Aug 28, 2006

Kirkjuferð-Jesús og hitt liðið

The Kort family tók daginn snemma og skellti sér í messu, Kaþólska messu rétt hjá heimkynnum okkar á 8 stræti. Góð kona, fyrrum nunna, sem við hittum um daginn benti okkur á þennan söfnuð. Geð-Kortið hafði skoðað uppl. um Kaþólska söfnuði sem tengdir eru háskólanum. Þar kom fram að söfnuðirnir væru misíhaldsamir t.d. bjóða sumir samkynhneigða velkomna. Við mátum afvötnunarástandið á leigjandanum á þann veg að best væri að hún svæfi áfram, enda var hún vel verkastillt alla helgina. Eins voru við sammála því að ekki væri ráðlagt að koma með villitrúarmanneskju í Kaþólska messu. Kirkjan var góð! B- Kort stóð sig eins og hetja, beið spenntur eftir að Jesús, sem að öllu jöfnu býr í hjartanu, mæti á svæðið. Það var vel tekið á móti okkur. Þessi söfnuður virkar flottur og er greinilega ekki íhaldsamur því það var klæðskiptingur sem tók mikinn þátt í þjónustunni þarna. Nema þá að liðið sé geðveikt meðvirkt og engin segi neitt, heheheh. Það hefði því líklegast ekki verið kveikt í villutrúar-leigjandanum ef hann hefði fylgt með.
Eftir góða stund á sunnudagsmorgni var eldaður Al-Geð-Kort breakfast sem heppnaðist svo vel að sjúklingurinn lenti á trúnaðarspjalli við Kortin og grét úr sér lungun af þakklæti. Eftir á að hyggja hefði messa verið góð viðbót við afvötnunina.
Þessi færsla átti að vera lengri en ef ekki væri fyrir Pál S. sem hringir eins og brjálæðingur til okkar eftir að honum áskotnaðist 120 fríar mín hjá Ogvodafone. Palli eru vinur okkar! Þið hin sem eruð að reyna að hringja í okkur og náið ekki inn-- ekki gefast upp- it works if u work it-- Skammturinn hans Páls er á þrotum, eins erum við óvön símanum og áttum okkur þar afleiðandi oft ekki á að tækið sé að bjalla....................
P.s. fyrir allt heilbrigðisstarfsfólkið sem les síðuna og hefur faglegan áhuga á afvötnunaraferlinu þá er hægt að fylgjast með dagbók sjúklingsins á www.hulster.blogspot.com -- Hafið hugfast að konan er spes en við elskum hana öll þrátt fyrir það og óhemju tíð þvaglát

5 comments:

Anonymous said...

Er það kynskiptings Aujan?? Þessi sem da kort's fundu í kirkjunni??

Er ekki annars byrjað að byggja við húsið fyrir family Jónsson? Við getum jú ekki lagst svo lágt að sofa í einhverjum detox kitrum í útlandinu. Já, verð að ákveða það bara hér með að skipuleggja helst ekki neinar vesturfarir fyrr en að staðfestar teikningar liggja fyrir um byggingu vesturálmunnar.

B

Daniel F. said...

Halló Kortarar...

Skemmtilegt blogg og gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur.

Við vorum í NYC um daginn og erum mögulega kolfallin fyrir USA...

Mig langaði bara að segja hæ og spyrja hvort þið séuð ekki með emmessenn ?
Mitt er dannifann hjá heiturpóstur púnktur komm. Megið adda mér...

P.S. Takk fyrir veitta aðstoð fyrir að hætta að hjóla með hjálpardekk.

Daniel F. said...

Hey já og getið líka tékkað á okkur á http://danniogiris.blogspot.com

Fláráður said...

Gott og gaman að lesa hvað á daga ykkar hefur drifið síðan við sáum okkur á flugvellinum. Var búinn að hafa áhyggjur af B.Kort, hann virtist eitthvað svo óhress með þetta allt.

ps. eruði búin að sjá súperman fljúga yfir?

Anonymous said...

hæ - mér finnst ekki nóg gerast á þessu bloggi ég vil fá nýjar fréttir á hverjum degi með morgunkaffinu.

Verð að viðurkenna að ég er farin að lesa blogg vina ykkar líka - fríkað lið