo jólaball á vegum skandinavíu samtakanna hérna í Minneapolis. Við erum öll svaka spennt fyrir því og þá sérstaklega B-Kort þar sem jólasveininn eða jólasveinarnir mæta á svæðið. Svo er stefnan tekin að frumkvæði Geð- Kortsins að keyra út fyrir borgina og finna eitt stykki jólatré (já, alveg eins og í Griswold fjölskyldan í Christmas Vacation). Það á bara eftir að vera gaman. Geðið er hér um bil búin með þessa önn og þá tekur við rétt rúmlega mánaðarfrí hjá Korturunum... Frúin er svo væntanleg á klakann komandi miðvikudag. Það er allt í gangi hérna mar.....Later -gater-

Dec 6, 2006

Ferðatíðindi

Jæja þá er amma pönk farin í bili. Við þökkum henni fyrir komuna og við fyrirgefum henni allt ruglið (ekki nethæft). Þessi heimsókn eins og þær sem við höfum fengið á þessari önn var hin prýðilegasta. Ásamt því að skoða það helsta hérna í Minneapolis þá skelltu Kortin sér yfir í næsta fylki á gamalkunnar slóðir ömmunar en þar dvaldi hún í eitt ár fyrir nokkrum tugum síðan. Wisconsinfylki er í rétt hálftíma fjarlægð frá Minneapolis. Þar var gamli high school ömmunar skoðaður og á einhvern undraverðan hátt kikkaði langtímaminnið inn og amman fann húsið sem hún dvaldi í... ótrúlegt... svo segja sumir að gras og LSD fari illa með heilann.
Heimsóknin í heild var eins og fyrr segir góð í alla staði. Kort fjölskyldan þakkar fyrir sig. Björn Kort þá sérstaklega. Enda var hann hæst ánægður með einkaþjóninn sem amman reyndist seinustu daga.
Eins og alltaf þá bætast við nýjar og þarfar reglur. Nýja reglan er eftirfarandi: Allir frá the old country komi með lamb og flatkökur fyrir Kortfamilíuna.
Það er búið að bæta við nýju albúmi frá Elvislandi
Húsið góða
Amma Pönk fyrir utan High skólann gamla


Dec 2, 2006

Ömmu gestur

Amma pönk er mætt. Kom í gær um kl 18 að staðartíma. Kortin þurftu þó að bíða smá eftir kellu, héldum á tímabili að Amerískir tollverðir hefðu fundi the Icelandic sheep from the old country. Sem betur fer var raunin önnur. Pönkarinn komst áfallalaust í gegn, kann tökin á þessum amerísku laganna vörðum. Eitthvað sem hún lærði í NAM hérna áður fyrr eða kannski frekar síðan á Winsconsins árunum. Við fögnum komu ömmunnar og lambsins. ME me me. Lambið verður étið á morgun. Umh Umh. JR Kort er ánægður með þennan gest en vegna nýtilkomins ótta verður hann að sofa uppí hjá ömmunni. Hann kann á sitt heimafólk. Kortarinn er svalur og ógeðslega skemmtilegur. Kortfrúin er að missa röddina (thanks Ally) sem í sjálfu sér á eftir að vera mjög áhugavert fyrir nálæga. Það eru góða ferðaplön í gangi segjum seinna frá þeim......... verið góð ekki vera með stæla- þá farið þið bara að skæla...