Oct 22, 2006

FXXXXXX 10 ár

Frúin fyrir 10 árum um morguninn fyrir utan stofnun á Flókagötunni í bíl með Páli æskuvini a.k.a. the díler. Stressuð en þó vel freðin á leiðinni út úr bílnum Hafðu ekki áhyggjur af mér Páll, þau ná ekki að heilaþvo mig! Vá, hvað hún hafði rangt fyrir sér. Viturlegast ákvörðun eða vandræði leiddu til þess að frúin þurfti að leita á náðir íslenska heilbrigðiskerfisins, snilld, þvílík snilld. Það sem fyrir 10 árum leit út fyrir að vera mesta ógæfuspor sem kella hafði stigið. Er í dag það viturlegasta. 23 október 1996 byrjaði ævintýrið. Það sem áunnist hefur: lífsgleði, vinir, samfélag, vinnureynsla, endurnýjun bílprófs, hreint sakavottorð, Saeco espressovél, 1/2 maraþon (x2), stúdentspróf, háskólagráður (x3), heimili, guðmóðir (x2), samband, hjónaband, besti vinur, 3 1/2 ára Kortari, fjölskylda, tengdafjölskylda, minivan, portable uppþvottavél, F2 visa, tattoo, sorg, reynsla, æðri máttur, ÚTHALD og margt margt fleira.
Tíminn er fljótur að líða þegar er gaman. Starfið er skemmtilegt nú er bara að halda áfram. Reynslan hefur sýnt að kella veit hvað á að gera, þó stundum þurfi að minna hana á, til að halda ævinýrinu áfram, í fjöri. Takk takk takk þau ykkar sem hjálpuðu henni að ná tugnum og þeir sem eftir koma. 10 fokking ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. Til lukku Georg og Þóri T. með tugina. Þórir, ég er þó alltaf í betri BATA!!

22 comments:

Anonymous said...

til hamingju - þú ert frábær svona en ég hef að vísu ekki samanburð.
Man bara eftir geðkortinu ...

Ally said...

Til hammara með ammara Auja mín.
Ertu ekki officalt old timer í dag?

Anonymous said...

Til hamingju með daginn. Frábært :)

Anders said...

Og jeg som troede du har været ædru kortere tid end mig hmm der kan man bare se.... Men du opføre dig jo stadig som en nykommer !!!! er det ikke tid til at blive mentalt ædru Auja min ??

B said...

Innilega til hamingju. Takk fyrir að hafa úthald og bjarga okkur hinum.

Kiss kiss, þín B.

Daniel F. said...

Vel af ser vikid! Nehhhh thetta er eitthvad sem madur heyrir alltaf herna uti a svona dogum :p. Vid vitum oll ad thetta hefur ekkert med thig ad gera.

Heppin!

En i alvoru til hamingju. Hver veit nema vid faum ad kynnast betur a komandi aratug?

Anonymous said...

Til lukku. Enn einn glæstur sigur í sögu samtaka iðnaðarins.

Fláráður said...

Til hamó Auja!

Pældí hvað þú þarft að gera mikið til að toppa þetta á næstu 10 árum. Hef fulla trú á að sú verði raunin.

Anonymous said...

Til lukku Auja.

Þetta meikar ekki sens en er samt raunverulegt. Takk fyrir að vera til

Finnbogi

Anonymous said...

Georg óskar þér innilega til hamingju með að vera ennþá búinn að vera 2 vikum styttra en hann edrú :), en án gríns til hamingju með daginn, og vonandi verða næstu 10 ár jafn skemmtileg og þessi fyrstu ef ekki betri,gangi ykkur allt í haginn þarna úti, skilaðu kveðju til Gísla og allra annarra sem ég þekki þarna í U.S.A.


Kveðja Georg

Anonymous said...

Já svo sannarlega til lukku með áfangann þú ert kona sem hefur breyst mikið og gaman að fá að vera samferða í ævintýrinu.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn í gær við erum öll stolt af þér, er þó ánægðust með að hafa þig í hópi Kortaranna
amman

Anonymous said...

Vá díses til lukku með tuginn.

Anonymous said...

Ótrúlegur árangur, til hamingju með árin 10, sérstaklega með tilliti til þess að þú ert bara 25. Kær kveðja frá familiunni á Háaleitisbraut.

Anonymous said...

Jamm, ég man þegar við leyfðum þér að koma með okkur á fund, það var á laugardagskvöldi í templara-höllinni,
Við vorum búnir að mæta þar, ég og Bogi í soldin tíma, svo allt í einu kom Garðbæísk holskefla, og inn komu þau öll, Auja ,Palli Máni og Jósi.
Friðurinn var rofinn. Við gátum ekki lengur leynt þessu afbrigðilega fylleríi, með magic,kaffi(c.a.2.5L af hvoru) 37 sígarettum og viðbjóðslegu hjali um örvæntingar tilraunir okkar til betra lífernis.
Þau komu öll til okkar með vonarglampann í augunum og sannfærð um að við vorum með eitthvað gott í pokahorninu. EN NEI....... Þannig var það nú ekki, korteri seinna var undirritaður farinn á fyllerí, hinn byrjaði á þunglyndislyfjum og farinn að kanna alla þá geðsjúkdóma sem hann gæti mögulega verið með.
Ég á margt að þakka þér Auja mín, Til hamingju með árangurinn þinn.
(p.s. ég er í alvörunni mjög sorry yfir að hafa lamið þig í gaggó)

Kv: Bjarnþór

Maggavaff said...

Til hamingju Auja.

Þetta er auðvitað alveg frábært, þrátt fyrir að kosta mig smá pening. Smá veðmál í gangi hér á klakanum.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku besta gáfaða ofur aa súper sponsor vinkona mín í mekka aa í USA :)
Ég verð nú að segja að alveg frá því að ég sá þig fyrst vissi ég að það var bara einfaldlega eitthvað rosalega sérstakt við þig. Til hamingju.
Mig langaði rosalega að segja eitthvað kaldhæðið svona í tilefni dagsins, en það er bara ekki minn stíll þú skilur.

Guð veri með þér og alveg sérstaklega Gísla. Honum veitir svo sannarlega ekki af.

En vegna þess að ég er í heiðarleika prógrammi þá ætla ég ekki að gera minnstu tilraun til að eigna mér heiðurinn af þessum árangri hjá þér, læt frekar verkin tala eins og mín er von og vísa. Þoli ekki þessa gæja eins og Bjarnþór t.d. sem byrja eitthvað að básúna um að þeir séu nú búnir að sjá svo marga koma inn (þ.á.m. þig) er svo ömurlegt yfirlæti eitthvað í því. Ég er búinn að sjá þá alla koma og get sagt þér að þeir voru nú ekki upplitsdjarfir svona fyrstu 6-7 árin. Nei, ekki aldeilis.
En ég bið að lokum Guð almáttugan að gefa þér með tímanum (þig vantar bara örfá ár uppá) sömu auðmýktina og æðruleysið og hann hefur gefið mér, það er jú alveg fáránlegt hvað er er auðmjúkur. Ég er einfaldlega auðmýksti maður sem ég hef hitt. Það er nú þokkalegur kross að bera.

En svona til að hætta nú þessu þusi um þig og segja eitthvað um mig að lokum, þá sakna ÉG ykkar og vildi að ÉG og mínir gætum verið með ykkur að fagna deginum. María biður alveg án vafa að heilsa, hún er svo mikil svona afmælismanneskja :)

Sé ykkur vonandi fljótlega, skildist á ykkur um daginn að flugmiðarnir sem þið ætluðuð að senda okkur væru komnir í póstinn. Þeir hljóta að fara að dúkka upp hérna megin við Grænland fljótlega.

"Bata" kveðjur,
Baddi bjáni.

Anonymous said...

TIL HAMINGJU með þessi tíma mót, þetta var svolítið tvísýnt á tímabili en einhvern vegin tóskt þér að hrekja inn stóð stoltra stráka til að leita sé hjálpar, inn á eitthvað drykkju manna hæli .....
En enn man ég eftir þessum nonna, djöf.... var hann góður , eða er það bara í minninguni...

Anonymous said...

Til hamingu!! Já það eru til kraftaverk í þessu lífi :)
Guttarinn!

Anonymous said...

Til hamingju amma mín!
ást og kossar.

Anonymous said...

Ég veit að ég er frekar seinn, en það er nú allt í lagi. Til hamingju með daginn um daginn.

Kveðja
Tryggvi

Anonymous said...

Innilega til hamingju með 10 árin