Aug 14, 2006

Stemmning


Gítarsnilli
Björn ætlar að þróa með sér tónlistarhæfileika-- já, hann blessaður verður að þróa þá því settið hefur ekki snefil af þessum hæfileikum.

Þrátt fyrir allt þá er allt gott!! Það er rífandi stemning hérna á 2815-8th. St. South í Minneapolis. Kort family er í góðum fíling og þá er gaman. B kort byrjar á leikskólanum sínum á morgun og við erum heavy spennt. Gæjinn er sjálfur mjög sáttur með þetta og vill helst byrja í dag. Við fórum um helgina í IKEA svona til þess að leggja lokahönd á heimilið. Ikea búðin er fáránlega stór og matartéríana tekur líklegast um 30% búðarinnar. Þetta er svolítið cool búð því þar er Smaland þar sem hægt er að skrá inn krakka í 1 klst og þar geta þau leikið sér í einhverjum kúlum (svona eins og í Teppalandi in the old days). Björnin sá þetta og vildi ólmur fá að fara. Við ákváðum að leyfa honum eftir að vera búin að taka staðinn vel út. Þetta er svona lokað svæði og starfmenn á svæðinu. Allavegna við skráðum barnið inn og tilfinningin var eins við værum að skrá hann í herinn. Björn skemmti sér vel og lék sér eins og hann ætti lífið að leysa. Á meðan settið í kvíðakasti dauðans keypti draslið sem þurfti úr Ikea. Eftir á að hyggja er þetta ekki svo vitlaus þjónusta. Við erum búin að húsgagna íbúðina að mestu leyti. Við munum setja myndir af öllum herlegheitunum en þar sem ég kann ekki að gera myndasafn þá verður það að bíða þangað til Hullerinn sleppur úr yfirheyrslum um helgina.
Já og annað --maður kemur í manns stað-- en elsti bróðir Kortarans eignaðist enn eina stelpuna í seinustu viku og við óskum öllum innilega til lukku með gelluna. Það er þó eitt sem við ekki alveg skiljum og það er afhverju pían var ekki skírð í höfuðið á okkur- Gillbjörg hljómar töff

6 comments:

Anonymous said...

Sææææl......... USA people!
Mikið svakalega er þetta skemmtileg mynd af Kort junior í svona líka syngjandi sveiflu!
Hvernig er það eiginlega með öll þessi innkaup hjá liðinu - verður pláss fyrir gesti og gangandi - já mér er spurn!
P.s. þið eruð snillingar í blogginu! Þessi síða er núna komin í Favorites sem ein af þessum ómissandi síðum on the Net!
Ble ble...

Anonymous said...

eins gott að stærsta og flottasta myndin í myndasafninu upp á vegg verði af mér!!! svo fáiði einhverja sæta ameríkana í heimsókn og þeir bara "hey who's that hotty" og þá gefið þið að sjálfsögðu upp símann hjá mér og bjóðið honum að hringja!!!:D

Ally said...

Magnaður Kortarinn!!
Verður enn svona heitt þegar ég kem í nóv?
Næ ég að viðhalda því hvað ég kem heltönuð heim frá Króatíu?

Anonymous said...

Kristín a.k.a hotty- ég er fyrir löngu síðan búin að gefa La Dream númerið þitt-- það er kominn tími til að þú svarir kappanum....

Ásthildur, það verður alltaf pláss fyrir gott fólk svo framarlega sem það sé ekki blindfull að ibba gogg.

Allý, við kaupum bara ljósarlampa fyrir þig. Annars líst mér ekkert á að þú sért of brún þú gætir týnst í öllum sómalíuskaranum.

Anonymous said...

BKG glæsilegur á myndinni - hann er alltaf flottur.
Þið vitið að það hafa fundist notaðar nálar með heróíni í svona boltalöndum. Og boltarnir eru ekki þvegnir reglulega og sumir snýta sér í lófann og þvo sér ekki eftir ...

Anonymous said...

Hver er Gússí frænka?