Sep 19, 2006

Bla bla

Mánudagar eru góðir dagar hjá Kort family. Prins - kortið fer þá á leikskólann, geðið lærir meira og frúin fer á bókasafni og vinnur. Hjónin enda vinnudaginn á indoor extreme tíma í ræktinni sem að þeirra mati er brill. Erum eiginlega að komast að þeirri skoðun að þessi tími skori hátt á Bootcamp skala eða eins og einn Kort meðlimurinn sagði " Þetta er skynsamlegt Bootcamp". Eini stressvaldurinn á þessum annars ágætis degi er hélv. lásinn í ræktinni. Vandamálið er ekki hvort hægt sé að opna lásinn heldur tíminn sem fer í það. Æfingin skapar meistarann á vel við þarna.
Eitt skéri menningarmunssjokk rann á fjörur okkar um daginn. Þannig er að á highway-unum hérna eru svona stór skilti sem eru með uppl. t.d. ef það verður árekstur og seinkunn á umferð og þannig. Þessi skilti eru líka til þess að koma fram uppl. Í tengslum við það þegar börn eru brottnumin hérna í borginni. Við lásum um þetta áður en við fórum í skriflega bílprófið og vorum svolítið hissa, okkur þótti mjög spes að það væri til sérstök úrræði eða neyðaráætlanir til að bregðast við svona dæmum. Í dag eru að verða 2 mánuðir síðan við komum og því miður þá höfum við séð svona tilkynningar nokkru sinnum. Þetta er heavy óhugnalegt að okkar mati og segir svolítið um samfélagið sem við búum í. Við erum þó ágætilega varin þar sem hlaupafélaginn kom í lúgunni í dag.
Annað fyrir þá VINI okkar sem hafið reynt að hringja í okkur. Við erum vanalega heima til rétt fyrir 12 og svo eftir 18:30 á okkar tíma. Mismunurinn er 5 tímar. Hlökkum til að heyra í ykkur.

9 comments:

Ally said...

mar hefur ekki fengið neinar upplýsingar um símanúmer, kannski vilja Kortin ekki fá símhringingu frá læknisfrúnni?

Anonymous said...

Mamma hélt að þið hefðuð verið brottnumin af geimverum um helgina - hún hringdi og hringdi og fékk ekkert svar nema frá símsvaranum - sem er aðeins furðulegur. Munið svo að hún á afmæli á morgun!

Anonymous said...

Já og Auja mín til hamingju með þitt afmæli var það ekki einhverntíma í sumar?
Afmæli í fjölskyldu geð-kortsins eru bara miklu merkilegri en önnur afmæli - og þá er maður að tala um blóðbönd en ekki aumar inngiftingar.

Anonymous said...

Ætli að eldri Kortararnir verði orðnir helmössuð vöðvabúnt fyrir jólin ef heldur sem horfir!
Hvernig er það - á maður að þora í visit? Maður fær þá kannski að hafa "hlaupafélagann" ef illa fer?
En varðandi annað mikilvægt málefnið - mikið svakalega tók mitt litla hjarta við sér við commentið frá Huldunni hér við fyrri bloggfærslu - þetta með H&M dæmið í US and A - mikið svakalega verður greinilega shoppað! No question about that! Hold your horses you BushPeople - the Invation of the crazy Icelandic shoppers will soon begin.....

Anonymous said...

Hæ elskurnar!
Mér er annt um öryggi ykkar þarna út í henni stóru Ameríku þar sem eru margir vondir "glæpar" eins og sonur minn segir. Ég hef því ákveðið að starta fjáröflun fyrir ykkur. Átakið vopnum Kortarana! The Kort family armed and dangerous! Ég er búinn að vera skoða skotvopn á netinu og mér sýnist Wilson KZ-45 vera alveg málið fyrir hjónin. Hún er mjög kraftmikil og hentar vel í návígi og svo fylgir henni handhægt og smart kevlarhulstur. Fyrir Bangsa-Kortið væri Walther PPK sniðug. Létt og meðfærileg en öflug, passar vel í leikskólatösku.Ég er kominn í samband við mann að nafni Sahid þarna úti sem er tilbúinn að setja saman fjölskyldupakka með 3 skammbyssum og einni léttri smá vélbyssu til að hafa á heimilinu og í bílnum á ferðalögum, á 2000 USD. án skotvopnaleyfa.(prize does not include ammunition) Ég hef opnað reikning til að safna fyrir þessu handa ykkur. 1151 26 001439. 'Eg er búinn að leggja 5000 kr. af örorkubótunum mínum þennan mánuðinn, inn á reikninginn. Ég hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. Tökum höndum saman og tryggjum öryggi Kortarana í Ameríku!

Daniel F. said...

Hey frabaer hugmynd.

Eg vill samt eiginlega ekki gefa neinn pening nema vid notum mitt nafn: Komum Vopnum A Kortid!

Ad sama tima thykir mer thad politisk rangstada ad vopnasalinn thinn heiti Sahid. Eg legg thvi til ad vid stundum thessi vidskipti vid einhvern sem heitir eitthvad eins og George, Tim eda jafnvel Stefan.

Um leid og thessi mal verda kominn i lag tha er eg til i ad Paypala fulgu enda synist mer ad eg se sa eini sem stunda heidarlega dagsvinnu af lesendum (og eigendum) thessa bloggs.

Anonymous said...

Mikið dæmalaust hef ég gagn & gaman af þessari síðu Kortaranna í US and A!
Ef manni vantar upplýsingar varðandi shopping-hint frá reynslumiklum shoppurum nú eða jafnvel hvaða skotvopn hæfa við hvaða tilefni og stærð vopnaberans þá er málið að kíkja á þessa síðu! Þetta er svona upplýsingasíða sem lætur ekkert í friði!
Áfram Kortarar, áfram Kortarar!

Anonymous said...

Þökkum góð ráð og stuðning,"to secure peace, is to prepare for war" eins og skáldið orti.

Anonymous said...

Hulda og BC: "Skynsamlegt" er ekki gott. Eins og Sorbas sagði: "a man needs a little madness".
"Skynsamlegt" þýðir að við söknum ykkar.