Oct 12, 2006

Aðskilnaður

Allt gott tekur víst enda!! Drengurinn er farinn. Kort familian kveður drauminn í bili en örvæntir ekki því væntanlegur er hann aftur eftir 2 mánuði. Júllarinn eins og við köllum hann er kærkominn gestur. Í þessari lotu var farið í rándýrar tískubúðir, MC, MOA og science safnið þar sem body works sýningin var skoðuð. Sú sýning er spes þar sem um ekta lík eða líkamsparta er að ræða!! Ansi áhugavert dæmi. Toppurinn var þó þegar draumurinn sem hefur alltaf verið álitin hraustur og þolmikil varð hvítur og þreklaus í extreme outdoor tímanum. Segjum ekki meira um það-- Mottó Kort familíunar það sem gerist í Minneapolis stays in Minneapolis er haldið í heiðri hér.
Bættum þó við nýjum reglum fyrir gesti: Ekki vera með stæla reglan og láta vita af sér þegar mar er að djamma í framandi borg reglan.

Næsta lota af guest byrjar 20 okt....... so it begins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. þið verðið að afsaka ensku sletturnar en við erum bara alveg að losing the mothers tung hér.

4 comments:

Anonymous said...

þetta var stutt stopp - eyddi hann svo miklu í tískubúðum að hann hafði ekki efni á leigunni?

Ally said...

Ég hélt þið ætluðuð með doktorana á líkamspartasafnið? Ætlið þið aftur?

Anonymous said...

Já, það verður farið með doktorana aftur-- meirihlutinn ræður þar.

Anonymous said...

Skrítið,en ég er farinn að rýna í málfar og tempó uppá hvort það sé hjúkkan eða frúin sem skrifa hér inná síðuna líkt og margir sem stúderuðu goðin sín,Lennon/McCartney...
''Hann er frelsarinn''

Finnbogi