Aug 18, 2006

Þakklæti

Kort family er þakklát í dag. Ójá við erum jákvæð og þakklát... Byrjuðum daginn á því að þakka fyrir hvert annað. Trítluðum svo öll hönd í hönd inní eldhús og fengum okkur þakklætis morgunmat, vei vei. Héldum svo útí daginn brosandi með þakklæti á vör. Já, það eru margar ástæður fyrir því að við erum þakklát í dag. Ekki pláss til að nefna þær allar hér en læt nokkrar fylgja með. Númer eitt við fengum lánsáætlun frá Lín í dag og þar er gert ráð fyrir því að Kort fjölskyldan lifi á 2100 dollurum á mánuði (sem er áhugavert þar sem leigan er 1200+650 í dagvistunargjöld), vei vei. Nr tvö Kort fjölskyldan þarf að borga 3000 dollar á önn í heilsutryggingar, vei vei. Þakklæti. Nr þrjú Hulda er að koma á laugardaginn vei vei....

p.s. Páll, hoppaðu uppí rxxxxxxxx á þér og seldu bílinn okkar þannig að Frú Kort þurfi ekki að fara betla.

9 comments:

Anonymous said...

Nú get ég ekki orða bundist!
Kæra frú Kort - í fyrstu línum bloggsins "Þakklæti" hélt ég að allt væri breytt - frúin orðin hin mjúka og dannaða kona - sem elskaði alla og væri næs við alla konur, menn og dýr. En nei Adam var ekki lengi í Paradís - því svo endaði "daman" á því að DRULLA yfir sinn kæra æskuvin!
Í alvöru talað - nú þarf Mr.Kort að fara að taka kerlu í kurteisiskúrs 101.
Takk fyrir

Anonymous said...

Ég veit að þið trúið þessu ekki en Herra Kort sagði mér að skrifa þetta til hans Páls. Já, annað Páll æskuvinur minn er ekki hörundsár og hann veit alveg hvað ég er að meina.

Anonymous said...

Hvað er í gangi - Palli á þetta ekki skilið, hann sem bjargaði jólasteikinni fyrir mig. Hann er vænn piltur - og Gísli þú átt að vera kurteis við hann.
Viljið þið þá bara að maður sendi pening og sé ekkert að koma???

Anonymous said...

Við værum alveg til í að fá Tómas og kannski smá penge með honum þannig að við getum gefið honum að borða.

Anonymous said...

Páll. Ég verð en og aftur að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi eiginkonu minnar, sem og öðrum hingað til. Við verðum að muna að hún er aðeins nýlega kominn inní ríki andans og ekki við því að búast að hún lifi í stöðugri hugljómun.
Ágústa mín. Mér þætti vænt um að þú hæfir landsöfnun okkur til handa enda sjálfsagt að íslensk þjóð styrki okkur til þess að viðhalda þeim lífstíl sem við erum vön. Ekki mynduð þið vilja vita af okkur hér úti, verslandi í stórmörkuðum líkt og sauðsvartur almúginn og notandi reiðhjól til samgangna eins og ótýndir baunar!

Anonymous said...

Ætli það sé ekki við hæfi að eiginkonan svari til varnar eiginmanninum- við fr. Kort höfum nú eldað grátt silfur saman áður.... Nei, nei við vitum hvað býr á bak við þessi orð, við munum bara að þegar við komum á næsta ári að hafa með okkur sápu, notuð föt og fleira líkt og þegar fólk ferðast til kúbu.... Annars getið þið haft samband og við unga fólkið í Garðabæ getum veitt ykkur nokkur hagnýt ráð hvernig á að lifa af há leiksskólagjöld og fleira.....

Anonymous said...

hæ Tómas vill gjarna fá mynd af BKG í súpermanbúningi á síðuna - finnst hún ekki í lagi fyrr en það er komið.

Kveðja Tómas

Anonymous said...

Palli har nu kun godt af at blive svinet til, han er en doven skid. Det ved ALLE.....Palli kom så i gang !!!!!
Og Gisli du har nu kun godt af at cykle lidt dit fede læs, og når du gør det så gør det med stolthed. Du er trods alt "næsten" med dansk blod i årene. Du kender i hvertfald en fuldblods dansker (som godt nok ikke gider cykle, når man kan få en to-hjuler med motor på)
Så tør øjnene tudefjæs og kom ind i kampen. Gisli du må ud og sælge din krop til klamme tyske turister, der heder Karl og lugter af "beer" og "Wurst". Endnu en grund til at cykle så du kan holde din fede røv i form !!!!!

Anonymous said...

hov jeg glemte at sige at Ásdís og jeg har startet "the foundation for the aumingja Kort family"
Vi har nu allerede samlet 2 danske kr. og når vi har nok penge så køber vi et par fly billetter og kommer så med pengene. For vi ved hvis vi bare sender pengene så bruger Gisli dem alle på Pepsi Max.