Nov 22, 2006

Gesta-Rapport

Við höldum að gestirnir séu farnir, reynslan hefur þó sýnt okkur að allt getur gerst. Þannig að við tökum öllu með varúð. Kort famílian er ánægð með komu læknahjónanna. Í okkar huga hafa þau allt það sem góðir gestir eiga að bera. Þau voru með rúmgóðar töskur og vel skipulagða verslunarlista. Þarna var á ferðinni fólk sem vissi vel hvað það vildi, þó svo læknisfrúin mætti taka doktorinn meira til fyrirmyndar þegar kemur að ákarðanna vali í verslunarferðum. Eins sýndu þessir gestir ótrúlega þrautseigju og sigurvilja á að fá sitt fram. Til að mynda þá reyndu þó 3 svar sinnum að komast á BodyWorks sýninguna hérna í St. Paul. Að lokum tókst það. Já við erum einstaklega ánægð með liðið. Í raun þá höfðum við áhyggjur af því hvernig færi. Þar sem þau eru svo húshjálparvön. Áttum við alveg eins von á því að við þyrftum gera allt fyrir þau. En það var nú ekki raunin því þarna er á ferðinni ótrúlega kassavant lið. Lið sem meðal annars gat hellt upp á sitt eigið kaffi og var ekki hrætt við að gefa þjórfé á veitingastöðum. Kortaranir eru sáttir með komuna og þetta lið er velkomið aftur. Komandi gestum er bent á að hafa samband við læknahjónin til að vita hvernig á að haga sér hérna hjá okkur í US and A.
P.s. Það bætist þó einn ný gesta regla við, eins og aðrar reglur er hún tilkomin útaf reynslu.
Gestir-- READ THE FOKKING MANUAL-- ( á þá sérstaklega við brottfaraDAG á flugmiða)

2 comments:

Ally said...

Takk fyrir falleg orð í okkar garð. Þó saknaði ég þakklætisorðanna frá þér að hafa kennt þér að borða Chicken Sesar Salat.
Og já........ ég er komin heim í Eskihlíð:)

Anonymous said...

hvar má nálgast gestahandbókina í heild sinni? Amma pönk er með massívan kvíða vegna fyrirhugaðrar ferðar - hún verður að kunna reglurnar áður en hún fer.