Aug 17, 2006

Símaskipti

Kort liðið skellti sér í Kmart í gær og fjárfesti í glæsilegum þráðlausum 25 dollara síma. Að vísu lítur út fyrir að við séum ekki fyrstu eigendurnir. Þar sem búið er að setja eitthvað lið inní símaskrá símans. Við bíðum bara eftir því að Mohamaid og Shabi hringja. Erum þó hrædd um að Heimalands security liðið eigi ekki eftir að trúa okkur. Allavegna við stígum inní óttann og förum alla leið með þetta, síminn hefur verið tengdur og það verður ekki aftur snúið. Símanúmerið er 612-332-1347. Nú er bara að skella sér í næstu bensínstöð og kaupa símakort og smella á þráðinn til okkar. Það er hægt að hringja alla dag í þennan síma. Munið bara að það er 5 tíma munur og við erum eftir á (þýðir samt ekki að við séum eftir á). Nú ef þið viljið ekki hringja í okkur þá getið þið bara étið skít-- okkur er hvort eð er alveg sama, við hefðum hvort eð er ekki svarað ykkur, það er nefnilega númerabirtir á nýja tækinu.

5 comments:

Anonymous said...

Eftir á og ekki eftir á, The Kort family hefur vanarlega verið töluvert eftir á þegar kemur að tækniatriðum en framúrskarandi þegar kemur tækninýungum .....
En Auðbjörg þú þarft að taka þennan kurteisis kúss sem Hr. Kort var með fyrir yngri Kortið ....

Anonymous said...

Sæl..... Hvaða hvaða - hvernig er US and A að fara með ykkur þarna vesturfrá? Eintóm noja og yfirdrullingur! hvernig endar þetta - greinilegt að the Godmother þarf að fara að mæta á svæðið og tékka á aðstæðum. Hmmm... ASAP held ég bara :)
By the way - hvernig ganga leikskólamálin hjá Kort junior?

Anonymous said...

Jeg vil sku passe på med den telefon, det ender med at Heimalands security slå døren ind og i alle bliver sat i et hemmeligt fængsel i Polen, hvor den står på tæv til morgemad, strøm sat til pattterne (især Gisli's lange, altså den til højre) til middag og så en gang mild tortur til aften. Det skal man ikke spøge med, det er sku fagligt det lort. Kan i så få den afleveret tilbage til butikken.

Anonymous said...

Hey er det, det rigtige telefon nr. ? så tag jeres telefon !!!

Anonymous said...

ok til lukku með símann við hringjum og látum vita hvernig var í maraþoni - þið verðið að hugsa til okkar.
May the force be with you