Aug 11, 2006

Montessori gaurinn

Það er ótrúleg hvað hlutirnir ganga vel þessa dagana hjá the Kort family. Í dag heimsóttum við leikskóla sem er rétt hjá eða í göngufæri. Leikskólinn heitir Mini apple (hægt að klikka á nafn til að skoða). Þetta er einkarekin montessori leikskóli sem þýðir að hann er ekki svo slæmur. Okkur leist mjög vel á leikskólann og B. fílaði hann vel. Að vísu græti hann einn strák í einhverjum deilum um kúst en að öðruleyti gekk þetta glimrandi vel. Til að byrja með verður gæjinn með vist frá 12:30 til 3:30 alla daga vikunnar. Svo er hægt að bæta við daycare og þá á hann pláss til 18. Það er s.s hægt að fá pláss fyrir krakka frá fyrir 8:30 til kl 18 sem er heavy mikið. Þar sem þetta er einkarekin leikskóli þá kostar þetta skilding en eftir að hafa velt þessu vel fyrir okkur þá ákváðum við að vera ekki að spara á þessu sviði. B. kann eitt orð í ensku sem er No... og notar hann það óspart á alla. Það á því eftir að vera gaman að fylgjast með honum ná tökum á enskunni. Ekki nóg með það að hann fari að læra ensku heldur er kennd franska í leikskólanum þannig að það verður nóg að gera hjá B- international. Allavegna við erum cool hérna í Ameríku---

3 comments:

Anonymous said...

Gott framtak með þessa bolgsíðu, frúinn er hvort eðer alltaf á netinnu, því er gott að það kemur til gagns.
Gaman heyra að allt gangi vel hjá ykkur, nú eruð þið tilbúinn að fara að fjölga Korturum með þessum minivan ykkar ...
Haldið áfram bloginu ..... og fjölgið myndunum.

Anonymous said...

Þetta er gott mál hjá ykkur með leikskólann. Hann verður enga stund að rigga upp enskunni og í leiðinni pikkar hann eflaust upp nokkur flott frönsk. Ég meina hann er nú eitthvað að fikta við að telja á þýsku! Við erum að tala um Mr.Bear International!

Anonymous said...

flott að sjá leikskólann - loksins þegar ég komst inn á þetta. nú er aldrei að vita nema amma bara komi sér upp eigin síðu