Oct 13, 2006

Menning og læti

Kort familian er félagslynd með afbrigðum og eftir að við fluttum hérna til USA þá höfum við fundið sterka þörf til að svala þessari þörf. Við förum í umburðarlynda og frjálsa Kaþólskamessu á hverjum sunnudegi þar sem klæðskiptingar og annað flott lið syngur og biður fyrir friði og grænni jörð. Geð-Kortið fer einu sinni í mánuði með hóp af fólki, útfrá þessari sömu kirkju, og vinnur eins og maur í mötuneyti sem gefur fátækum og heimilislausum mat hérna í Minneapolis. B-Kort fer daglega í leikskólann og kennir kana drengjunum að taka við almennilegum höggum, að eigin sögn hjálpar hann líka litlum babies að fara í úlpurnar sínar þar. Frúin er skráð á vegum sjálfboðasamtaka við the U til að fara í heimsóknir í barnaskóla viðsvegar um borgina til að kynna Ísland. Nú þegar eru tveir skólar sem vilja íslenskakynningu. Hjónin fara svo á sínar reglulegu samkundur, drekka kaffi, hlægja af fortíðinni. Þar ríkir að sjálfsögðu algjör nafnleynd og trúnaður. Útfrá þessum samkundum verður oft til skemmtilegur félagskapur. Seinustu helgi, áður en hélvítis draumurinn hafði samband, á sunnudeginum var Kort familíunni boðið í Potlock í úthverfi borgarinnar. Partýljónin þrjú ásamt nýrri indjána vinkonu okkar, væri létt að gera bestseller krimma um þann nýja fjölskylduvin, skelltu sér í potlockið. Þetta varð hin besta skemmtun og allir voru í góðum fíling. Alltaf lærum við eitthvað nýtt, leikinn var skemmtilegur partýleikur sem fólst í því að hver gestur átti að skrifa á nafnlausan miða þrjú atriði um sjálfan sig til að deila með öðrum partýmeðlimum. Atriðin áttu að vera partýmeðlimum ókunn. Þegar liðið var á veisluna las gestgjafinn og gestir upp miðana og giskað var á hver tilheyrði hverjum. Leikurinn var skemmtilegur og fræðandi. Sérstaklega áhugavert var fyrir Kort frúnna að komast að því að ektamaðurinn ætti son sem væri 3 og 1/2 ára, væri hjúkka and liked gardening! Til að toppa það skálaði hann með diet pepsi. Geð-Kortið aka the metrokort eins og við köllum hann í dag er hress og stefnir ótrauður á að rækta garðyrkjuáhugamálið að loknu framhaldsnámi sínu. Ef þið hafið eitthvað verið að pæla í útskriftargjöfum þá væri rosa gaman að fá litlar þægilega klóru og góða klippur fyrir rósirnar..
p.s. já annað fxxxxx vesen- þar sem frúin stefnir á að byrja í náminu 16 jan þá þarf að breyta vegabréfsáritun og öðru pappírsrugli... Til að gera alla bjúrakratíu einfalda þar kellan að fljúga heim til Íslands. Komudagur er 12 des, brottför 19 des. Unnur það væri gaman ef þú myndir kannski fæða þarna á milli ef það er ekki vesen?

8 comments:

Anonymous said...

Frú Kort - það er kartöflurækt sem hann er að tala um - hann kann bara ekki að skrifa potato - frekar en varaforsetinn þarna um árið.
Kemur Mr.B með þér til Íslands? Við viljum hitta hann. Hann er vinur okkar og við söknum hans.

Anonymous said...

Fegin að frétta af garðyrkjuáhuga G-kortsins- þá getur hann kanski tekið að sér að hugsa um garðinn þegar við verðum gömul, mér var ljóst þetta með kartöflugarðinn en það mátti kanski sinna því að örlítilli meiri alúð. Spyr eins og Gússí kemur Björninn með frúnni.
amman

Anders said...

Jeg er ikke helt tryg ved alle de mærkelige mennesker som omgås, Katolske transer, underlige indfødte, hjemløse osv. Det er ikke sundt for en ellers rask dreng at omgås sådan folk. Nok er I to super mærkelige, men giv nu ikke drenge flere traumer.

Men ellers gad jeg godt se de katolske transer lave ”krybespillet” til jul. Maria spillet af en 2 m. høj fyr med brede kindben og et adamsæble på størrelse med et æble. De 3 vise mænd med fjer i hatten og G-streng. Alt i mens der spillet ”I’ll will survive” Så kan Gisli spille Jesus barnet med skæg og pepsi max i hånden. Super krypespil.

Ally said...

Ég er klökk af gleði yfir heimkomu þinni. Verst að ég verð nýbúin að vera hjá þér og pottþétt komin með leið á vælinu í þér. En í dag er ég glöð með þessar fréttir

Anonymous said...

Við fögnum því að fá frúna heim og hlökkum til að hitta hana en það væri nú voða gaman að Björninn líka. Við í Mýrarási erum mjög stolt af aktiviteti Kort fjölskydunnar ogfögnum velgengni hennar.
amman

Kort said...

Björn á ekki penge og kemur því ekki með í þetta skiptið.

Anders said...

Har du nu tømt hans sparebøsse igen, så du købe mere Pepsi Max....
Gisli skam dig

Fláráður said...

aihgt, Knús til ykkar allra