Aug 5, 2006

Rapport

Jæja, þá erum við búin að vera hérna í bushlandi í 1 og 1/2 viku. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera á þeim tíma. Ótrúlegt hvað er hægt að eyða miklu tíma og pening í búðir. Við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl Dodge Caravan sport árg. 2002. Þetta er svona 7 manna mini van.. en ekki hallærislegur bíl- svona frekar stór og cool. Íbúðina fengum við í vikunni og er hún hin prýðilegasta. Staðsetningin er brill. Í göngufæri við háskólann og rétt fyrir utan er leik, körfu- og fótboltaboltavöllur. Við erum hér um bil búin að kaupa allt það sem okkur vantaði í búið og því er þetta orðið ansi huggó. Ég er þó ennþá að bíða eftir nýju Sacco kaffivélinni sem ég pantaði online. Spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo erum við búin að vera keyra um svæðið hérna til þess að fara í nýjar búðir og til þess að átta okkur á staðnum sem er ívið stærri og fjölmennari en við eigum að venjast. Hitinn hérna hefur verið ansi mikil en sem betur fer er ac okkar gott og kröftugt. Gísli er strax byrjaður að læra því hann þarf að taka bílprófið hér og svo þarf hann að taka einhver hjúkrunarleyfispróf sem eru víst eitthvað heavy.... en við sjáum til með það. Við Kort jr verðum því áfram í einhverju chilli en við eigum pantaðan skoðunartíma í leikskóla á fimmtudaginn. Þetta er einhver dýr einkaleikskóli og við vonum að þeir geti tekið á móti kortaranum. Annars eru leikskólar hér ekki flottir, minna mann meira á róló. Allavegna við söknum ykkar allra nema sumra........ já og við erum komin með gsm síma og númerin í þeim eru...... Mr Kort 612- 968- 5953 og Frú Kort 612-968-5956. Það er best að hringja um helgar og munið að við erum 5 tímum á eftir---- ekki vekja okkur :)
kveðja í bili, over and out --------------

2 comments:

Kort said...

Uppþvottavélin er komin í hús og jómfrúarþvotturinn byrjaður-- Allt fyrir þig prinsessa

Anonymous said...

Sæll MR.Kort Binni hér frábært að allt gengur vel hlakka til að heyra í þér hringi um helgina