Sep 10, 2006

Frelsi

Netið komið í lag sem er alveg brilljant, þá þurfum við ekki að tala saman og getum bara gleymt okkur í óþarfa sörfi og bókalestri.
Það er stundum gott að missa eitthvað tímabundið eða eins og hátturinn sá veit ekki hvað átt hefur fyrir en misst hefur. Í dag eru við heavy þakklát fyrir að vera með góða tenginu við umheiminn. Hin tímabundna afnettenging gerði það þó að verkum að andlega tenging varð meira því -- í neyð þá fer sá efaði að trúa en sá trúaði að efast.... hehehehhe ekki það að við séum eitthvað efuð hérna megin-- við erum þó allavegna ekki efnuð..ahhahahahh
Á meðan netfokkið átti sér stað varð mikið úr verki hjá Kort liðinu. Geð-kortið sótti tíma -skilaði verkefni og las eins og mo fo. Yngra kortið hélt áfram að mæta í leikskólann eins og hetja. Gæjinn fékk forláta ferða-DVD spilara frá Aratúnssettinu, með faglegum ráðleggingum frá Dvd dilernum honum Palla, sem virkar svona andskoti vel. Mar vill bara leggja af stað í langferðalag á Mini-vaninum nú þegar við erum bæði með mini-kæli og ferða-DVD. Ég meina þarf eitthvað meira!
Frúin tók skriflegt bílpróf hérna í Minneasota og náði því með stæl. Ég hef lært það af reynslunni að það borgar sig að lesa undir próf. Það var ekki hægt að svindla á þessu eins og fyrir 12 árum þegar frúin tók seinast bóklegt bílpróf. Nú þarf kella bara að ná verklega bílprófinu á mánudaginn. Í öllu bílprófsdæminu rifjast upp að ein góðvinur minn féll á verklega prófinu fyrir mörgum árum síðan. Gaurinn keyrði víst yfir á rauðu í prófinu. Á endanum náði hann prófinu en aksturhæfileikar hans hafa alltaf verið í miklu lágmarki og þá sérstaklega eftir að af honum rann.
B-kort hefur verið að kvartar sárt undan því að eiga ekki bróður. Það væri svo sem mögulega hægt að redda því en málið er ekki svo einfalt því gæjinn vill eldri bróður. Gaurinn kaupir það ekki alveg að Jósi a.k.a Draumurinn sé eldri bróðir hans. Reykjavík we have a problem??
p.s. Ágústa Baunin tók áskoruninni og er byrjaður að blogga. Við linkum á hann þangað til Heimalands öryggið hefur samband.

2 comments:

Anonymous said...

ótrúlegt...frú Auðbjörg náði bílprófinu án þess að svindla...hlýtur að vera að ljúga... trúi ekki að þú náir verklega...en ætli maður segi samt ekki gúd lökk:D ég er semsagt að kenna mömmu að commenta hjá þér...í ókominni framtíð munu semsagt hrynja inn comment frá frú Magneu!! bíddu bara!!
Sú fatlaða kveður að sinni...tjá!

Anonymous said...

Hæ - ég er glöð að sjá ykkur hér aftur - helgin var mér erfið. Las gamalt blogg frá ykkur - og hringdi síðan til að fá að vita hvort ekki væri allt með felldu. Man það núna að ég talaði bara við Björn og Auju - hvar er Gísli? Afhverju bloggar hann aldrei?