Nov 27, 2006

Road trip


Elvis has left the building!!!!!!!

Kortin eru komin í hús eftir 15 tíma ferðalag eða 956 mílur sem eru sirka 1600 km. Mini vaninn með cruise controlinu stóð fyrir sínu og ferða DVD græjan sá um Junior Kort. Road trip er málið þegar mar er rétt græjaður. Mikilvægt að vera rétt græjaður, ekki gott að fara á trip illa græjaður. Endar sem downtrip og það viljum við ekki.

Memphis er svöl borg, Kortin fóru að skoða Graceland sem var mjög gaman og áhugavert. Ótrúlega flott dæmi og sérstakt að sjá eldheita aðdáendur mætta uppdressaða til að skoða vistarverur kóngsins. Við borðuðum líka geðveikt góða pizzu sem er víst þekkt fyrir það að hafa verið í uppáhaldi hjá Kóngsa. Þar gerðum við okkur grein fyrir því að gæinn varð víst ekki feitur af því að þefa af mat. Þar næst var farið á Civil rights museum sem er ógeðslega flott safn. Þar er meðal annars módelið þar sem hinn kóngurinn var skotin. Því næst var kíkt á Sun Studio fæðingarstað Rokk n Rollsins. Frægu gaurarnir eins og Elvis, Johnny Cash, Jerry Lee Lewis og fleiri hafa tekið þarna upp lög. Einnig var slakað á í góðum félagskap og borðaður kalkún. Kortin þakka þeim hjónum M.E og Rúnari Jensen fyrir gott heimboð.

Á föstudeginum kíktu kortin í búðir. En sá dagur eftir thanksgiving er kallaður black friday vegna þess að þá byrja geðveikar útsölur sem standa oft aðeins frá 5 um nóttina til hádegis. Lið er því rétt að melta þegar það fer að versla--ótrúlegt. B-Kort var heavy ánægður þar sem hann hitti sveinka og sagði honum hvað hann vildi í jólagjöf.... Litli B var heavy flottur og talaði bara við Jóla.

Áhugaverður punktur í lokin: heildarferðalagið var s.s. um 2000 mílur eða sirka 3200 km. Dodginn er stór bíll sem eyðir eftir því en bensínverð hér er djók. Total cash í bensín var 180 dollarar eða um 12500 kr. Pælið í þessum mar--- það er bara verið að taka suma í ósmurt ..........

7 comments:

Anonymous said...

Velkomin heim - BKG er flottastur
Annars er söknuðurinn alveg að fara með suma - Mr. T vill bara hitta B núna!!!

Ally said...

Björn hefur væntanlega sagt jólasveininum að hann ÞYRFTI að fá nýtt sjóræningjaskip, og það BRÁÐUM;)

Kort said...

ójá, Björninn bað um nýtt sjóræningjaskip. Hann hefur ofurtrú á sveinka og bíður því spenntur eftir skipinu

Anonymous said...

Myndin af Kort Junior er yndisleg - maður fær svona góða tilfinningu í hjartað sitt!
Orðsnilld Kort-pennans er guðdómleg - downtrip, þefur af mat, og að sumir skuli vera teknir í ósmurt... ég hélt í alvöru talað að sumir myndu verða brátt í brók........
En mikið helv... er ég fegin að þið komust heilu og höldnu "frem og tilbage!" sérstaklega þar sem svo há glæpatíðni er í Memphis! Tala nú ekki um alla klikkhausana á the Highways..........

Anonymous said...

Getur einhver sagt mér hver þessi "huldan" er ?????
getur hún alltaf commentað ???

Kort said...

Huldan, er sjálfskipaður upplýsingafulltrúi Kort fjölskyldunar. Það er hægt að beina spurningum til hennar sem snerta Kortin. Eins er það þannig að þegar hún hættir að kommenta þá hættum við að blogga. Það er því um að gera að halda kellu góðri

Anonymous said...

Huldan er mjög aktív "online" ég veit ekki hversu aktív hún er í "raunheimum" - en hún er fjandi góður upplýsingafulltrúi.

Heyrst hefur að Britney nokkur Spears vanti slíkan fulltrúa.