Oct 4, 2006

Svona viljum við hafa það!

Gleðin er þvílík hjá Kort familiunni í dag. Hægt að tala um góða þrennu þar. Í fyrsta lagi náði Geð-hjúkku-druslan Nclexprófinu sem hann tók á mánudaginn. Þetta próf sem er ansi snúið er skilyrði hérna í fylkinu til þess að geta starfað sem hjúkka. Geðið er gott og við fögnum því að ein atlaga hafi verið nóg. Vei Vei. Annar stór áfangi er að Kort-JR er hættur að vera baby og hefur því kvatt koppahélvítið-- nú gera menn nr 2 í klósettið.... Vá þvílíkur léttir hjá foreldrunum..... góður skítur þar. Góðu fréttir nr 3 byrjuðu á þessa leið :
Dear Auðbjörg,
I am very pleased to inform you that you have been selected out of a large and highly qualified group of applicants to pursue graduate education at the University of Minnesota. We congratulate you on your fine academic record and hope we will see you in our graduate school here at Minnesota.
Þetta þýðir að fæðingarorlofið svokallaða hjá Kortfrúnni stendur til 16 jan 2007 en þá byrjar skólinn. Námið sem kella er að fara í bíður uppá mikla möguleika en hægt er að skoða það hér. Gleðin er mikil hér á bæ eins og þið getið ímyndað ykkur.
Svona viljum við hafa það hérna í Bushlandi

16 comments:

Daniel F. said...

Hey til hamingju. Thetta var greinilega massadagur hja ollum thvi minns var kalladur inn a teppi og fekk barasta launahaekkun!!!

En eg kom ekki til ad stela neinum thrumum... Verd samt ad segja ad mer finnst B-Kort eiga mikilvaegasta afangann a ykkar heimili.

Anonymous said...

Frábærar fréttir! Hjartanlega til hamingju.

Anonymous said...

way to go!!! til hamingju öllsömul..... en hvað varð annars um gamla góða school´s for fools?!?

Anonymous said...

Takk, takk-- Gunnar: if you cant beat them join them!!!

Anders said...

Tillykke tillykke mega cool, og jeg kan kun give Daniel ret i at det er nok størst at B skider i wc.
Eller måske at man kan havde 3 års barsel er sku også godt gået auja !!!

Jeres næste mål i US må helt klart være at vælte Buch og få det frem i lyset at det var ham som stod bag 9/11.

Anonymous said...

Til hamingju öll - sérstaklega Björn. Ég var hreinlega farin að kvíða því að tæma koppinn - eftir síðustu reynslu.

Anonymous said...

Til hamingju elskurnar mínar. Frábær árangur hjá ykkur öllum, amman er mjög stolt. Reyni við símann í kvöld.
Amma pönk

Anonymous said...

Til hamingju með þetta, Björn þú stendur þig, hann Markús vildi endilega senda á þig kveðju (bleyjan er að fara að kveðja). Gott að þú hafir eitthvað að gera eftir áramót til lukku með það.
Með Gísla var þetta einhver spurning, ég er samála daniel f, B-kort á merkasta áfangann ...

Anonymous said...

Til lukku með áfanganna

Anonymous said...

himintunglin hafa greinlega verið okkur öllum hagstæð, í gær fékk ég lyklana að nýju skrifstofunni minni. En svo sá ég þetta í dag: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1227112 ???? hvað er Gísli að gera? er hann með tvöfalt líf fyrir utan það sem við vitum um?

s

Anonymous said...

himintunglin hafa greinlega verið okkur öllum hagstæð, í gær fékk ég lyklana að nýju skrifstofunni minni. En svo sá ég þetta í dag: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1227112 ???? hvað er Gísli að gera? er hann með tvöfalt líf fyrir utan það sem við vitum um?

Til hamingju

s

Anonymous said...

til lukku allir Kortarar! Flossari, eins og kallinn sagði.

Anonymous said...

Góður árangur hjá K klaninu. Er kominn axla djúpur snjór ennþá? nagladekkin komin undir? búið að kaupa ísborinn fyrir vetrar veiðarnar? Annars er kalkúnninn að vaxa úr grasi í bakgarðinum var að huxa um að auka aðeins hormóna skammtinn, bara til að vera viss um að það verði nóg á þakkargjörð, því það er útlit fyrir að þið verðið með umfram þakklæti í farteskinu.

Anonymous said...

Hrikalega er ég stolt af því að vera Íslendingur í dag!
Við Íslendingar rokkum bara feitt þessa dagana! No question about that!
Kortararnir eru bara snillingar - hver á sínu sviði!

Kort said...

Engin snjór ennþá en drengurinn getur ekki beðið vil fá veiðistöng til að nota í mississippiánna. Annað mál með kalkúnni-- við viljum lífrænt ræktaðan gaur---...
Mar veit aldrei með Gíslann-- stundum erum víð í hjónabandi en stundum er ég bara með gísla.....

Maggavaff said...

En rosalega frábært. Nú getum við farið að gera rannsóknir saman eftir nokkur ár. Ég er auðvitað ekki búin að fá inn í skólann minn og reyndar ekki búin að sækja um ennþá, en Harvard fer nú varla að hafna Vaffaranum.