Aug 7, 2006

Menningarsjokk


Hæ, Kortfjölskyldan skellti sér í dýragarðinn í gær. (sjá flottu mynd af aðalkortinu). Þetta var flottur garður með allskonar tækjum og stuffi. B-Kort skemmti sér mjög vel og heimtaði að fá að fara sjálfur einn í tækin. Gæjinn var svo spenntur og hátt uppi að þegar hann kom heim þá ældi hann á hitt Kortið. Frúin skellti sér á stóran speakerfund í gær og það var áhugavert en eftir fundinn fór ég með fjórum gellum, sem sumar hverjar hafa mikla og langa reynslu á semi-kaffihús. Það var skemmtilegt og fróðlegt, svona útfrá mannfræði- og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hef það á tilfinningunni að ég gæti þróað með mér annað menningarsjokk en ég fékk eitt þannig ´96 þegar ég fór til Indlands... hum... eða þó ég er þó eldri og vitari núna- allavegna eldri.
Hápunktur dagsins er þó að heyra hljóminn í nýju Portable uppþvottavélinni sem Kort fjölskyldan fjárfesti í. Við ákváðum að skíra hann Björgvin.

7 comments:

Anonymous said...

Hæ - þurfa ekki að vera myndir á þessu svo maður skilji hvað er í gangi og fái að fylgjast með Boot Camp áhrifunum hverfa og 150 kg bætast við - svo þið passið í mínivaninn?

Anonymous said...

Hafið þið enga trú á okkur eða hvað???? Við erum mjög bootcamp orientaruð hér. Við gerum allar hvíldarstöðurnar á hverjum degi.... að vísu mest númer 4 í búðum

Anonymous said...

Hulda, þetta var óþarfi!

Anonymous said...

Jæja fjölskylda. Þetta hljómar allt mjög spennandi, sérstaklega bíllinn. Þið eruð ekkert white trash þarna í bushlandi. Gott að vita að því, þið verðið okkur hinum ekki til skammar (að því leyti). Spurning hvort við neyðumst í heimsókn... til ná ykkur úr bush-ismanum og kúltúrshokkinu. Hvar eru myndirnar?

Ásdís said...

hæ gott fólk
Til hamingju með flutningana og nýja landið
knús og kveðjur frá Baunalandi

Ásdís og Anders

Anonymous said...

Til lukku með allt kæru vinir, gott að allt gengur vel.

Begga

Anonymous said...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, quinceanera dresses Handbags Louboutin Shoes Pigalle Christian Louboutin. Taffeta Wedding Dresses