Oct 3, 2006

Countdown

Við teljum niður hérna í USA. Brátt verður Kort familian fullkomin eða öllu heldur sameinuð eftir tveggja mánaða aðskilnað. Við fögnum komu draumsins a.k.a Júllarinn, stóri brósi og margt fleira. Já, við Kort fjölskyldan eru vinir litla mannsins eða minnihlutahópa. Því ekki nóg með það að J-Kort eigi ættir sínar að rekja til Hornstranda, þá er gæinn líka örvhentur og fyrrum Votta Jehóva. Við erum að tala um mjög spes eintak þarna. Vonandi sleppur hann í gegnum Heimalands security-ið á leið sinni til Ameríku. já, vonandi. Eitt er víst að stúlkurnar í Ameríku eiga eftir að rífa tappann í sig... eins gott að við getum falið hann í mini-vaninum. Í dag eru 5 dagar í dúdda og við eru andvaka af spennu.......
p.s. smá lagfæringar á tenglastuffinu, reyndum að henda bauninni út, gátum það ekki, bættum svo við einni efnilegri sem gæti vel slegið í gegn+ plús að breytt var um titil hjá leigjandanum, köllum hana í dag upplýsingafulltrúann.

7 comments:

Anonymous said...

Þú veist samt að þetta er allt gert í sjálfboðavinnu.

Anonymous said...

Þetta verður falleg stund þegar Kortararnir sameinast! Sé fyrir mér þau öll hlaupa með útbreiddan faðminn og jafnvel svona "sentimental" lag spilað undir! Við erum jafnvel að tala um að þau hlaupi saman á akri með háu grasi og jafnvel nokkur fiðrildi flögrandi um og auðvitað alveg yndislegt veður! Ohhh mig langar líka!

Ally said...

Ohhhh hvað ég hlakka til að lesa lofræðuna og eftirvæntinguna þegar það styttist í komu mína. Ég hugsa að ég kaupi Kleenex box til öryggis fyrir öll tárin sem þá fara að streyma niður rósrauðar kinnar mínar.

Anonymous said...

Ég er byrjuð að skrifa lofræðuna um ykkur. Erfitt þó að setja það á prent... verður eitthvað svo léttvægt. En það er bara vonandi að prófarkarinn nái að fara yfir hana. Svo hef ég líka ekki fundið nógu góðan skanna því mig langar svo að setja 4 sporin góðu með. Þannig að allir skilji kraftaverkið, skiluru.

Anonymous said...

Fá mæðgurnar lofræðu? Nú er allverulega farið að styttast í að skvísurnar mæti á svæðið!

Maggavaff said...

Já svo sannarlega eru þið vinir litla mannsins/konunar og minnihluta hópa í samfélaginu. Vinátta ykkar við mig staðfestir það. Ég er svo þakklát fyrir fólk eins og ykkur, sem spyr hvorki um stétt né stöðu né stærð, ennfremur er vinátta ykkar hvorki keypt né seld. Vinátta ykkar er eins og ástin.

Anonymous said...

dís, er þetta væmið eða hvað.
Ég veit að það verður samt mest stuð þegar við mr. T mætum á svæðið. Þá verða sko engin tár heldur bara öskur og hlaup.