Sep 29, 2006

Social life

Félagslíf Kortaranna hefur verið ansi gott í þessari viku. Á sunnudagskvöldið sátu hjónin með vinkonu sinni úr leynifélaginu og spjölluðu langt fram á kvöld. Í kvöld var svo Potlock í leikskólanum hans B. Allir foreldra kom með eitthvað að borða eða drekka og svo er étið. Kortfrúin ákvað að fara auðveldari og þægilegri leið og skráði sig á drykkjalistann. Til þess að klúðra því ekki þá spurði hún kennarann í dag betur í sambandi við drykkina, var ekki alveg viss hvort það mætti koma með gos. Kennarinn tók vel í fyrirspurnina en undirstrikaði þó að Bjór og aðrir drykkir væru ekki málið. Frúin reyndi sitt besta að leiðrétta þann misskilning að Bjór hefði verið í myndinni, á endanum varð hún að sleppa (datt þó í huga að bjóða fram blóðprufu). Sú hugsun að leikskólakennarinn hans B haldi að Kortin séu einhvert drykkjulið, hefur þó poppað upp í dag. .....
Potlockið var skemmtilegt, við fílum að tala við ókunnugt fólk- kannski er það bara að við fílum að tala við fólk og þar sem við þekkjum engan eða mjög fáa hérna, þá grípum við tækifærið þegar það gefst....
Eftir Potlockið fengum við gest- gaurinn sem við hittum í Ikea og spjölluðum ennþá meira -- við hjónin erum búin að tala svo mikið í þessari viku að við höfum ekkert þurft að tala saman, pælið í því. Frúin heldur samt áfram að standa símavakt frá Íslandi ( já, við eigum ennþá vini sem hringja í okkur). já-Þið hinir vinir okkar sem ekki hafið ennþá 2 mánuðum seinna hringt í okkur........Hum

12 comments:

Anonymous said...

Það hlýtur að vera erfitt fyrir konu eins og frú Kort að geta ekki blaðrað út í hið endalausa, því hún hefur jú gaman af því að tala, því er ég ánægður fyrir ykkar hönd að þið hafaið getað talað við einhverja ókunnuga, sérstaklega fyrir frúna.
En með drykkjuliðið þið verið að passa ykkur, nú eruð þið kominn undir smásjánna hjá leikskólakennaranum, THEY ARE WASHING YOU.........

Anonymous said...

Sæl veriði Kortarar.

Hmm.... þessi IKEA gaur - virðist hann alveg ok??? Pínu spúkí að hitta lið í IKEA og bjóða því svo heim í kaffi?? Ég hef aldrei lent í því hér heima og hvað þá erlendis. En eins og flestir vita sem ykkur þekkja þá eruð þið alveg ofboðslega félagslynd!! Þið eruð gullmolar :)

Anonymous said...

Vorum að skoða gjaldskrá flugleiða. Góður prís að koma til minneapolis í viku...
Ætlum að koma læknishjónunum á óvart og mæta með þeim á völlinn...
Yrði ekki hreint dásamlegt að fá okkur öll?
Dinner party seasonið er hafið!!!
K.

B said...

Mæðgur fóru einar á Kaffitár eftir íþróttaskólann í morgun. Söknuðurinn varð yfirþyrmandi svo við yfirgáfum staðinn og tókum drykkina (óáfenga) með heim.

kveðja B.

Anonymous said...

K, að mínu mati þá ættu læknahjónin að bjóða ykkur ferðina út. Það er ekki eins og læknafrúin skuldi ykkur ekki lífsgjöfina forðum.
B við erum með ykkur í huganum þegar við gerum Mulleræfingarnar á laugardagsmorgnum

Ally said...

Frú Auðbjörg. Farðu ekki að koma einhverjum ranghugmyndum inn í hausana á Nóatúnsliðinu. Nóg er það nú samt.

Anders said...

Ja hvad sker der men den der Ikea fyr, er han helt rask ????

Gisli jeg føler med dig, jeg havde slet ikke tænkt på hvor lidt Auja taler med andre og det MÅ jo gå ud over dig. Sur røv for dig sådan er det at være gift. Jeg har selv lige prøvet det med Ásdís da vi først flyttede her til DK. Men som altid "hvad gjorde jeg ?" "jeg sagde "ja" d. 5.5.05 og blev gift med hende.

Ud over det, er det en envejs telefon i har, kan den ikke ringe ud, kan den kun modtage opkald ????
Ring forhelved +45 46906922

B said...

Skrifaðu á íslensku eins og við hin Anders. Þú hefur ekki gott af því að finna fyrir spesmennsku - allavega ekki á þessum síðustu og verstu tímum.

Anders said...

ja ja what ever.... jeg skriver sku som det passer mig. Ásni

Anonymous said...

já ok góður prís til minneapolis, maður ætti kannski að fjölmenna og halda partý.. gæti verið gaman.

Anonymous said...

Hey Kortarar og vinir og velunnarar þeirra, langaði bara að taka þátt í þessari ógurlegu munnræpu sem á sér stað hérna (í öllum kærleik auðvitað). Ég er ekki alveg búinn að de-kóða allt saman, hver er á leiðinni til NYC?

Tak for helvede.

Snorri

Anonymous said...

lesa allt bloggid, nokkud gott