Aug 30, 2006

The Stalker

Áttum góðan og afslappaðan dag. Til að fagna góðu gengi afvötunarferlisins var farið með sjúklinginn í sólbaðsferð að lake Calhoun. Málið er að gellan er ekki bara með netfíkn heldur elskar hún sólböð og meiri sólböð. Það kemur sem mjög vel því mar annað hvort skellir tölvu í fangið á henni eða hendir henni út og þá er hún sátt. Dagsplanið var sem sagt ferð að vatninu þar sem einhver skyldi ná sér í lit á meðan frú-Kort hlypi spotta. Eftir að búið var að koma gellunni vel fyrir á ströndinni við þetta prýðisvatn sem lake Calhoun er. Var lagt af stað í hlaup sem gekk ansi vel, þrátt fyrir smá útídúra. Þar sem við erum í fylki 10.000 vatna þá er nóg af þannig kvikindum í kringum okkur. Endirinn á hlaupatúrnum var að frúinn hljóp í kringum tvö vötn sem liggja þarna upp við hvort annað eða rúma 10 km + útidúra (villtist smá af leið). Allavegna þegar ég kem til baka eftir um 70-80 mín. Sé ég að leigjandinn liggur ennþá á ströndinni og einhver fáklæddur gaur stendur yfir henni. Þar sem hún er þekkti fyrir góða mannasiði og mikil frambjóðendagen (Talar við alla og er alltaf ógeðlega nice). Kom það svo sem ekki á óvart að gellan væri á spjalli við innfædda. Þegar ég kem nær byrjar gæjinn að tala við mig um allt og ekkert. Réttast er þó að gæjinn talaði og ég kinkaði kolli því þetta var einhver motormouth dauðans sem Hullan hafði hitt þarna. 10-15 mínútur liðu og gaurinn stoppaði ekki. Við rétt sluppum frá þegar síminn hringdi og ég labbaði pent í burtu og Gellan kvaddi gæjann. Það kom svo í ljós að gæjinn var búin að standa yfir henni þar sem hún lá á bikininu í yfir klukkutíma og massa látlaust. Sagan verður súrari þar sem dúddinn var í ógeðlegri ljósbrúnni mini-sundskýlu. First hand greining á gæjanum útfrá fjölgreindarkenningu Gardners var sú að samskipta- og rýmisgreindir væru í miklu lágmarki.
Að öðru B-kort fór á náttfötunum í leikskólann. Nei, það er ekki útaf leti sem barnið fór í náttfötunum heldur vegna þess að í dag var náttfatadagur á leikskólanum. Við erum mjög ánægð með leikskólann og B er að fíla þetta, hann er farinn að skilja meira og meira. Hann bættir við sig orðum í gær t.d. öskraði hann mommy, mommy. Frekar spúkí að heyra í honum sérstaklega þar sem gæjinn er ekki með hreim. Hljómar svona original eitthvað. Í gær átti eitt barnið afmæli og þá var boðið uppá kökur og hvert barn fékk poka fullan af nammi. Svolítið öðruvísi en við erum vön en B var glaður og þá erum við glöð.
Páll Dvd regionið reddaðist- var með vitlausan kóða.

Enn og aftur þá erum við geðveikt hress og glöð- hægra megin á síðunni sjást fallegar breytingar eins og skemmtilegir linkar á töff lið sem við þekkjum. Ágústa, það er í lagi að lesa bloggið hjá vinum okkar, en láttu þér ekki detta í huga að fara kommenta eitthvað rugl þar. Gæti verið rekið til okkar.
Á morgun eigum við von á enn öðrum sjúklingnum í heimsókn í einhverja daga. Nóg að gera hjá Korturunum þessa vikuna. úps verð að þjóta Palli er að hringja,

11 comments:

Anonymous said...

Takk - þetta bjargaði deginum. Mér finnst að þið hefðuð átt að bjóða manninum heim fyrst hann var svona huggulegur við ykkur. Það hefði getað orðið gott partý úr því.
Kysstu Björn frá okkur - Tómas skilur ekki hvað þið eruð lengi í burtu. Hringjum um helgina þegar BKG er heima

Anonymous said...

Sæl Kortaragengi!
Þið eruð snillingar. það er greinilega frekar wild þarna úti í US and A. Þar sem ég hef lesið mér mikið til um serial-killers þá skal sértaklega varast hvíta gaura! Þessi á skincolor-mini-lendaskýlunni var hann hvítur?
En í alvöru talað Auja - ertu búin að fá þér MAZE?
Þín ofurparanoja systir!

Fláráður said...

Úff, ég á nokkra 'vini' sem ólust upp í USA meðan foreldrarnir voru í námi. Ég sé að B.Kort er að fara í hundana. Best að fá ömmu pönk til að taka með súrmeti og lýsi til að halda stráknum íslenskum.

Anonymous said...

Kæra systa!!
Trúðu mér, Maze er á to do listanum!

Anonymous said...

Det er sku godt at Bjørnen endelig er kommet i en ordenligt børnehave, hvor man får slik når nogen har fødselsdag. Ikke det R. Steiner pis med kogt byg og kartofler. Næ nej giv drengen en masse sukker så han kan blive stor og fed som mig. Et rigtigt mandfolk. Ikke sådan en lille tynd og svag R. Steiner bøsserøv. Fy for den lede. Han skulle jo endelig ikke komme til at ligne sig far.
Ellers kan jeg fortælle at en overlevelse tur i de svenske skove, uden mad er den dummeste ide jeg til dato har været med til (måske lige med undtagelsen af Herbalife eventyret). Fy for fanden det var sku ikke skægt at sidde i en skov og æde svamp og blåbær for at havde noget i maven.
Det gør jeg ikke igen.
over and out Anders

Anonymous said...

hvað er með dönskuna danans - það er allt eitthvað svo sniðugt sem hann skrifar. Er hann fyndinn eða er það bara danskan???

Anonymous said...

Anders, eða ananasinn eins og við köllum hann, er ekkert danskur hann er bara að halda okkur við í grunnskóladönskunni. Sannleikurinn er að gaurinn er sænskur! Ekki hafa samt hátt um það

Anonymous said...

Jæja Gísli korter yfir, nú er mál að kíkja heim aftur því að það verða endurfundir úr Árbæjarskólanum þann 13. október !! Auj'my God, Sólon er ekki nógu stórt og þess vegna mátt þú ekki koma með..... eða aðrir makar.
Nei, ég var ekki með í því að skipuleggja, annars hefðir þú auðvitað verið heiðursgestur ;) Þó það væri ekki nema til að hafa þar einhvern sem ég þekkti :]

Hrefna

Anonymous said...

Þetta er að verða hið fróðlegasta blogg. Gott að leigjandinn er til einhvers gagns, hún má gjarnan koma í eftirmeðferð heim til mín.

Emillinn skal stílast á klh (sem er mitt fullt nafn) hjá Háskóla íslands á íslandi.

kv. K & Co.

Anonymous said...

K, þú er með Auju! þú hefur ekkert með þennan leigjanda að gera-- algjörlega gagnslaus með öllu!! Langa B þitt gerir meira gang fyrir hádegi.

Anonymous said...

HVAD SKER DER GISLI DIN BUMS !!!!!!!!

SVENSKER ER DU BLEVET BUSH BLOND.

Hvis jeg er noget andet end dansker så er det wanna be islænding. Det siger de ihvertfald i AA her i København.

Om jeg sjov eller det er det danske må du ikke spørge mig om, jeg synes jo jeg er skide skæg. Men jeg er ikke den bedste til at dømme om det !!!