Aug 9, 2006

Enga flóttamenn!

Jæja, við fengum í gær staðfest nokkur atriði sem fylgja leigunni hérna. Hlutirnir eru ekki alveg eins og mar er vanur eða einsog mar vil hafa þá!! Samkvæmt leigusamningnum okkar þá megum við fá gesti til okkar en í smá letrinu segir að: Ef fjöldi gistinótta fer yfir 2 vikur á fyrstu 6 mán. þarf að borga 45 dollara á nótt. Eftir 6 mán fáum við aðrar 2 fríar vikur sem gilda í 6 mán. Vá við áttum ekki alveg von á þessu. Við ræddum málin við leigusalann okkar sem er mjög nice kona og hún sagði að þessi díll væri frekar góður. Því samkvæmt lögum hérna í fylkinu þá er litið svo á að ef þú gistir 3 nætur eða lengur þá ertu séður sem leigjandi ekki gestur. Þessi lög voru víst sett útaf Sómölskum flóttamönnum sem komu hingað í tonnum fyrir 10 árum síðan. Framboð af húsnæði var víst ekki mikið þannig að liði var að troða sér á hvern fm í hverji íbúð.
Við höfðum svo sem ekki hugsað okkur að flytja inn neitt lið nema þá kannski fillipseysku húshjálpina okkar hann Jósa a.k.a The dream.
Allavegna í ljósi þessara upplýsinga (já við erum búin að skrifa undir samning og það gildir og við munum vera í þessari íbúð fram á næsta sumar) þá stóðum við frammi fyrir því stórskemmtilega verkefni að velja hverjir af væntalegum gestum okkar myndu borga og hverjir ekki.. Eftir að hafa skoðað vel alla þá aðila sem til greina komu. Þá ákváðum við útfrá uppl. um kyn, aldur, fyrri störf, andlegheit, fjárhag og öðrum mikilvægum breytum. Að veita eina litaða manninum í hópnum og einu einhleypu gellunni í hópnum afslátt sem nemur 1 viku á kjaft. Valið er ekki komið til útaf vorkunsemi okkar við minnihlutahópa eða eitthvað þannig. Heldur vegna þess að þetta fólk (sem að vísu tilheyra bæði minnihlutahópum, tilviljun!) ætlar að vera ógeðslega lengi eða í 2 vikur hjá okkur. Til alla hinna sem vilja heimsækja okkur, þið eruð velkomin en á meðan við búum hér þá þurfið þið að borga 45 dollara á nótt...... já við viljum enga border linea, sama hvað þeir vilja borga.
Við stefnum á það að finna okkur stærri íbúð eða hús næsta sumar þar sem gestir þurfa ekki að borga fyrir sig.
Svo er auðvitað að bíða eftir næsta gestahappdrætti sem er eftir jól. ví ví ví get ekki beðið ég er svo spennt!!!

2 comments:

Ally said...

Við læknishjónin í Hlíðunum erum nú borgunarmanneskjur fyrir litlum 45 dollurum nóttin;)

Anonymous said...

Ég held að skortur okkar á 12 spori vegi þyngst í þessu máli