Aug 23, 2006

Gjafir- hreinar/óhreinar

Það greinilega borgaði sig að tala um Lín og fjárhagsstöðu Kort fjölskyldunnar. Við fengum gefin Lax frá Íslandi sem leigjandinn kom með. Við erum himinlifandi og þakklát fyrir gripinn. Svona viljum við hafa þetta-- Hlutirnir verða þó aldrei eins og mar vill hafa þá. Því leigjandinn sem hefur verið ansi afhuga seinustu daga, sökum sterkrar heimþrá og söknuðar svo ekki sé minnst á MSN og net niðurtröppun. Ákvað á flugi sínu yfir hafið að laxinn væri sinn. Hvernig sú hugmynd komst í kollinn á henni er áhugavert sérstaklega þar sem gellan borðar ekki lax. Allavegna Laxinn góði bíður ennþá inní ísskáp og nú höfum við Kort fjölskyldan fengið grænt ljós á að fá að smakka á gaurnum. Við verðum þó að bíða þangað til annaðkvöld um 00:00 leytið. Já við erum ekki alveg að fatta tímasetninguna en höldum þó að jetþreyta og tímamismunur spili þar inní.
Fyrir utan smá Lax árekstra og andvökunóttum útaf snökti og masi leigjandans þá höfum við það öll rosalega gott. Það er alltaf að bætast á gestalistann eða fólk er öllu heldur að staðfesta komu sína á The Kort Inn- Family hotel-- þar sem kærleikur og umburðarlyndi eru kjörorðin. Amma Magga a.k.a amma Punk mun heiðra okkur með nærveru sinni í desember. Við fögnum því.
p.s. Myndasíðan er í vinnslu -- Hún er á ábyrgð leigjandans.

3 comments:

Kort said...

Talaðu við höndina!

Anonymous said...

ég haf mikla áhyggjur af ástandinu - talið þið bara saman í gegnum tölvuna?
Ég muna hafa samband við mennina í hvíta bílnum og biðja þá um að taka við stjórn mála ...

Anonymous said...

Þetta er orðið dálítið "twisted" þarna í US and A.
Hmmm... spurning hvort maður leggi í að tékka á aðstæðum.
Ok ég verð að viðurkenna eitt - diskurinn með fyrstu 24-seríunni liggur á sófaborðinu og í alvöru ég er orðin nojuð - og þá meina ég að ég er ekki einu sinni byrjuð að horfa!