Nov 1, 2006

HH- Halloween og hjálparstarf

Halloween var í dag. Litli Kort ansi spenntur fyrir deginum. Gæinn fór í piratebúning í leikskólann í morgun. Þaðan var farið í háskólahverfið Dinkytown og Trick og Treat-að verslanir sem þar eru. Drengurinn var svo glaður og spenntur fyrir deginum að Kort frúin varð tárvot þegar á leikskólann kom. Kort hjónin fóru seinna um daginn að vinna í áðurnefndu hjálparstarfi Loafs and fishes sem er um öll Bandaríkin. Hjálparstarfið dagsins var að Kortin löbbuðu um og helltu í glös hjá heimilislausum og fátækum á meðan þau borðuðu hollan mat. Þetta var mjög sérstakt og Kort frúin var með hjartað í buxunum fyrstu mínúturnar því sumt liðið þarna var ansi skrautlegt, vægast sagt eða Crimelibrarylegt eins og Systa myndi kalla það. Við lifum bara einu sinni. Að gefast upp var ekki málið! Heldur ákváðum við að þjónusta liðið eins vel og við gátum. Útfrá félags- og mannfræðilegum sjónarhornum hefði verið hægt að gera margar áhugaverðar studíur þarna. Þær bíða betri tíma. Þessi sjálfboðahópur vinnur 31 hvers mánuðar sem gerir 6x á ári. Næst er 31 des og Kortin verða þar. Ótrúlegt, hvað 1 og 1/2 tíma þjónusta við náungann gefur af sér.
Eftir góðu vinnuna var farið með prinsinn í piratebúning í MOA þar gáfu búðir krökkum nammi. Þvílík stemmning og fjöldi. Kortin skemmtu sér vel í dag.
p.s Myndir áttu að fylgja með en eitthvað fokk var á kerfinu. Lögum það á næstu dögum

5 comments:

Anonymous said...

Þið alltaf jafn aumingjagóð.
Ég hélt að maður ætti að ganga á milli húsa - það er alltaf þannig í bíó.

Kort said...

Það þykir víst hættulegt. Fólk hefur víst eitthvað verið að fá útúr því að setja eitthvað stuff í nammið. Við sitjum því uppi með heila skál að halloween nammi sem við gátum ekki gefið.Annars er þetta gott dæmi um hvernig er hægt að græða á öllu. Mollin hala inn penge af foreldrunum á meðan þau gefa börnunum eina skitna karmellu.

Daniel F. said...

Va hljomar gaman!

Thad stendur "Choose an identity" thegar madur er ekki loggadur inn...

Ma eg vera Batman?

nana-nana-nana-nana-BATMAN

...Ekki kalla mig borderliner, eg hef afsokun. Eg er i vinnunni!

Kort said...

Danni! þarft þú ekki að tala við sponsorinn þinn?
Huller pic kommer om lidt.

Anonymous said...

mjog ahugavert, takk