Oct 17, 2006

Partyljón

Laugardaginn var skelltu Kortin sér í Heyride útí sveit. Okkur og um hundrað öðrum var boðið en þetta er einhver bændasiður hérna í Ameríku. Pælingin er að sitja aftan á kerru fulla af heyi. Svona eins og nafnið gefur til kynna. Bóndafólk úr félagskapnum stóð að þessari heyride sem var ansi skemmtileg. Við stefnum á að koma aftur að ári liðnu. Tíminn líður heavy hratt hérna og alveg hreint ótrúlegt að við séum að verða búin með nýliðatímann sem miðast við 90 daga. Næst á dagskrá er shopping æði mæðgnana úr Garðabænum. Spurning hvort við reynum að koma þeim á shopping anonymous fund hérna. Oh, þó nei fólk verður að hafa vilja til hætta og það er mjög hæpið að viljinn sé til staðar.
B-Kort fékk umsögn úr leikskólanum sem er víst eitthvað sem tíðkast hér. Drengurinn er í góðum málum - og þá erum við í góðum málum. Hann meðal annars skorar hátt í því að verða easily frustrated....... kemur ekki á óvart þar sem um arfgengan kvilla er að ræða, sem versnar með aldrinum. Við héldum þó eða vonuðum lengi vel að kvenleggurinn bæri bara þennan kvilla en svo er víst ekki. ----------------over and out

10 comments:

Anonymous said...

Ehmm..... þetta bóndafólk og þetta "Heyride" - var þetta svona Amish-people: Bara að spá hvort við mæðgurnar eigum að koma með vinnugallana með okkur ef það skyldi eiga að reisa eins og eitt stykki hlöðu á meðan við verðum þarna?
Mikið er ánægjulegt að heyra að Mr.Kort Junior skuli ganga vel í leikskólanum - það er fyrir öllu!
Vá 90 dagar - þetta líður hrikalega hratt - oh my god!

Anonymous said...

Blessaður Björninn - ég vona bara að fóstrurnar séu ekkert að reyna að koma við hann - það getur endað illa.
Svo vil ég bara minna á að foreldrafélgið í Mosfellsbænum fór í mál við skólann þegar börnunum var boðið í svona heyride - þetta er víst svo óöruggt. Eða voruð þið kannski i beltum?

Ally said...

Ég get nú ekki tekið undir það að Kort frúin sé easily frustrated. Það að ég sé enn á lífi sannar umburðarlyndi og jafnaðargeð konunnar.
Láttu engan segja þér neitt annað sister!!!


Djók

Anonymous said...

hey..hvað er heimilisfangið ykkar svo hægt sé að njósna um ykkur á google-earth. já og gaman að sjá hvað ykkur gengur vel að aðlagast usa.
kveðja eva.

Anonymous said...

hey..hvað er heimilisfangið ykkar svo hægt sé að njósna um ykkur á google-earth. já og gaman að sjá hvað ykkur gengur vel að aðlagast usa.
kveðja eva.

Anonymous said...

Adressan er: 2815 S. 8th. st.
55454 Minneapolis. Endilega senda jólakort til Kortanna

Anonymous said...

já þetta virðist bara vera hið ágætasta hverfi sem þið búið í (snilld þetta google earth) auja þú þyrftir helst að fara út í glugga og veifa og litli Björn líka að sjálfsögðu..gaman að þessu

Anonymous said...

Ég var einmitt að velta því fyir mér hvenær huldan tæki til máls, já og takk fyrir upplýsingarnar, þú ert greinilega með daglega lífshætti kortarana á hreinu

Anonymous said...

ég er með mömmu minni að sýna henni síðuna ykkar, voða gaman, hún biður kærlega að heils.

AAAnyways.. það væri kannski allt í lagi ef þið mynduð einhverntíman tala illa um ameríku, en tala í staðinn um það hvað þið saknið okkar já og bara mín.

Kveðja B.

Anonymous said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]free casino[/url] [url=http://www.casinovisa.com/deposit-casinos/]internet casino[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/blackjack/index.html]video poker[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/slovak]casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=36]sex shop[/url]