Sep 16, 2006

Sprautulið

Ekki nóg með það að yngra kortið hafi meitt sig í vörinni þá þurfti litli gæjinn að þola sprautuferðir hjá doksa í vikunni. Málið er að ekki þýðir að vera með einhverja sprautu- eða mótefna skoðanir í þessu landi. Til þess að komast að í leikskólanum þá þurftu við að fylla út fullt af pappírum og skila inn heilsufarsupplýsingum um Bear. Gæjinn þurfti því að fara í læknisskoðun og fá sprautur. Amma pönk var búin að sprauta okkur öll í sumar sem hluta af undirbúningi fyrir Safari, nei, fyrirgefið USA ferðina. En B-Kort þurfti samt að fá 4 auka sprautur í lærið. Ég meina þeir sprautuðu gæjann fyrir hlaupabólu, pælið í því!! Allavegna B- er núna eins og kassavanur og vel sprautaður kettlingur.

9 comments:

B said...

Við Agneta erum að fara að byrja í íþróttaskólanum. Munum sakna ykkar mjög sárt þar.
Krossa fingur að það Agneta verði ekki sú eina óþekka núna þar sem litla kortið verður ekki þarna ;)

kveðja B.

Kort said...

Ungfrú B,
Börnin okkar eru ekki óþekk, þau bara ERU. Öll hin börnin í íþróttaskólanum eru bara bæld. Annars sendu við baráttukveðjur í skólann

Anders said...

jaja fru Kort, nu må pædagogen igen lade et par ord falde. du siger: "Börnin okkar eru ekki óþekk, þau bara ERU. Öll hin börnin í íþróttaskólanum eru bara bæld"

Det er kun forældre til uopdragne møgunger som siger sådan, vi ved alle at jeres Bjørn ikke kan gøre for det. Det er jo ikke hans skyld at hans forældre er så fuck up.
Men samt er han en bølle og møgunge. Ikke noget med at sige at de andre normale børn er ”bæld” bare fordi din løber rundt og laver lort i den…... ja tag den !!!! husk jeg har en BA i det shit så mit ord er lov !!!

Anonymous said...

Já ég held þetta sé rétt hjá Ananasinum. Drengurinn þjáist af umhverfisröskun enda ekki skrýtið við þær erfiðu félagslegu aðstæður sem hann býr við.Perrar gefa sig á tal við fjölskyldu hans, móðir hans gengur vopnuð, faðir hans er haldinn ofgreiningarröskun svo fátt eitt sé nefnt.

Anonymous said...

já, jeg glemte lige sige jeg aagsaa har B.ed i det her lort

Anonymous said...

heilmikil afmælisveisla í kastalanum í nóatúni í gær, "auja" reyndist vel og Björgvin setti í hana x2.
og þó svo sum börn séu ekki eins þroskuð í grófhreyfingum og önnur þá eru þau ekkert endilega bæld...þau eru bara að hugsa málið.
kv. K&Co

Anonymous said...

Pétur. Þú meintir "ofurgreindarröskun" ekki satt?

Anonymous said...

Er hægt að verða bólusett fyrir hinni skaðlegu sótt
"Shopping spree-syndrome-itis"
í US and A????
Sumir á mínu heimili eru nefnilega á barmi magasárs yfir því að undirrituð sé á leið til US and A.
Spurning hvort það væri hægt að finna eitthvað til að róa aðilann með - geta sagst hafa fengið sprautu í bossann þannig að það verði ekkert shoppað!

Anonymous said...

mæli með því að shoppa í USA - hef einu sinni gert það og fyrir undur og stórmerki þá eru þau föt enn í fataskápnum og í notkun eftir mörg ár - það eru einhver E-efni sem kaninn blandar í þetta sem gerir það að verkum að fötin endast lengur en það sem litlu börnin á Indlandi búa til fyrir sænsku mafíuna