Sep 12, 2006

Mánudagur

Til að byrja með: Páll, frúin kann víst að keyra, eða svo segja yfirvöld hérna í minnesotafylki því kella náði verklega bílprófinu í morgun og ekki nóg með að ná heldur sýndi gellan einstaka hæfileika í að leggja milli tveggja fána (hefði verið gaman að sjá systu gera það sama). Gott að vera búin með þetta stuff sem fylgir bílprófinu því þá fáum við loks almennileg ID sem tekið er mark á.
Annars skelltu hjónin sér í ræktina í dag. Fórum í tíma sem kallast extreme out/indoor eða eins og geð-kortið kallar þá bootcamp með samúð- Það var algjör snilld að fá að taka vel á því eftir smá hlé. Það má segja margt um amerikana og allt það en Vá- hvað þeir kunna að gera vel við háskólanema. Íþróttahúsið er fáránlega stórt og þvílíkt mikið í boði. Við fáum til að mynda eigin skáp út semesterið sem er algjör snilld. Það er þó einn galli á þessu öllu. Á skápunum er lás sem er svona ekta lás eins og mar sér í high school high myndunum. Með svona talnaröð, ekki eitthvað sem mar er vanur að nota. Málið með þessa lása er að það þarf þolinmæði og nákvæmni. Geð-Kortið á svo sem ekki í neinum vandræðum enda andlegur og rólegur með einsdæmum. Sömu sögu er þó ekki að segja um frú Kort en þolinmæði er ekki að finna í genamengi hennar og það sem verra er hún minnkar með árunum. Gellan eyddi um 30 mínútum seinasta föstudag að eiga við hélv. lásinn. Í dag voru það aðeins 10 mín sem fóru í lásafokk. Eina í stöðunni er að taka Pollyönnu á andsk. lásinn og þakka fyrir þetta verkefni sem mun leiða af sér aukna þolinmæði eða andlegt niðurbrot inní búningsklefa flotta íþróttahúsins.
Í dag er 9-11 og því margt sem fylgir því bæði í fréttum og útvarpi. Samkvæmt Bush þá eru múslimar lamdir ef þeir missa úr messu. Shit hvað við eru ánægð með að vera í kaþólskum söfnuði sem eftir okkar bestu vitund leggur ekki vana sinn í að lemja meðlimi sína. Það er svo gaman að búa í vel upplýstu samfélagi--

11 comments:

Anonymous said...

takk fyrir að skrifa á hverjum degi - til hamingju með skápinn. Það var alltaf draumurinn að eignast svona og setja persónulegt mark sitt á hann - þið getið veggfóðrað ykkar með myndum af BKG - eða PÁFANUM ef það er meira ykkar stíll.

Anonymous said...

Sæl veriði US and A búar! Mikið svakalega samgleðst ég þér elsku kerlingin mín með að hafa náð prófinu! Hrikalega ertu flott - og að leggja bíl - það er nefnilega einstakur hæfileiki sem oft er ekkert auglýstur - beint á CV-ið með hann mín kæra!
Sammála Gússunni - þetta er svona gamall high-school draumur að fá svona járnskáp sem þið "betrekið" með myndum af hetjunum ykkar - ég og Gússan getum alveg sent ykkur myndir af okkur - no prob - bara að nefna það elskurnar mínar :)
Frábært að fá blogg á hverjum degi - og verður svo ekki Magnavaka hjá ykkur þarna í Bush-garden í kvöld?

Anonymous said...

Til hamingju með prófið Auja! En varðandi þessa fjandans tölulása ég er búinn að vera hér í nærri 13 ár og man aldrei hvort á að byrja á að snúa til hægri eða vinstri, ég forðast þessa lása einsog heitann eldinn og skipti þeim út fyrir mannúðarlegri lása hvar sem ég get. Varðandi trúmálin þá hef ég verið með ansi mörgum kaþólikkum á fundum sem virðast hafa orðið alkar einvörðungu fyrir tilstilli öfbeldisfullra nunna. Ég hef reyndar ekki verið á fundi ennþá með múslim, kanski barsmíðarnar séu ekki nægjanlega guðdómlegar eða þeir mæti bara alt of vel í messu.

Anonymous said...

Vitið þið um eða hafið þið heyrt um múslima sem stunda fundi? Hmmm.... pæling. Ef þið rekist á múslima sem stunda fundi er það þá ekki wannabe-múslimi? Er það ekki rétt hjá mér að skv. múslimatrú þá er algjört bann við öllum fíkniefnum??
Ein voðalega eitthvað að pæla!!

Anonymous said...

Hvort mar eigi að snúa til hægri eða vinstri verður miklu flóknara þegar, eins og í mínu tilviki mar veit ekki muninn á hægri og vinstri. Fékk þó góða ábendingu um að fara undir þumalinn með vísifingur og svo yfir. Veit ekki hvort ég nái því heldur.
Ásthildur ef ég myndi segja þér hver hefði verið á fundi þá þyrfti ég að dxxxx þig.. við tökum hlutina alvarlega í XX

Ally said...

Ég sakna ykkar Kortarar!
Hey Auja ég er rosa dugleg að hlaupa og er ekki enn komin með beinhimnubólgu svo kannski bíðuru mér á joggið í nóv. Bara fyrir eða eftir afmælisdinner. Annað hvort, ég er svo andleg að það skiptir mig ekki máli.

Anonymous said...

Allý! ég bíð þér sem minn guest í íþróttahúsið það er nefnilega hægt og svo getum við hlupið inn. Þurfum sko ekki að pæla í veðrinu hérna.

Anonymous said...

já Allý. þú færð að vera gestur í íþróttahúsinu ef ég get opnað hélv. lásinn.

Ally said...

magnað!!

Anonymous said...

Er ekki þetta combination með bílinn og lásinn bara til að sanna fyrir okkur öllum að maður getur alveg keyrt þótt að maður sé nánast þroskaheftur??

Anonymous said...

How´s it going guys !!! Djöfull er gaman að sjá síðuna ykkar, var farinn að gleyma ykkur, en sakna ykkar rosa núna, Verð meira í bandi bráðum, kveðjur og kossar Bjarnþór.