Oct 26, 2006

Family reunion the end

Verslunarferð mæðgana er lokið. Um 1600 í dag var lagt af stað með góssið upp á flugvöll. Sökum töluverðar yfirþyngdar og Constanza-pulls tók flugvallarferðin dágóðan tíma. Allt fór þó vel að lokum og kellur komust í loftið, lof sé drottni!!! eða öllu heldur Visa.
Heimsóknin sem stóð frá föstudagskveldi var einstaklega skemmtileg og allir glaðir og ánægðir með gestina. Rapport á því sem gert var: Verslað í fimmtaveldi- Macys-Rosedale(x2) -MOA-Albertville-Target-Hooters-Bodywork- TheUcampus og kaþólskmessa.
Kort fjölskyldan þakkar Ásthildi a.k.a fries lover og Mútter a.k.a Frank Constanza fyrir okkur. Takk fyrir allt stuffið og fjörið. Sérstaklega erum við ánægð með nýju vallar-handklæðin.
Reynslan hefur sýnt okkur að með hverjum gesti bætast við nýjar reglur. Nýju reglurnar er eftirfarandi:
Gestir make there own fxxxxx cafe en fá þó afnot af Saceo vélinni góðu.
Verslunarglaðir gestir taki með sér too buy lista og shopping shoes. Praktík fram yfir fashion gildir þar.

6 comments:

Anonymous said...

Skil núna að þið hafið ekki bloggað í nokkra daga - þarf að fara með þær beint í meðferð við komuna til landsins. Það er hættulegt ef þær halda áfram að versla eftir að þær koma til Íslands.

Anonymous said...

Jæja komst heim að lokum!
Sumir púlluðu Constanza aðrir héldu ró sinni og fengu sér einn skammt af french fries á endasprettinum á flugvellinum.
Töskurnar komust heilar á leiðarenda okkur til mikillar gleði - þar komu "magabeltin" í góðar þarfir!
En mikið svakalega var þetta nú gaman að heimsækja Kortarana - enda eru þau gestrisin með eindæmum!
Takk kærlega fyrir okkur! Svona by the way - við töluðum strax um aðra ferð og þá eru ýmis lykilatriði komin á hreint - eins og segir í blogginu - góðan skóbúnað, STÓRAR töskur og "to by lista!" - það væri hægt að versla allt í Rosedale og nú ef áhugi er fyrir H&M þá um að gera að kíkja á MOA!

Anonymous said...

Vatnsnuddið varð að víkja fyrir áhuga okkar mæðgnanna á HOOTERS - þar sem við snæddum þær dásamlegustu franskar sem ég hef á ævi minni smakkað! En eitt ákváðum við allar saman í kór - við munum ALDREI fara aftur á HOOTERS!

carpachio said...

hmmm, skrítið... ég man einmitt svo vel eftir fyrsta skiptinu mínu inn á hooters... svona svipað vel og ég man eftir fyrsta fylleríinu mínu.... ja ok... don´t get carried awayyyy.... en alla vega þá man ég skýrt að sammþykkt var samhljóma að þangað yrði farið aftur...sem og úr varð, aftur, og aftur....(tek það að vísu fram að mamma var þarna í það mesta aðeins í anda, en ekki á staðnum)

En yfir í annars konar franskar, þá eru bestu franskarnar án vafa, á Red Robin....og það sem meira er, þar er frí áfylling á franskarnar.....já, fari það bölvað... en samt svo skemmtilega bölvað....

ps. Bush kemur í pósti von bráðar...

Anonymous said...

Kona með sjálfsvirðingu eða konur með sjálfsvirðingu og konur sem virða kynsystur sínar geta ekki borðað með hreinni samvisku þarna.. Það er bara svo einfalt. Hulda þetta kemur með auknum andlegum bata á næstu árum- áratugum. Carpachio þú átt ekki séns í það held ég ... nema þó...

Anonymous said...

FRÍ ÁFYLLING á franskar! Ertu ekki að grínast! Hrikalega er það frábær staður! Auja næst þá munum við leita þennan stað uppi - no question about that!
Carpachio - ég bíð spennt eftir Bushinum! Takk 1000x!