Aug 13, 2006

Paranoja

Það lítur út fyrir það að Ameríka sé að ná að læsa klónum yfir Kort fjölskylduna. Kort kellingin getur ekki hætt að kaupa hluti. Hlutirnir eru þó samkvæmt öllu auglýsingum og innihaldslýsingu algjört möst að eiga og í raun ótrúlegt að mar hafi komist af án þeirra hingað til. Kort karlinn þjáist af post traumatic moving syndrome en uppruna þeirra er hægt að rekja til, breytinga á lífsvenjum eins og flutningum, of miklu 24 glápi og skort eða vöntun öllu heldur á bootcampi. Sjúkdómseinkenni eru óstjórnlegur ótti við yfirvöld og stofnanir, eins og Heimalands security. Einkennin koma missterkt fram hjá einstaklingum. Yngra Korti öskrar á Mcdonalds og aftur McDonalds-- þess á milli segir hann NO, NO. Drengurinn er snillingur. Lausnin á öllu veseninu er líklegast að hanga þarna inni og vona að sendiferðarbíllinn sem lagt er hinumegin við götuna fari að fara eða þá að hringja bara í Báerinn... og fá botn í málið.....

6 comments:

Anonymous said...

Ég kenni palla um, það var hann sem kom mér á 24, maður bjargar lífi einhvers í sakleysi sínu og svona er manni launað fyrir.
Hulda, við vonum öll að þú komist gegnum screenið, mundu bara: ENGAR óvæntar hreyfingar og algerlega hlutlaus svipbrigði.

PS: ef þú verður tekin í yfirheyrslu, neitaðu þá öllu!! Sársauki er blekking.

Anonymous said...

Aloha gott folk
Jeg ville sku også være bange for at bo i det "control land".
Gisli den er god nok, "the Man" er efter dig, pas på. Du skal ikke bruge internette, ikek GSM og hold dig til at tale tegnsprog så "the man" ikke kan høre dig. Det er også skide skægt når man boller !!!!!!
Du skal også passe på hvis konen bliver mærkelig. Hun kunne være blevet dræbt og skiftet ud med en dræber robot. Men se det på den lyse side, måske er en dræber robot vild i sengen !!!! hvem ved ????
Paranoja hilsner fra det Danske land

Anonymous said...

Hulda er hægt að fá Mc í fljótandi formi?

Anonymous said...

Jack Bauer klikkar ekki, season 6 er að koma út þar verður tekið á þessum vanda sem þið eigið við, svo fylgist vel með.

Anonymous said...

Vá ég er í alveg svakalegri dilemma! Málið er að ég hef akkúrat ALDREI horft á 24 - en er með við hliðina á mér "as we speak" fyrstu seríuna af 24 (sem Páll nokkur útvegaði aldraðri móður okkar Auju!) og ég er alveg "á ég - á ég nokkuð??" HJÁLP - er það ráðlegt að tékka á þessu ef maður er í USA-trip hugleiðingum á þessum síðustu og verstu tímum.
Oh my god - hvað skal maður gjöra!

Anonymous said...

Ásthildur-- go for it!!!!
Það versta sem gerist er að þú klárar fyrstu seríu í einu áhorfi- og þá er um að gera að banka uppá hjá dílernum og biðja um meira, meira, ég verð að fá meira! Ég öfunda þig að eiga alla 5*24 þætti eftir eða um 120 klst af hreinni ánægju.
Í sambandi við væntanlega USA dvöl þá herðir þetta þig og þá veistu líka hvernig á að bera sig að þegar Heimalands Security karlarnir mæta.