Nov 15, 2006

Pólitík

Mikið í gangi, mikið að gera-gaman að vera-- já, eigum þetta til. Kortsettið miklir rímarar og ljóðaunendur-- með fullar hendur, heheheh. Lífið hjá okkur hérna í Bush-landi sem fyrir viku síðan skánaði mjög mikið við úrslit þingkosninganna. Ekki það að við ætlum okkur að fara tala eitthvað um pólitík á þessari síðu. Gerum okkur full vel grein fyrir því að innan um annars ágætis fjölskyldu og vini leynast einhverjir sem styðja rebúblikana og þar á meðal Bush... já, við Kortliðið erum þekkt fyrir að vera aumingavæn, einstaklega umburðarlynd og alls ekki dómhörð þegar kemur að pólitískum skoðunum fólks. Þar erum við eins og ekta frjálshyggjumenn-við virðum frelsi einstaklingsins -- Áhugaverð þessi tík sem kennd er við pól, ætli það sé komið af enska orðinu poll... fróðir koma endilega með svör, áður en pælingin verður að þráhyggju og allt fer í fxxx. Já, það sem áhugavert er að í sirka sex og hálfsárs samlífi Korthjónana. Hefur pólitík aldrei verið þrætuefni-- það er sérstaklega áhugavert fyrir þær sakir að hjónin hafa hingað til ekki verið samstíga í pólitískum skoðunum... pælið í þessum bata mar. Hjónin eru þó sammála um það í daga að Vestmannaeyingar eru FÍFL. Það er bara þannig. Jæja, það verður ekki talað meira um pólitík á þessari síðu. Nema þá í kommentum frá frú Ágústu og hennar fylgdarliði. jú og ef pólitík tengist afbrotum en þá er það útfrá faglegum áhuga. og já að lokum þegar Hillary Clinton verður forseti.
Kortnefndin

9 comments:

Anonymous said...

Vegna aðdróttana um vestmannaeyinga, pólitík og glæpi sem fram komu í pistlinum vil ég bara minna á að Árna urðu á "tæknileg mistök".

Anonymous said...

Já vá hef bara aldrei leitt hugann að þessu orði "pólitík" - en mér finnst það hljóma eins og það sé dregið af orðinu "poll" og þá hlýtur hinn hlutinn af vera af orðinu "bitch" - þannig að í upphafi hefur þetta verið í samhengi við orðið "pool-bitch" (píur sem hanga á sundlaugarbökkum)sem hefur verið í upphafi orð yfir "grúppía"..... hmmmm... mar veltir ýmsu fyrir sér og þarf ekki mikið til!
En NB! öllum getur orðið á "tæknileg mistök" sbr. barmur Janet Jackson!

Anonymous said...

Og ég sem hélt að Gísli Kort væri gáfaður, en kanski er það tilfellið og frú Kort láðist að leita í visku brunn mannsins. Pólitík (politikos) eins og annað gott kemur frá Grikkjum. Polis er borg samanber Minneap-polis, Akra-polis (Akranes) einnig metro-polis. Pol eru þá borgararnir. Polity, police og politik eru öll af sama stofni og snúa að þeirri iðju að hafa stjórn á borgum og borgurum þeirra, amstur sem ónetanlega fylgir borgarlífi.

Anonymous said...

Þakk fyrir þetta Rúnar! já rétt er að frúin leitaði ekki til Kortarans en það var bara vegna anna hans í MOA. Mar verður líka að halda jafnvægi-þú veist hann er nú einu sinni andlegri en ég!!!!

Anonymous said...

ég sem hélt að Gishk hefði skrifað þetta - stíllin var eiiki eins leiftrandi og venjulega. Er mall þreytan farin að segja til sín?

Anonymous said...

Gussi:Rassgatid a ter..

Anonymous said...

Hulda!!!! Haltu þér á mottunni-- eða ég xxxx þig?

Anonymous said...

That´s more like it, Auðbjörg.

Anonymous said...

Frú mín góð! Nú er spurning hvort það sé ekki komin tími á "Anger management" námskeiði!

Getur verið að TV-glápið sé farið að segja til sín: Law and Order getur haft þessi aggresívu áhrif!!!